Scully boðið helmingi lægri laun en Mulder Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2016 14:31 Mulder og Scully snúa aftur í þessum mánuði. The truth is out there! Vísir/Getty Bresk-bandaríska leikkonan Gillian Anderseon segist í upphafi einungis hafa verið boðið helming af launum mótleikara síns, David Duchovny, við gerð hinna nýju X-files þátta. Ný sex þátta sería um þau Dana Scully og Fox Mulder, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Í samtali við Daily Beast segir Anderson að hið sama hafa verið uppi á teningnum þegar hún tók að sér hlutverk Scully á tíunda áratugnum. Hafi hún sótt hart að því að fá greitt sömu laun og Duchovny. „Ég er undrandi að fleiri blaðamenn hafi ekki tekið þetta upp, þar sem þetta er hið sanna í málinu. Síðustu ár hefur fólk ekki sagst skilja hvernig þetta hafi gerst og spurt hvernig mér liði með þetta og sagt þetta vera algert rugl. Ég hef alltaf sagt þetta hafi verið þá og nú væru nýir tímar. En svo gerist þetta aftur! Ég er orðlaus. Þetta er sorglegt.“ Að sögn Hollywood Reporter fengu þau Anderson og Duchovny að lokum greitt sömu upphæð fyrir nýju þættina. Þættirnir nutu gífurlega vinsælir á árum áður, en upprunalegu þættirnir voru í sýningu frá 1993 til 2002 og urðu fleiri en 200. Þar að auki hafa verið gerðar tvær kvikmyndir. The X-Files sem gefin var út 1998 og The X-Files: I Want to Believe var gefin út árið 2008. Nýju þættirnir gerast sjö til átta árum seinna en síðasta myndin og er samband þeirra Mulder og Scully orðið stirt. Fyrsti og síðasti þátturinn mun snúa að þeirri sögu sem gömlu þættirnir snerust um, en inn á milli verða þættir sem standa á eigin fótum. Fyrsti þáttur verður frumsýndur á Stöð 2 31. janúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hitað upp fyrir framhald X-Files Nýir þættir líta dagsins ljós í janúar. 29. desember 2015 14:55 Mulder og Scully hafa misst af miklu á þrettán árum David Duchovny og Gillian Anderson lærðu á nýjustu tæknina frá því að X-Files þættirnir hættu. 13. janúar 2016 14:39 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bresk-bandaríska leikkonan Gillian Anderseon segist í upphafi einungis hafa verið boðið helming af launum mótleikara síns, David Duchovny, við gerð hinna nýju X-files þátta. Ný sex þátta sería um þau Dana Scully og Fox Mulder, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Í samtali við Daily Beast segir Anderson að hið sama hafa verið uppi á teningnum þegar hún tók að sér hlutverk Scully á tíunda áratugnum. Hafi hún sótt hart að því að fá greitt sömu laun og Duchovny. „Ég er undrandi að fleiri blaðamenn hafi ekki tekið þetta upp, þar sem þetta er hið sanna í málinu. Síðustu ár hefur fólk ekki sagst skilja hvernig þetta hafi gerst og spurt hvernig mér liði með þetta og sagt þetta vera algert rugl. Ég hef alltaf sagt þetta hafi verið þá og nú væru nýir tímar. En svo gerist þetta aftur! Ég er orðlaus. Þetta er sorglegt.“ Að sögn Hollywood Reporter fengu þau Anderson og Duchovny að lokum greitt sömu upphæð fyrir nýju þættina. Þættirnir nutu gífurlega vinsælir á árum áður, en upprunalegu þættirnir voru í sýningu frá 1993 til 2002 og urðu fleiri en 200. Þar að auki hafa verið gerðar tvær kvikmyndir. The X-Files sem gefin var út 1998 og The X-Files: I Want to Believe var gefin út árið 2008. Nýju þættirnir gerast sjö til átta árum seinna en síðasta myndin og er samband þeirra Mulder og Scully orðið stirt. Fyrsti og síðasti þátturinn mun snúa að þeirri sögu sem gömlu þættirnir snerust um, en inn á milli verða þættir sem standa á eigin fótum. Fyrsti þáttur verður frumsýndur á Stöð 2 31. janúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hitað upp fyrir framhald X-Files Nýir þættir líta dagsins ljós í janúar. 29. desember 2015 14:55 Mulder og Scully hafa misst af miklu á þrettán árum David Duchovny og Gillian Anderson lærðu á nýjustu tæknina frá því að X-Files þættirnir hættu. 13. janúar 2016 14:39 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Mulder og Scully hafa misst af miklu á þrettán árum David Duchovny og Gillian Anderson lærðu á nýjustu tæknina frá því að X-Files þættirnir hættu. 13. janúar 2016 14:39