Bæði lið Víkingsstelpna og Selfossstráka unnu tvöfalt í vetur því fyrr í vetur unnu þau bikarúrslitaleiki sína í Laugardalshöllinni.
Víkingstelpur unnu 18-15 sigur á Fram í spennandi leik. Brynhildur Vala Björnsdóttir var valin maður leiksins en hún átti stórleik bæði í vörn og sókn og skoraði 6 mörk.
Selfossstrákarnir unnu 33-30 sigur á FH en þeir höfðu líka unnið FH-inga í bikarúrslitaleiknum í febrúar. Enn á ný var það einn maður sem gerði útslagið í úrslitaleiknum.
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en hann skoraði 18 mörk í þessum leik. Hann skoraði 21 mark í bikarúrslitaleiknum fyrr í vetur og hefur þar með skorað 39 mörk fyrir Selfoss í úrslitaleikjum tímabilsins.
Hér fyrir neðan má sjá nýkrýnda Íslandsmeistara en Handknattleikssambandið setti myndir inn á Instagram-síðu sína sem er til mikillar fyrirmyndar.
Úrslitaleikirnir verða allir sýndir í beinni netútsendingu á Fjölnir TV en hinir úrslitaleikir dagsins eru:
Klukkan 13.00 4.flokkur karla eldri Dalhús Valur - Fjölnir
Klukkan 14.45 4.flokkur kvenna eldri Dalhús Fylkir -Valur
Klukkan 16.30 3.flokkur karla Dalhús ÍBV - FH
Klukkan 18.30 3.flokkur kvenna Dalhús Fylkir – Fram
Klukkan 20.30 2.flokkur karla Dalhús Fram - Valur