Benedikt Sveinsson: „Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 18:51 Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum. „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin. Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands. „Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“ Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:Að gefnu tilefniÁrið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson Tengdar fréttir Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03 Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Erlent Fleiri fréttir Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Sjá meira
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum. „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin. Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands. „Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“ Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:Að gefnu tilefniÁrið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson
Tengdar fréttir Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03 Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Erlent Fleiri fréttir Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Sjá meira
Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45
Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03