Næring í nýju ljósi Vera Einarsdóttir skrifar 6. maí 2016 11:46 Margar af þeim hugmyndum um lífsstíl og mataræði sem fólk hefur aðhyllst síðustu ár og áratugi standast að sögn Guðmundar illa nánari skoðun. MYND/ERNIR Guðmundur Jóhannsson, lyf og bráðalæknir, mætir fólki með krónísk vandamál og áunna lífsstílssjúkdóma á degi hverjum. Áhugi hans á fyrirbyggjandi aðgerðum hefur vaxið jafnt og þétt, sérstaklega á tengslum næringar við sjúkdóma eins og offitu, sykursýki og hjartasjúkdóma. Að sögn Guðmundar er ljóst að margar af þeim hugmyndum um lífsstíl og mataræði sem fólk hefur aðhyllst síðustu ár og áratugi standast illa nánari skoðun. Hann hefur því fengið til liðs við sig marga af virtustu fræðimönnum heims til að varpa nýju ljósi á fræðin og efnir til ráðstefnu um tengsl mataræðis og lífsstíls við langvinna sjúkdóma í Hörpu 26. maí. Ráðstefnan, sem hefur fengið nafnið Foodloose, er hugsuð fyrir fagfólk sem almenning og verður sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Guðmundur var tekinn tali og beðinn um að nefna fimm atriði sem fólk ætti að vita um næringu.Áhersla á næringu og gæði í stað hitaeiningaHugtakið hitaeining kemur úr varmafræði og lýsir því hversu mikil varmaorka losnar úr tilteknu efni þegar það er brennt. „Vandamálið við að yfirfæra þetta á mannslíkamann er það að líkaminn er ekki brennsluofn. Með öðrum orðum þá fuðrar maturinn ekki bara upp inni í líkamanum heldur fara af stað breytingar á efnaskiptum og hormónum sem stýra því hvernig líkaminn bregst við matnum. Þannig eru til dæmis ólík ferli sem fara af stað í líkamanum þegar borðaðar eru 500 hitaeiningar af fiski eða 500 hitaeiningar af nammi,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir næringu í matvælum snúast um svo miklu meira en bara orkuinnihaldið og að það skipti miklu máli fyrir líkamsstarfsemina að líkaminn fái nóg af næringarefnum eins og vítamínum, steinefnum og trefjum. „Góð þumalputtaregla er að reyna að fá sem mest af næringarefnum fyrir hverja hitaeiningu,“ segir Guðmundur.Engin ástæða til að forðast mat sem inniheldur fitu„Almennt er góð regla að reyna að fá fituna úr matvælunum sjálfum. Sérstaklega úr mat sem inniheldur mikið af ein- og fjölómettuðum fitusýrum eins og fiski, ólífum og hnetum. Þá benda nýlegar rannsóknir til að feitar mjólkurvörur og egg hafi jákvæð áhrif á efnaskiptin hjá flestum. Hins vegar er ekki mælt með því að borða beikon og majónes í öll mál og renna því niður með smjörkaffi í lítravís. Allt getur verið skaðlegt í óhófi, meira að segja vatn,“ segir Guðmundur.Sykur er sykurStrásykur, púðursykur, hunang, agavesíróp, sykrað gos, jafnvel ávaxtasafinn úr safapressunni. Það skiptir litlu máli hvaðan hann kemur. Ef sykurinn er ekki bundinn í sínar náttúrulegu umbúðir (trefjarnar) þá eru áhrifin á efnaskipti líkamans að sögn Guðmundar þau sömu. „Hér þarf því sérstaklega að hafa það í huga að passa magnið og að hafa það eins lítið og mögulegt er.“Gæði og tegund kolvetna skiptir máliSíðustu ár hafa vinsældir mataræðis með lægra kolvetnamagni á borð við LKL og steinaldarmataræði aukist mikið. „Töluvert er nú til af rannsóknum sem sýna fram á góðan árangur hjá þeim sístækkandi hópi fólks sem hefur svokallað efnaskiptaheilkenni, sem er læknisfræðilegt hugtak sem nær yfir einkenni á borð við háþrýsting, hækkaðar blóðfitur, aukna kviðfitu og hækkun á blóðsykri. Eins hefur mataræði af þessu tagi reynst fólki með sykursýki vel,“ upplýsir Guðmundur. Hann segir fólk með þennan vanda almennt eiga erfitt með að þola auðmelt kolvetni og því skiptir máli að velja kolvetnategundirnar vel. „Almennt ætti fólk með fyrrnefndan vanda að leggja áherslu á að borða mikið af trefjaríku grænmeti eins og salati, papriku, gúrku og svo framvegis en prófa sig áfram með magnið af auðmeltari kolvetnum eins og rótargrænmeti og ávöxtum. Sykur og fínunnar kornvörur, sem hækka blóðsykurinn og insúlín mun meira, ætti það hins vegar forðast.“Við erum ekki einSíðasta áratuginn eða svo hefur að sögn Guðmundar orðið sprenging í áhuga vísindasamfélagsins á bakteríuflóru mannslíkamans en flestar rannsóknir benda til þess að fjöldi baktería sé margfaldur fjöldi frumna. „Svo virðist sem heilsa okkar sé nátengd því að bakteríuflóran, sérstaklega í meltingarveginum, sé fjölbreytt og heilbrigð. Maturinn sem við setjum ofan í okkur hefur mikil og hröð áhrif á það hvaða bakteríur vaxa og dafna og hverjar ekki. Í þessu samhengi skipta gæði matarins miklu. Þeir sem vilja „rækta“ réttan vinskap ættu því að velja matinn vel.“ Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlesara hennar er að finna á foodloose.is Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Guðmundur Jóhannsson, lyf og bráðalæknir, mætir fólki með krónísk vandamál og áunna lífsstílssjúkdóma á degi hverjum. Áhugi hans á fyrirbyggjandi aðgerðum hefur vaxið jafnt og þétt, sérstaklega á tengslum næringar við sjúkdóma eins og offitu, sykursýki og hjartasjúkdóma. Að sögn Guðmundar er ljóst að margar af þeim hugmyndum um lífsstíl og mataræði sem fólk hefur aðhyllst síðustu ár og áratugi standast illa nánari skoðun. Hann hefur því fengið til liðs við sig marga af virtustu fræðimönnum heims til að varpa nýju ljósi á fræðin og efnir til ráðstefnu um tengsl mataræðis og lífsstíls við langvinna sjúkdóma í Hörpu 26. maí. Ráðstefnan, sem hefur fengið nafnið Foodloose, er hugsuð fyrir fagfólk sem almenning og verður sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Guðmundur var tekinn tali og beðinn um að nefna fimm atriði sem fólk ætti að vita um næringu.Áhersla á næringu og gæði í stað hitaeiningaHugtakið hitaeining kemur úr varmafræði og lýsir því hversu mikil varmaorka losnar úr tilteknu efni þegar það er brennt. „Vandamálið við að yfirfæra þetta á mannslíkamann er það að líkaminn er ekki brennsluofn. Með öðrum orðum þá fuðrar maturinn ekki bara upp inni í líkamanum heldur fara af stað breytingar á efnaskiptum og hormónum sem stýra því hvernig líkaminn bregst við matnum. Þannig eru til dæmis ólík ferli sem fara af stað í líkamanum þegar borðaðar eru 500 hitaeiningar af fiski eða 500 hitaeiningar af nammi,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir næringu í matvælum snúast um svo miklu meira en bara orkuinnihaldið og að það skipti miklu máli fyrir líkamsstarfsemina að líkaminn fái nóg af næringarefnum eins og vítamínum, steinefnum og trefjum. „Góð þumalputtaregla er að reyna að fá sem mest af næringarefnum fyrir hverja hitaeiningu,“ segir Guðmundur.Engin ástæða til að forðast mat sem inniheldur fitu„Almennt er góð regla að reyna að fá fituna úr matvælunum sjálfum. Sérstaklega úr mat sem inniheldur mikið af ein- og fjölómettuðum fitusýrum eins og fiski, ólífum og hnetum. Þá benda nýlegar rannsóknir til að feitar mjólkurvörur og egg hafi jákvæð áhrif á efnaskiptin hjá flestum. Hins vegar er ekki mælt með því að borða beikon og majónes í öll mál og renna því niður með smjörkaffi í lítravís. Allt getur verið skaðlegt í óhófi, meira að segja vatn,“ segir Guðmundur.Sykur er sykurStrásykur, púðursykur, hunang, agavesíróp, sykrað gos, jafnvel ávaxtasafinn úr safapressunni. Það skiptir litlu máli hvaðan hann kemur. Ef sykurinn er ekki bundinn í sínar náttúrulegu umbúðir (trefjarnar) þá eru áhrifin á efnaskipti líkamans að sögn Guðmundar þau sömu. „Hér þarf því sérstaklega að hafa það í huga að passa magnið og að hafa það eins lítið og mögulegt er.“Gæði og tegund kolvetna skiptir máliSíðustu ár hafa vinsældir mataræðis með lægra kolvetnamagni á borð við LKL og steinaldarmataræði aukist mikið. „Töluvert er nú til af rannsóknum sem sýna fram á góðan árangur hjá þeim sístækkandi hópi fólks sem hefur svokallað efnaskiptaheilkenni, sem er læknisfræðilegt hugtak sem nær yfir einkenni á borð við háþrýsting, hækkaðar blóðfitur, aukna kviðfitu og hækkun á blóðsykri. Eins hefur mataræði af þessu tagi reynst fólki með sykursýki vel,“ upplýsir Guðmundur. Hann segir fólk með þennan vanda almennt eiga erfitt með að þola auðmelt kolvetni og því skiptir máli að velja kolvetnategundirnar vel. „Almennt ætti fólk með fyrrnefndan vanda að leggja áherslu á að borða mikið af trefjaríku grænmeti eins og salati, papriku, gúrku og svo framvegis en prófa sig áfram með magnið af auðmeltari kolvetnum eins og rótargrænmeti og ávöxtum. Sykur og fínunnar kornvörur, sem hækka blóðsykurinn og insúlín mun meira, ætti það hins vegar forðast.“Við erum ekki einSíðasta áratuginn eða svo hefur að sögn Guðmundar orðið sprenging í áhuga vísindasamfélagsins á bakteríuflóru mannslíkamans en flestar rannsóknir benda til þess að fjöldi baktería sé margfaldur fjöldi frumna. „Svo virðist sem heilsa okkar sé nátengd því að bakteríuflóran, sérstaklega í meltingarveginum, sé fjölbreytt og heilbrigð. Maturinn sem við setjum ofan í okkur hefur mikil og hröð áhrif á það hvaða bakteríur vaxa og dafna og hverjar ekki. Í þessu samhengi skipta gæði matarins miklu. Þeir sem vilja „rækta“ réttan vinskap ættu því að velja matinn vel.“ Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlesara hennar er að finna á foodloose.is
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira