Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 19:30 Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira