Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: Allar svona ábendingar teknar mjög alvarlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:15 Leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. Grafík/Garðar Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“ Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“
Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35