Lífið

Hljóp inn á völlinn í miðjum Pepsi­deildar­leik

Anton Egilsson skrifar
Snapchat-keppnin So You Think You Can Snap!, þar sem framhaldsskólar landsins etja kappi, heldur nú áfram á fjórðu keppnisviku. 

Nú er komið að næstseinasta skólanum í úrslitavikunni en það var MK sem reið á vaðið í gær. Júlíus Óli Stefánsson var þar í aðalhlutverki og gerði alls kyns vitleysu.

Meðal annars  vippaði hann sér á sundskýluna og gerði tilraun til að stoppa gosbrunninn í Perlunni og fékk í kjölfarið myndarlegt glóðurauga. Þá lét hann dynja yfir sig paintball skotum á beran bossann og hljóp inn á völlinn í miðjum leik Fjölnis og Þróttar í Pepsideildinni við litla hrifningu áhorfenda.

Tuttugu framhaldsskólar skráðu sig til leiks í keppninni og nú eru aðeins fimm skóla eftir. Hver skóli teflir fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official, og fer atkvæðagreiðslan fram þar.

Nú fer að styttast í að úrslit ráðist og mun Vísir fylgjast grannt með gangi mála allt til enda. Að keppninni stendur samfélagsmiðlaþátturinn Áttan, sem þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder skipa.

Nýherji er bakhjarl keppninnar og fær sigurvegarinn nýja Lenovo tölvu í vinning. Hér að ofan má sjá hvernig Júlíus Óli stóð sig í gær.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×