Viðskipti innlent

Haraldur Örn hættir hjá Íslandssjóðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Haraldur Örn Ólafsson tók við starfi framkvæmdastjóra Íslandssjóða í júní 2012.
Haraldur Örn Ólafsson tók við starfi framkvæmdastjóra Íslandssjóða í júní 2012. Mynd/Íslandsbanki
Haraldur Örn Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu eftir fjögurra ára starf. Haraldur Örn er hæstaréttarlögmaður og hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Hann tók við starfi framkvæmdastjóra í júní 2012. Á þeim tíma hefur hann stýrt félaginu með farsælum hætti, unnið ötullega að uppbyggingu þess í kjölfar ölduróts og umbreytinga sem fjármálamarkaðurinn hefur gengið í gegnum á síðustu árum.

„Haraldur Örn tók við Íslandssjóðum í kjölfar mikilla umbrotatíma á fjármálamörkuðum og hefur leitt félagið í gegnum umfangsmikið umbreytingaferli sem hann hefur stýrt með miklum sóma. Samstarfið við Harald hefur verið bæði árangursríkt og ánægjulegt og óskar stjórn félagsins honum velfarnaðar í framtíðinni," segir Tanya Zharov, stjórnarformaður Íslandssjóða sem jafnframt þakkar Haraldi Erni fyrir vel unnin og árangursrík störf í þágu félagsins.

Haraldur Örn kemur til með að vera stjórn félagsins innan handar þar til að nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×