Forsætisráðherra vill að forstjóri Haga biðji íslensku þjóðina afsökunar Ásgeir Erlendsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. september 2016 19:56 Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð. Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð.
Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18