Þorsteinn Sæmundsson vill kæra Finn fyrir meiðyrði Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2016 10:21 Þeir sem styðja búvörusamninginn hafa fundið sér sameiginlegan óvin í Finni Árnasyni. Finni Árnasyni, forstjóri Haga, tókst að móðga þá sem standa vilja vörð um búvörusamninginn umdeilda svo um munar. Að honum er nú sótt úr ýmsum áttum. Hann er sakaður um ósannindi, magnaðan óhróður gegn bændum, hann er sakaður um óvild í garð bænda, hvatt er til þess að bændur sniðgangi verslanir Haga og hefur Þorsteinn Sæmundsson þingmaður hvatt til þess að Finnur verði kærður fyrir meiðyrði. Menn spara sig hvergi á internetinu vegna málsins. Búvörusamningurinn hefur sætt mikilli gagnrýni, en nú er sem menn hafi fundið sér sameiginlegan óvin í Finni Árnasyni, forstjóra Haga. Þeir sem styðja búvörusamninginn vilja hengja hatt sinn á meintar ávirðingar Finns um dýraníð bænda almennt, auk þess sem gagnrýni Finns á búvörusamninginn er lögð upp sem árás á bændur. Finnur hefur vísað þessu á bug í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir að með þessu sé verið að drepa gagnrýni á dreif: „Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslu, vinnubrögðum ráðherra og þinglegri meðferð málsins. Það var ekki ætlun mín að veitast að bændum.“ Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands til margra ára, grípur fast um penna á Facebook-síðu sinni:Óvandaður fréttaflutningur„Nú er mér nóg boðið. Enn heldur Finnur Árnason áfram að reka áróður gegn íslenskum landbúnaði og fara með hrein ósannindi. Óvandaður fréttaflutningur er síðan notaður til að dreifa þessum ósannindum. Það er síðan þessi afbakaði og óvandaði fréttaflutningur sem almenningur hefur til að mynda sér skoðun á málefninu. Almenningur getur ekki sannreynt að fréttir séu ekki ósannar, að menn sem vilja láta taka sig alvarlega fari ekki með staðlausa stafi,“ skrifar Haraldur.Formaður Bændasamtakanna hefur þegar sent frá sér harorða yfirlýsingu vegna afstöðu Finns.Orðin sem Haraldur vill leggja út af eru þau sem Vísir greindi frá í vikunni, nefnilega þessi: „Nú er rætt um að skora á Guðna Th. Jóhannesson að vísa nýjum búvörusamningum í dóm þjóðarinnar. Ég er enn á því að það sé góð hugmynd. Þegar ég skrifaði greinina datt mér hinsvegar ekki í hug að samningurinn innihéldi ríkisstyrkt dýraníð. Nóg var það samt,“ segir Finnur. Núverandi formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson, sendi í kjölfarið út harðorða yfirlýsingu þar sem hann fordæmir þessi orð Finns.Magnaður óhróður FinnsHaraldur er einn þriggja bænda sem greiddi búvörusamningnum atkvæði sitt á þing. Hinir eru Ásmundur Einar Daðason og Jóhanna María Sigmundsdóttir, bæði þingmenn Framsóknarflokksins. Haraldur segir Finn halda því fram að samningarnir staðfesti stuðning við dýraníð. Haraldur beinir spjótum sínum að RÚV:Haraldur segir Finn kynda undir óvild í garð bænda með ósannindum sínum.„Rúv flutti enn frétt um það í fréttum kl 18. Þrátt fyrir ábendingu til Rúv dettur almenningsútvarpinu ekki í hug að láta svo lítið að reyna að kynna sér málið,“ skrifar Haraldur og ljóst er að hann er reiður. Hann segir að þingheimur hafi samþykkt í góðri samstöðu breytingu á 37. grein laga um dýravelferð og vandséð hvernig ganga megi lengra í þeim efnum.Þorsteinn Sæmundsson vill kæra Finn„Ég geri ekki ráð fyrir að Finnur Árnason hafi þrek til að biðjast afsökunar á ummælum sínum og tel alveg tilgangslaust að biðja um það. En tilgangi hans er náð að afbaka sannleikan og kynda undir óvild við bændur. En þetta er alls ekki einstakur fréttaflutningur og afbökun um afgreiðslu meirihlutans. Það er því miður vonlaust að biðja um efnislega og upplýsandi umræðu um íslenskan landbúnað. Slíkur er þungi hins magnaða óhróðurs sem út er borinn.