Blað brotið í sögu Kólumbíu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 23:17 Timoleon Jimenez, leiðtogi FARC, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu við undirritunina í kvöld. Haldin var hátíðleg athöfn í Cartagena í tilefni dagsins, sem yfir 2.500 manns sóttu. vísir/epa Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00
Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15