Enski boltinn

Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp gleraugnalaus eftir leik.
Klopp gleraugnalaus eftir leik. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, dró hvergi af sér í fagnaðarlátunum eftir að Adam Lallana skoraði sigurmark Rauða hersins á 5. mínútu uppbótartíma gegn Norwich á Carrow Road í dag. Lokatölur urðu 4-5 en leikurinn var taumlaus skemmtun.

Liverpool-menn fögnuðu að vonum vel og innilega og í fagnaðarlátunum týndi Klopp gleraugunum sínum.

„Ég er venjulega með önnur gleraugu með mér en ég finn þau ekki. Það er erfitt að leita að gleraugum án gleraugna,“ sagði Þjóðverjinn eftir leik.

„Þetta var spennandi allt til loka og gott betur. Við vorum komnir með sigurinn eftir 90 mínútur, það var jafnt eftir 92 mínútur og svo unnum við á endanum.

„Við spiluðum mjög vel í um 70 mínútur. Við byrjuðum vel en síðan fengum við á okkur mörk. Það er ekki gott að fá á sig fjögur mörk í einum leik,“ sagði Klopp en Liverpool komst með sigrinum upp í 7. sæti úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×