„Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:35 Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“ Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“
Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08