Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, lætur af störfum eftir undankeppni Evrópumótsins en stelpurnar okkar eiga tvo leiki eftir sem spilaðir verða á næstu sjö dögum.
Ágúst hefur þjálfað liðið í hálft sjötta ár og komið því tvisvar sinnum á stórmót. Ágúst kom stelpunum á HM 2011 þar sem liðið hafnaði í tólfta sæti og á EM 2012 þar sem stelpurnar urðu í fimmtánda sæti.
Kvennalandsliðið er í erfiðri stöðu í undankeppni EM 2016. Liðið er með tvö stig í þriðja sæti síns riðils og á eftir leiki gegn bestu liðunum í riðlinum; Frakklandi og Þýskalandi.
Stelpurnar eru sem stendur með annan besta árangur þeirra liða sem eru í þriðja sæti en eitt þeirra fer á Evrópumótið í Svíþjóð. Ísland þarf samt að ná í einhver stig í næstu tveimur leikjum en þær mæta Frakklandi hér heima á morgun.
Ágúst sagði á blaðamannafundi landsliðsins í dag að hann vonaðist til að gefa handboltanum þá kveðjugjöf að koma stelpunum á Evrópumótið í desember.
Guðmundur Ólafsson, formaður HSÍ, sagði á sama fundi að það verði ekki langt þar til eftirmaður Ágústar verður ráðinn.
Ágúst hættir að þjálfa stelpurnar
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
