Viðskipti innlent

Vinna að niðurfellingu tolla á reyktum lagarafurðum

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Jóhannsson (Opal Sjávarfang), Gústaf Daníelsson (Egils Sjávarafurðir), Kristján Rafn Sigurðsson (Eðalfiskur), Pétur Þorleifsson (Norðanfiskur) og Oddur Vilmundarson (Reykhúsið Reykhólar).
Birgir Jóhannsson (Opal Sjávarfang), Gústaf Daníelsson (Egils Sjávarafurðir), Kristján Rafn Sigurðsson (Eðalfiskur), Pétur Þorleifsson (Norðanfiskur) og Oddur Vilmundarson (Reykhúsið Reykhólar). Mynd/hagsmunasamtök reykhúsa í lagarafurðum.
Búið er að stofna sérstök hagsmunasamtök reykhúsa í lagarafurðum, en megintilgangur félagsins er að vinna að niðurfellingu tolla á reyktum lagarafurðum á erlenda markaði.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að mikill ójöfnuður í samkeppni sambærilegra framleiðenda á EES svæðinu kalli á stofnun slíkra samtaka hér á Íslandi, þar sem nú sé 13 prósent tollur á reyktan lax sem fluttur er inn til ríkja á EES-svæðinu frá Íslandi. Hins vegar sé enginn tollur frá ESB til Íslands.

„Hrópandi ósamræmi í þessum málum er ástæða að stofnun samtakanna.  Allt frá árinu 2007 hafa framleiðendur reyntað fá þessum málum hreyft en lítið sem ekkert áunnist í þessu máli við endurnýjun samninga við Evrópubandalagið,“ segir í tilkynningunni.

„Við fylkjum liði, og ætlum að fá þessu breytt“,er haft eftir Kristjáni Rafni Sigurðssyni, nýkjörnum formanni. „Mikill vöxtur á næstu árum kallar á aðgerðir í þessum málum strax. Um er að ræða háar upphæðir í virðisaukafyrir þjóðarbúið þegar hráefnið er fullunnið hér á landi við bestu skilyrði“.

Stofnfundaraðilar samtakanna eru Eðalfiskur, Egils Sjávarafurðir, Norðanfiskur,Opal Sjávarfang og Reykhúsið Reykhólar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×