Benedikt Sveinsson: „Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 18:51 Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum. „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin. Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands. „Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“ Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:Að gefnu tilefniÁrið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson Tengdar fréttir Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Fleiri fréttir Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Sjá meira
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum. „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin. Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands. „Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“ Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:Að gefnu tilefniÁrið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson
Tengdar fréttir Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Fleiri fréttir Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Sjá meira
Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45
Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03