Forsætisráðherra vill að forstjóri Haga biðji íslensku þjóðina afsökunar Ásgeir Erlendsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. september 2016 19:56 Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð. Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð.
Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18