Mozart á ólíkum æviskeiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:15 Camerarctica bregst ekki aðdáendum sínum heldur fyllir þá friði fyrir jólin með músík Mozarts í mildri birtu. „Okkar sérstaða við jólatónleikahaldið er meðal annars sú að við notum einvörðungu kertaljós til að lýsa upp kirkjurnar og stingum engum græjum í samband neins staðar,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleika kammerhópsins Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir af fjórum eru í kvöld, þeir eru í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast klukkan 21. Annað sem einkennir tónleika Cameractica er að hópurinn leikur einungis lög eftir meistara Mozart. „Við höfum flutt tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og það þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina í rökkrinu og hlýða á hana,“ segir Ármann. Í þetta sinn segir hann verkin vera frá ólíkum aldursskeiðum tónskáldsins. „Mozart var bara sextán ára þegar hann samdi Divertimento fyrir strengi sem er fyrsta verkið á dagskránni. Svo erum við með kvartett fyrir klarinettu og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. En að venju lýkur tónleikunum á því að við leikum jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni og hann samdi Mozart bara stuttu áður en hann andaðist.“ Auk Ármanns skipa kammerhópinn Cameractica að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. En hafa þau alltaf spilað jólatónleikana í fjórum kirkjum. „Nei, við byrjuðum í þremur, einhvern tíma urðu þær fimm, svo aftur þrjár, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. En nú bættist Garða- bær við, enda erum við flest þaðan.“ Tónleikarnir annað kvöld, þriðjudag, verða í Kópavogskirkju, á miðvikudagskvöldið 21. desember í Garðakirkju og á fimmtudagskvöldið 22. desember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.800 krónur og 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er inn fyrir börn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. desember 2016 Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Okkar sérstaða við jólatónleikahaldið er meðal annars sú að við notum einvörðungu kertaljós til að lýsa upp kirkjurnar og stingum engum græjum í samband neins staðar,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleika kammerhópsins Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir af fjórum eru í kvöld, þeir eru í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast klukkan 21. Annað sem einkennir tónleika Cameractica er að hópurinn leikur einungis lög eftir meistara Mozart. „Við höfum flutt tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og það þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina í rökkrinu og hlýða á hana,“ segir Ármann. Í þetta sinn segir hann verkin vera frá ólíkum aldursskeiðum tónskáldsins. „Mozart var bara sextán ára þegar hann samdi Divertimento fyrir strengi sem er fyrsta verkið á dagskránni. Svo erum við með kvartett fyrir klarinettu og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. En að venju lýkur tónleikunum á því að við leikum jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni og hann samdi Mozart bara stuttu áður en hann andaðist.“ Auk Ármanns skipa kammerhópinn Cameractica að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. En hafa þau alltaf spilað jólatónleikana í fjórum kirkjum. „Nei, við byrjuðum í þremur, einhvern tíma urðu þær fimm, svo aftur þrjár, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. En nú bættist Garða- bær við, enda erum við flest þaðan.“ Tónleikarnir annað kvöld, þriðjudag, verða í Kópavogskirkju, á miðvikudagskvöldið 21. desember í Garðakirkju og á fimmtudagskvöldið 22. desember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.800 krónur og 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er inn fyrir börn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. desember 2016
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira