Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 13:14 Ólafur Arnalds, tónlistarmaður Vísir/Valli Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær en með færslunni deildi hann frétt RÚV frá því í gærkvöldi um líkamsárás gegn unglingsstúlku sem tengist einelti. Ólafur segist hafa tárast við að horfa á fréttina og segist ekki geta stillt sig um að tjá sig: „Ég hef svosem ekki oft talað um það en á nokkrum árum á minni grunnskólagöngu varð ég sjálfur fyrir alvarlegu einelti. Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur. Sérstaklega minnisstætt er þegar ég faldi mig grátandi undir borði inní skólastofu í frímínútum á meðan krakkarnir börðu á gluggana að reyna að hræða mig út. Þetta gekk svo langt að eitt sinn labbaði ég heim, fann beittan hníf í skúffu og ætlaði mér út að stinga fólk,“ segir Ólafur í Facebook-færslunni. Tónlistarmaðurinn kveðst hafa verið um 12 ára þegar þetta gerðist. Mamma hans hafi komið að honum og stoppað hann og segir Ólafur að hann hefði líklega aldreið farið mjög langt með þessa hugmynd. Hann gruni hins vegar að þetta hafi verið hans leið til að fá athygli og vera tekinn alvarlega. „Daginn eftir komst ég að því að krakkarnir höfðu þá legið á gluggunum heima. “Af hverju varstu að grenja við mömmu þína í gærkvöldi?”. Þarna var ég farinn að fá regluleg kvíðaköst við tilhugsunina um að mæta þessum krökkum í skólanum. Fyrst þarna var mér tekið alvarlega, en aldrei af skólayfirvöldum. Það var einungis mínum yndislegu foreldrum og skilningsríkum foreldrum nokkurra gerendanna að þakka að þetta var stoppað á endanum. Samheldnin jókst og ég fann mér minn stað í lífinu. En viti menn, það fannst nýtt fórnarlamb og ég skammast mín fyrir að segja að þá stóð ég hjá og gerði lítið til að hjálpa.“ Ólafur segir síðan að það sé auðvelt að detta í hefndargír og óska gerendum alls ills. Hann vill þó að fólk muni að þarna er um börn að ræða og ábyrgðin er 100 prósent hjá skólayfirvöldum og foreldrum. „Gerendurnir eru nefnilega líka fórnarlömb í svona málum. Það gerir enginn svona hluti nema eitthvað sé að og það þarf að hjálpa gerendunum alveg jafn mikið og fórnarlömbunum. Hrós dagsins fær pabbi fórnarlambsins fyrir að gefa RÚV leyfi til að sýna myndbandið. Einelti þarf að stoppa með öllum tiltækum ráðum og last dagsins fá menntamálayfirvöld fyrir að geta ekki tekið á þessu betur. Vonandi verður þessi frétt til þess að einhverjir fara að hugsa sinn gang.“ Færslu Ólafs má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Foreldrar fá engin svör í eineltismáli Foreldrar stúlku sem lenti í líkamsárás af hendi jafnaldra sinna fyrir utan Langholtsskóla á þriðjudagskvöld hafa ekki fengið nein svör um hver viðbrögð skólans verða við einelti sem stúlkan hafi orðið fyrir. 6. maí 2016 07:00 Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær en með færslunni deildi hann frétt RÚV frá því í gærkvöldi um líkamsárás gegn unglingsstúlku sem tengist einelti. Ólafur segist hafa tárast við að horfa á fréttina og segist ekki geta stillt sig um að tjá sig: „Ég hef svosem ekki oft talað um það en á nokkrum árum á minni grunnskólagöngu varð ég sjálfur fyrir alvarlegu einelti. Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur. Sérstaklega minnisstætt er þegar ég faldi mig grátandi undir borði inní skólastofu í frímínútum á meðan krakkarnir börðu á gluggana að reyna að hræða mig út. Þetta gekk svo langt að eitt sinn labbaði ég heim, fann beittan hníf í skúffu og ætlaði mér út að stinga fólk,“ segir Ólafur í Facebook-færslunni. Tónlistarmaðurinn kveðst hafa verið um 12 ára þegar þetta gerðist. Mamma hans hafi komið að honum og stoppað hann og segir Ólafur að hann hefði líklega aldreið farið mjög langt með þessa hugmynd. Hann gruni hins vegar að þetta hafi verið hans leið til að fá athygli og vera tekinn alvarlega. „Daginn eftir komst ég að því að krakkarnir höfðu þá legið á gluggunum heima. “Af hverju varstu að grenja við mömmu þína í gærkvöldi?”. Þarna var ég farinn að fá regluleg kvíðaköst við tilhugsunina um að mæta þessum krökkum í skólanum. Fyrst þarna var mér tekið alvarlega, en aldrei af skólayfirvöldum. Það var einungis mínum yndislegu foreldrum og skilningsríkum foreldrum nokkurra gerendanna að þakka að þetta var stoppað á endanum. Samheldnin jókst og ég fann mér minn stað í lífinu. En viti menn, það fannst nýtt fórnarlamb og ég skammast mín fyrir að segja að þá stóð ég hjá og gerði lítið til að hjálpa.“ Ólafur segir síðan að það sé auðvelt að detta í hefndargír og óska gerendum alls ills. Hann vill þó að fólk muni að þarna er um börn að ræða og ábyrgðin er 100 prósent hjá skólayfirvöldum og foreldrum. „Gerendurnir eru nefnilega líka fórnarlömb í svona málum. Það gerir enginn svona hluti nema eitthvað sé að og það þarf að hjálpa gerendunum alveg jafn mikið og fórnarlömbunum. Hrós dagsins fær pabbi fórnarlambsins fyrir að gefa RÚV leyfi til að sýna myndbandið. Einelti þarf að stoppa með öllum tiltækum ráðum og last dagsins fá menntamálayfirvöld fyrir að geta ekki tekið á þessu betur. Vonandi verður þessi frétt til þess að einhverjir fara að hugsa sinn gang.“ Færslu Ólafs má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Foreldrar fá engin svör í eineltismáli Foreldrar stúlku sem lenti í líkamsárás af hendi jafnaldra sinna fyrir utan Langholtsskóla á þriðjudagskvöld hafa ekki fengið nein svör um hver viðbrögð skólans verða við einelti sem stúlkan hafi orðið fyrir. 6. maí 2016 07:00 Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Foreldrar fá engin svör í eineltismáli Foreldrar stúlku sem lenti í líkamsárás af hendi jafnaldra sinna fyrir utan Langholtsskóla á þriðjudagskvöld hafa ekki fengið nein svör um hver viðbrögð skólans verða við einelti sem stúlkan hafi orðið fyrir. 6. maí 2016 07:00
Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20