Lífið

Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mögnuð plata.
Mögnuð plata. vísir
Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum.

Kurt Cobain, söngvarinn Nirvana, varð á einu augabragði orðinn heimsfrægur, og þótti plötuumslag plötunnar nokkuð sérstakt en þar mátti sjá nakið barn að kafa eftir dollaraseðli.

Nevermind hefur selst í rúmum þrjátíu milljónum eintaka. Hún náði efsta sætinu á Billboard-listanum í Bandaríkjunum en sjöunda sæti í Bretlandi. Forsprakkinn Kurt Cobain framdi sjálfvíg þremur árum eftir útgáfuna.

Spencer Elden heitir drengurinn sem er framan á Nevermind plötunni. Hann er í dag 25 ára og má sjá mynd af honum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.