Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 13:42 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson hafa keypt Ásmundarsal við Freyjugötu sem um árabil hefur verið í eigu Listasafns ASÍ. Nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda lista- og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera og því hafi Alþýðusamband Íslands ákveðið að selja Ásmundarsal. Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti nokkru síðar yfir áhyggjum um að húsið yrði ekki nýtt undir list- og menningarstarfsemi líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á.Um 1.500 manns skrifuðu undir áskriftarsöfnun þar sem skorað var á Alþýðusamband Íslands og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal. Nýjir eigendur hafa nú tekið við og hyggjast þeir leggja áherslu á list- og menningartengda starfsemi í húsnæðinu. „Við munum jöfnum höndum styðja við unga hönnuði og listamenn auk þess að vera í nánu samstarfi við virta og þekkta listamenn bæði innlenda og erlenda og skapa þannig fjölbreytta og nútímalega listamiðstöð,“ segir Aðalheiður Magnúsdóttir, annar kaupanda Ásmundarsals. „Alþýðusambandið fagnar mjög áformum Aðalheiðar og Sigurbjörns að reka áfram listastarfsemi í Ásmundarsal við Freyjugötu,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ. „Þessi niðurstaða er fullkomlega í takt við þær væntingar sem ASÍ hafði þegar húsið var sett í söluferli.“ Listasafn ASÍ verður með starfsemi í húsinu fram á haust þegar nýju eigendurnir taka við starfseminni. Tengdar fréttir 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson hafa keypt Ásmundarsal við Freyjugötu sem um árabil hefur verið í eigu Listasafns ASÍ. Nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda lista- og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera og því hafi Alþýðusamband Íslands ákveðið að selja Ásmundarsal. Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti nokkru síðar yfir áhyggjum um að húsið yrði ekki nýtt undir list- og menningarstarfsemi líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á.Um 1.500 manns skrifuðu undir áskriftarsöfnun þar sem skorað var á Alþýðusamband Íslands og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal. Nýjir eigendur hafa nú tekið við og hyggjast þeir leggja áherslu á list- og menningartengda starfsemi í húsnæðinu. „Við munum jöfnum höndum styðja við unga hönnuði og listamenn auk þess að vera í nánu samstarfi við virta og þekkta listamenn bæði innlenda og erlenda og skapa þannig fjölbreytta og nútímalega listamiðstöð,“ segir Aðalheiður Magnúsdóttir, annar kaupanda Ásmundarsals. „Alþýðusambandið fagnar mjög áformum Aðalheiðar og Sigurbjörns að reka áfram listastarfsemi í Ásmundarsal við Freyjugötu,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ. „Þessi niðurstaða er fullkomlega í takt við þær væntingar sem ASÍ hafði þegar húsið var sett í söluferli.“ Listasafn ASÍ verður með starfsemi í húsinu fram á haust þegar nýju eigendurnir taka við starfseminni.
Tengdar fréttir 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23
SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40