“Þorsteinn Sæmundsson telur full efni til að kæra Finn Árnason fyrir meiðyrði.Reiðilestur Haraldar fellur í kramið meðal þeirra sem vilja verja búvörusamninginn og í athugasemdakerfi leggur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem greiddi búvörusamningnum atkvæði sitt, einn 19 þingmanna sem svo gerðu, það til að Finnur verði einfaldlega kærður fyrir meiðyrði.Finni líkt við GöbbelsOg menn eru reiðir á Fb-síðu Haraldar. Viðar Guðmundsson segir: „Þessi ótrúlega hegðun mannsins hlýtur að vera farin að kalla á meiðyrðamál. Það er bara ekki hægt að sitja undir þessu lengur, oft er nú hlutunum snúið á haus í fjölmiðlum en Finnur snýr ekki einu né neinu. Hann lýgur blákallt og af ásetningi aftur og aftur og allt lepja fjölmiðlarnir upp eftir honum án þess að kanna málið. Þetta er komið út fyrir öll þolmörk hjá mér allavega.“ Og enn einn sem tjáir sig á Facebookvegg Haraldar, en reiðilestri hans hefur verið deilt 140 sinnum, sem þýðir verulega dreifingu, líkir Finni við Göbbels.Hvatt til að bændur sniðgangi HagaVíðar er sótt að Finni. Tónlistarmaðurinn og bóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, er gramur á sinni Facebooksíðu:Svavar Pétur leggur til að bændur sniðgangi verslanir Haga.„Hvernig ætli forstjóra Haga líði að drulla yfir bændur og kalla þá dýraníðinga og byggja svo afkomu sína á að selja afurðir þeirra? Er þetta kannski spurning um að bændur sniðgangi verslanir Haga með sínar vörur? Þá er ekki mikið eftir í hillunum.“ Svavar heldur áfram og spyr hvort forstjórinn telji ef til vill að dýravelferð sé meiri í Evrópu og Asíu, þaðan sem hann vill flytja inn ódýrari vörur. „En líklega er þetta örvænting. Fyrirtækið mun víst heyra sögunni til þegar Costco tekur markaðinn yfir, með minni álagningu, og vonandi meiri samvinnu og virðingu fyrir bændum. Þar með er fyrirtækið (Hagar/Baugur) gjaldþrota í annað sinn og almenningur fær reikninginn sem fyrr því ekkert fæst upp í kröfurnar. Almenningur vill kannski frekar nota þá peninga til að borga bændum mannsæmandi laun til að framleiða vandaðar afurðir?“ Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Finni Árnasyni, forstjóri Haga, tókst að móðga þá sem standa vilja vörð um búvörusamninginn umdeilda svo um munar. Að honum er nú sótt úr ýmsum áttum. Hann er sakaður um ósannindi, magnaðan óhróður gegn bændum, hann er sakaður um óvild í garð bænda, hvatt er til þess að bændur sniðgangi verslanir Haga og hefur Þorsteinn Sæmundsson þingmaður hvatt til þess að Finnur verði kærður fyrir meiðyrði. Menn spara sig hvergi á internetinu vegna málsins. Búvörusamningurinn hefur sætt mikilli gagnrýni, en nú er sem menn hafi fundið sér sameiginlegan óvin í Finni Árnasyni, forstjóra Haga. Þeir sem styðja búvörusamninginn vilja hengja hatt sinn á meintar ávirðingar Finns um dýraníð bænda almennt, auk þess sem gagnrýni Finns á búvörusamninginn er lögð upp sem árás á bændur. Finnur hefur vísað þessu á bug í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir að með þessu sé verið að drepa gagnrýni á dreif: „Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslu, vinnubrögðum ráðherra og þinglegri meðferð málsins. Það var ekki ætlun mín að veitast að bændum.“ Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands til margra ára, grípur fast um penna á Facebook-síðu sinni:Óvandaður fréttaflutningur„Nú er mér nóg boðið. Enn heldur Finnur Árnason áfram að reka áróður gegn íslenskum landbúnaði og fara með hrein ósannindi. Óvandaður fréttaflutningur er síðan notaður til að dreifa þessum ósannindum. Það er síðan þessi afbakaði og óvandaði fréttaflutningur sem almenningur hefur til að mynda sér skoðun á málefninu. Almenningur getur ekki sannreynt að fréttir séu ekki ósannar, að menn sem vilja láta taka sig alvarlega fari ekki með staðlausa stafi,“ skrifar Haraldur.Formaður Bændasamtakanna hefur þegar sent frá sér harorða yfirlýsingu vegna afstöðu Finns.Orðin sem Haraldur vill leggja út af eru þau sem Vísir greindi frá í vikunni, nefnilega þessi: „Nú er rætt um að skora á Guðna Th. Jóhannesson að vísa nýjum búvörusamningum í dóm þjóðarinnar. Ég er enn á því að það sé góð hugmynd. Þegar ég skrifaði greinina datt mér hinsvegar ekki í hug að samningurinn innihéldi ríkisstyrkt dýraníð. Nóg var það samt,“ segir Finnur. Núverandi formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson, sendi í kjölfarið út harðorða yfirlýsingu þar sem hann fordæmir þessi orð Finns.Magnaður óhróður FinnsHaraldur er einn þriggja bænda sem greiddi búvörusamningnum atkvæði sitt á þing. Hinir eru Ásmundur Einar Daðason og Jóhanna María Sigmundsdóttir, bæði þingmenn Framsóknarflokksins. Haraldur segir Finn halda því fram að samningarnir staðfesti stuðning við dýraníð. Haraldur beinir spjótum sínum að RÚV:Haraldur segir Finn kynda undir óvild í garð bænda með ósannindum sínum.„Rúv flutti enn frétt um það í fréttum kl 18. Þrátt fyrir ábendingu til Rúv dettur almenningsútvarpinu ekki í hug að láta svo lítið að reyna að kynna sér málið,“ skrifar Haraldur og ljóst er að hann er reiður. Hann segir að þingheimur hafi samþykkt í góðri samstöðu breytingu á 37. grein laga um dýravelferð og vandséð hvernig ganga megi lengra í þeim efnum.Þorsteinn Sæmundsson vill kæra Finn„Ég geri ekki ráð fyrir að Finnur Árnason hafi þrek til að biðjast afsökunar á ummælum sínum og tel alveg tilgangslaust að biðja um það. En tilgangi hans er náð að afbaka sannleikan og kynda undir óvild við bændur. En þetta er alls ekki einstakur fréttaflutningur og afbökun um afgreiðslu meirihlutans. Það er því miður vonlaust að biðja um efnislega og upplýsandi umræðu um íslenskan landbúnað. Slíkur er þungi hins magnaða óhróðurs sem út er borinn.“Þorsteinn Sæmundsson telur full efni til að kæra Finn Árnason fyrir meiðyrði.Reiðilestur Haraldar fellur í kramið meðal þeirra sem vilja verja búvörusamninginn og í athugasemdakerfi leggur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem greiddi búvörusamningnum atkvæði sitt, einn 19 þingmanna sem svo gerðu, það til að Finnur verði einfaldlega kærður fyrir meiðyrði.Finni líkt við GöbbelsOg menn eru reiðir á Fb-síðu Haraldar. Viðar Guðmundsson segir: „Þessi ótrúlega hegðun mannsins hlýtur að vera farin að kalla á meiðyrðamál. Það er bara ekki hægt að sitja undir þessu lengur, oft er nú hlutunum snúið á haus í fjölmiðlum en Finnur snýr ekki einu né neinu. Hann lýgur blákallt og af ásetningi aftur og aftur og allt lepja fjölmiðlarnir upp eftir honum án þess að kanna málið. Þetta er komið út fyrir öll þolmörk hjá mér allavega.“ Og enn einn sem tjáir sig á Facebookvegg Haraldar, en reiðilestri hans hefur verið deilt 140 sinnum, sem þýðir verulega dreifingu, líkir Finni við Göbbels.Hvatt til að bændur sniðgangi HagaVíðar er sótt að Finni. Tónlistarmaðurinn og bóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, er gramur á sinni Facebooksíðu:Svavar Pétur leggur til að bændur sniðgangi verslanir Haga.„Hvernig ætli forstjóra Haga líði að drulla yfir bændur og kalla þá dýraníðinga og byggja svo afkomu sína á að selja afurðir þeirra? Er þetta kannski spurning um að bændur sniðgangi verslanir Haga með sínar vörur? Þá er ekki mikið eftir í hillunum.“ Svavar heldur áfram og spyr hvort forstjórinn telji ef til vill að dýravelferð sé meiri í Evrópu og Asíu, þaðan sem hann vill flytja inn ódýrari vörur. „En líklega er þetta örvænting. Fyrirtækið mun víst heyra sögunni til þegar Costco tekur markaðinn yfir, með minni álagningu, og vonandi meiri samvinnu og virðingu fyrir bændum. Þar með er fyrirtækið (Hagar/Baugur) gjaldþrota í annað sinn og almenningur fær reikninginn sem fyrr því ekkert fæst upp í kröfurnar. Almenningur vill kannski frekar nota þá peninga til að borga bændum mannsæmandi laun til að framleiða vandaðar afurðir?“
Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18