Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan.
„Auðvelda svarið er að ég er fæddur of snemma. Ég er ekki að yngjast,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ nú rétt í þessu.
„Maður á ekki venjulegt félagslíf í þessu starfi. Það er mikið um ferðalög og ég vil eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum,“ sagði Lagerbäck
„Þetta var erfið ákvörðun en þegar við sömdum gerði ég tveggja ára samning og Heimir [Hallgrímsson] fjögurra ára,“ sagði Svíinn sem gerir ráð fyrir því að þjálfaraferlinum sé lokið.
„Ég vona það, ég er það skynsamur. Ég hef alltaf sagt að ég loka ekki neinum dyrum en það þyrfti að vera eitthvað sérstaklega áhugavert.“
Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



