Innlent

Könnun: Hvaða ríkisstjórn hugnast þér best?

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þingmennirnir 63 sem náðu kjöri í nótt.
Þingmennirnir 63 sem náðu kjöri í nótt. Grafík/Tótla
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 15 í dag og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið fær nýr flokkur stjórnarmyndunarumboðið en formenn bæði Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar hafa sóst eftir umboðinu.

Nokkrir möguleikar um nýja ríkisstjórn eru í stöðunni, en þó er víst að ekki verður mynduð tveggja flokka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæplega 30 prósent atkvæða er og því í lykilstöðu, og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri.

Lesendur Vísis eru hvattir til þess að taka þátt í könnuninni hér fyrir neðan, en þar eru nokkrir möguleikar um hver næsta ríkisstjórn verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×