Bíó og sjónvarp

Deadpool dissar Wolverine

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Deadpool skýtur föstum skotum á Wolverine í tilefni þjóðhátíðardags Ástralíu.
Deadpool skýtur föstum skotum á Wolverine í tilefni þjóðhátíðardags Ástralíu. Skjáskot
Margir bíða með eftirvæntingu eftir að nýjusta Marvel-myndin um andhetjuna Deadpool verði frumsýnd víða um heim í næsta mánuði. Eðlilega er því kynningarstarf fyrir myndina á fullu og sem hluti af því sendi Deadpool sjálfur Áströlum sérstaka kveðju og fékk Wolverine að kenna á því.

Kveðjan er send í tilefni þjóðhátíðardags Ástralíu sem haldin er árlega 26. janúar. Deadpool segir í kveðjunni að sér líki almennt vel við Ástrali en vandamálið sé það að Wolverine sé frá Ástralíu og það sé eitthvað sem hann geti ekki fyrirgefið.

Hugh Jackman, sem er frá Ástralíu, hefur í gegnum tíðina leikið Wolverine og segir Deadpool að hann hafi í raun ekkert við Hugh sjálfan að athuga. Ryan Reynolds leikur Deadpool og hann lék einmitt í einni Wolverine-myndinni og fékk ekki góða dóma fyrir frammistöðu sína. Það er því spurning hvort að sú gagnrýni liti afstöðu Deadpool gagnvart Wolverine?


Tengdar fréttir

GameTíví spilar: Deadpool

GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir skelltu sér í leikinn um Marvel „hetjuna“ Deadpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.