Pepsi-mörkin: Verður ekki meira áberandi vítaspyrna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2016 11:45 Fylkismenn eru í afar slæmum málum fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla. Árbæingar eru með 19 stig í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar og þurfa að vinna KR í lokaumferðinni og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma. Staða Fylkis var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. „Þeir hafa unnið þessa leiki sem þeir hafa þurft að vinna í seinni umferðinni. Þeir unnu Eyjamenn og Ólsara og þetta var væntanlega leikur sem þeir horfðu til að vinna,“ sagði Hjörvar Hafliðason og vísaði til 2-2 jafnteflis Fylkis við Þrótt í gær. „Það hefur ýmislegt gerst hjá liðum þarna í kring. KR-ingar byrjuðu illa og skiptu um þjálfara. Það er alltaf umdeild aðgerð en það má segja að hún hafi virkað fyrir KR. Það má líka segja að það hafi fært Eyjamönnum ákveðna orku að skipta um þjálfara.“Sjá einnig: Ragnar Bragi: Ég átti að fá víti Fylkismenn áttu að fá vítaspyrnu í stöðunni 2-2 í seinni hálfleik þegar Aron Þórður Albertsson togaði í Ragnar Braga Sveinsson þegar sá síðarnefndi var við það að pota boltanum í markið. „Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson] dómari hefur verið frábær að undanförnu og við höfum hrósað honum mikið. En getur aðstoðardómarinn eða einhver ekki hjálpað honum þarna?“ sagði Hjörvar. Logi Ólafsson var sömuleiðis á því að Vilhjálmur hefði átt að dæma víti á Þrótt. „Þetta verður ekki meira áberandi. Það tognar á peysunni og allt hvað eina,“ sagði Logi.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Þróttur 2-2 | Þróttur fallinn og Fylkir í vondri stöðu Fylkir er í næstneðsta sæti með 18 stig en Þróttur er á botninum með 13 stig og getur formlega fallið í dag. 25. september 2016 16:45 Uppbótartíminn: Frábær lokaumferð framundan | Myndbönd Tuttugastaogfyrsta umferðin gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 26. september 2016 09:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Fylkismenn eru í afar slæmum málum fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla. Árbæingar eru með 19 stig í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar og þurfa að vinna KR í lokaumferðinni og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma. Staða Fylkis var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. „Þeir hafa unnið þessa leiki sem þeir hafa þurft að vinna í seinni umferðinni. Þeir unnu Eyjamenn og Ólsara og þetta var væntanlega leikur sem þeir horfðu til að vinna,“ sagði Hjörvar Hafliðason og vísaði til 2-2 jafnteflis Fylkis við Þrótt í gær. „Það hefur ýmislegt gerst hjá liðum þarna í kring. KR-ingar byrjuðu illa og skiptu um þjálfara. Það er alltaf umdeild aðgerð en það má segja að hún hafi virkað fyrir KR. Það má líka segja að það hafi fært Eyjamönnum ákveðna orku að skipta um þjálfara.“Sjá einnig: Ragnar Bragi: Ég átti að fá víti Fylkismenn áttu að fá vítaspyrnu í stöðunni 2-2 í seinni hálfleik þegar Aron Þórður Albertsson togaði í Ragnar Braga Sveinsson þegar sá síðarnefndi var við það að pota boltanum í markið. „Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson] dómari hefur verið frábær að undanförnu og við höfum hrósað honum mikið. En getur aðstoðardómarinn eða einhver ekki hjálpað honum þarna?“ sagði Hjörvar. Logi Ólafsson var sömuleiðis á því að Vilhjálmur hefði átt að dæma víti á Þrótt. „Þetta verður ekki meira áberandi. Það tognar á peysunni og allt hvað eina,“ sagði Logi.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Þróttur 2-2 | Þróttur fallinn og Fylkir í vondri stöðu Fylkir er í næstneðsta sæti með 18 stig en Þróttur er á botninum með 13 stig og getur formlega fallið í dag. 25. september 2016 16:45 Uppbótartíminn: Frábær lokaumferð framundan | Myndbönd Tuttugastaogfyrsta umferðin gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 26. september 2016 09:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Þróttur 2-2 | Þróttur fallinn og Fylkir í vondri stöðu Fylkir er í næstneðsta sæti með 18 stig en Þróttur er á botninum með 13 stig og getur formlega fallið í dag. 25. september 2016 16:45
Uppbótartíminn: Frábær lokaumferð framundan | Myndbönd Tuttugastaogfyrsta umferðin gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 26. september 2016 09:45