Viðskipti innlent

Magnús Viðar orðinn framkvæmdastjóri IMC Ísland

Atli Ísleifsson skrifar
Magnús Viðar Skúlason.
Magnús Viðar Skúlason. Mynd/IMC Ísland
Magnús Viðar Skúlason hefur formlega tekið við starfi framkvæmdastjóra fjarskiptafyrirtækisins IMC Ísland ehf.

Magnús Viðar hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2013, meðal annars við verkefnastjórnun og samningagerð við erlend símafyrirtæki.

Áður starfaði hann hjá Hátækni á árunum 2002 til 2013, meðal annars sem sérfræðingur í Nokia-lausnum og við vefstjórn.

„IMC Ísland rekur sitt eigið símkerfi og dreifikerfi fyrir landsbyggðina auk þess að vera með reikisamning við Símann og Vodafone. Að auki hefur IMC Ísland samið við yfir 420 erlend símafyrirtæki og býður upp á reikiþjónustu í 178 löndum. Meðal viðskiptavina IMC Ísland eru Alterna, Hringiðan, Símafélagið og Tismi auk erlendra fyrirtækja sem nýta sér reikisamband IMC Ísland á heimsvísu fyrir M2M og IoT-lausnir,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×