Er ég vakna, ó Nína, þú ert ekki lengur hér Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 5. maí 2016 13:30 Stefán og Eyfi smellpassa en í Nínu-fötin 25 árum eftir en þeir fluttu lagið Draumur um Nínu í Eurovision-söngvakeppninni í Róm. Fréttablaðið/Vilhelm „Tónleikarnir í kvöld eru nokkurs konar heiðurstónleikar, ekki bara vegna 25 ára afmælis Nínu heldur líka vegna þeirra fjölmörgu Eurovision-laga sem við elskum. Með okkur á sviðinu verður hörku band auk þeirra Jóhönnu Guðrúnar og Bjarna Ara, þau koma til með að hjálpa okkur að gera tónleikana að glæsilegri afmælisveislu,“ segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður spurður út í afmælistónleikana sem hann og Stefán Hilmarsson halda í Salnum í Kópavogi í kvöld í tilefni af því að tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að þeir félagar stigu á sviðið í Róm og fluttu lagið Draumur um Nínu. „Við erum náttúrulega að halda upp á 25 ára afmæli Nínu, af því að hún hefur fylgt okkur öll þessi ár og er okkar einkennislag. Það kom mér allavega verulega á óvart hvað þetta lag hefur lifað góðu lífi og stimplað sig inn, ekki bara sem eitt vinsælasta íslenska Eurovision-lagið, heldur líka sem eitt vinsælasta dægurlag fyrr og síðar á Íslandi,“ segir Eyfi glaður í bragði og bætir við að fjólubláu og myntugrænu jakkafötin verði til staðar, en þau voru hönnuð af versluninni Gallerí 17 á sínum tíma, og hafði Svava Johansen, eigandi NTC, sem yfirumsjón með því.Stebbi og Eyfi voru flottir á sviðinu árið 1991.Margt hefur breyst á þessum tíma og hafa þeir félagar verið farsælir í tónlistarbransanum. Þegar Eyjólfur lítur til baka hugsar hann með jákvæðni til þess ævintýris sem Draumur um Nínu var. „Þegar ég hugsa til baka koma ekkert annað en frábærar minningar upp í hugann, við vorum mjög sáttir við lagið og ekki síður hópinn sem við tókum með okkur,“ segir Eyfi og bætir við að því miður muni hópurinn ekki vera með á tónleikunum í kvöld, en hann er viss um að þau verða með þeim í anda. Það er óhætt að segja að hver og einn einasti Íslendingur hafi heyrt og sönglað með laginu Draumur um Nínu, enda hefur líklega ekki verið haldin veisla eða óskalagatími í útvarpi án þess að eitt alvinsælasta dægurlag landsins sé sett á fóninn. „Vinsældir lagsins hafa ekki síst komið okkur á óvart, þar sem textinn er frekar dapurlegur. Texti lagsins fjallar um söknuð manns sem hefur misst unnustu sína, þannig það er ekki hægt að segja að það sé mikið stuð í því, en ég held að lagið og samsöngur okkar Stefáns sé nú aðalmálið þegar kemur að velgengni og vinsældum lagsins, þetta er kraftmikið og grípandi og menn syngja hástöfum með við hvert tækifæri.“ „Við ætlum svo í framhaldi að fara í smá víking og heimsækja nokkra staði úti á landi. Vestmannaeyjar, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir, Norðfjörður og fleiri staðir eru komnir á kortið og svo ætlum við pottþétt á Borgarfjörð eystri, en þar hefur Stefán aldrei troðið upp, enda aldrei komið þangað, hann er virkilega spenntur fyrir því,“ segir Eyfi. Eurovision Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Tónleikarnir í kvöld eru nokkurs konar heiðurstónleikar, ekki bara vegna 25 ára afmælis Nínu heldur líka vegna þeirra fjölmörgu Eurovision-laga sem við elskum. Með okkur á sviðinu verður hörku band auk þeirra Jóhönnu Guðrúnar og Bjarna Ara, þau koma til með að hjálpa okkur að gera tónleikana að glæsilegri afmælisveislu,“ segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður spurður út í afmælistónleikana sem hann og Stefán Hilmarsson halda í Salnum í Kópavogi í kvöld í tilefni af því að tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að þeir félagar stigu á sviðið í Róm og fluttu lagið Draumur um Nínu. „Við erum náttúrulega að halda upp á 25 ára afmæli Nínu, af því að hún hefur fylgt okkur öll þessi ár og er okkar einkennislag. Það kom mér allavega verulega á óvart hvað þetta lag hefur lifað góðu lífi og stimplað sig inn, ekki bara sem eitt vinsælasta íslenska Eurovision-lagið, heldur líka sem eitt vinsælasta dægurlag fyrr og síðar á Íslandi,“ segir Eyfi glaður í bragði og bætir við að fjólubláu og myntugrænu jakkafötin verði til staðar, en þau voru hönnuð af versluninni Gallerí 17 á sínum tíma, og hafði Svava Johansen, eigandi NTC, sem yfirumsjón með því.Stebbi og Eyfi voru flottir á sviðinu árið 1991.Margt hefur breyst á þessum tíma og hafa þeir félagar verið farsælir í tónlistarbransanum. Þegar Eyjólfur lítur til baka hugsar hann með jákvæðni til þess ævintýris sem Draumur um Nínu var. „Þegar ég hugsa til baka koma ekkert annað en frábærar minningar upp í hugann, við vorum mjög sáttir við lagið og ekki síður hópinn sem við tókum með okkur,“ segir Eyfi og bætir við að því miður muni hópurinn ekki vera með á tónleikunum í kvöld, en hann er viss um að þau verða með þeim í anda. Það er óhætt að segja að hver og einn einasti Íslendingur hafi heyrt og sönglað með laginu Draumur um Nínu, enda hefur líklega ekki verið haldin veisla eða óskalagatími í útvarpi án þess að eitt alvinsælasta dægurlag landsins sé sett á fóninn. „Vinsældir lagsins hafa ekki síst komið okkur á óvart, þar sem textinn er frekar dapurlegur. Texti lagsins fjallar um söknuð manns sem hefur misst unnustu sína, þannig það er ekki hægt að segja að það sé mikið stuð í því, en ég held að lagið og samsöngur okkar Stefáns sé nú aðalmálið þegar kemur að velgengni og vinsældum lagsins, þetta er kraftmikið og grípandi og menn syngja hástöfum með við hvert tækifæri.“ „Við ætlum svo í framhaldi að fara í smá víking og heimsækja nokkra staði úti á landi. Vestmannaeyjar, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir, Norðfjörður og fleiri staðir eru komnir á kortið og svo ætlum við pottþétt á Borgarfjörð eystri, en þar hefur Stefán aldrei troðið upp, enda aldrei komið þangað, hann er virkilega spenntur fyrir því,“ segir Eyfi.
Eurovision Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið