Uppbótartíminn: Björgunarhring kastað til Bjarna | Myndbönd 31. maí 2016 10:00 Bjarni Guðjónsson vann frábæran sigur á Val. vísir/anton brink Sjötta umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Breiðablik tyllti sér á toppinn í Pepsi-deildinni með flottum 3-1 sigri á Stjörnunni en þar tapaði Garðabæjarliðið sínum fyrsta leik í sumar. FH tapaði óvænt stigum gegn nýliðum Ólsara sem halda áfram að heilla fótboltaáhugamenn. Víkingar úr Reykjavík unnu annan leikinn í röð en Þróttur, ÍA og Fylkir virðast hvað líklegust til að slást um fallið á þessu stigi mótsins.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Stjarnan - Breiðablik 1-3Fylkir - Fjölnir 2-2FH - Víkingur Ó. 1-1KR - Valur 2-1Víkingur - ÍA 3-2Þróttur - ÍBV 0-1KR-ingar fagna marki Óskars Arnar Haukssonar.vísir/anton brinkGóð umferð fyrir ...... Atla Sigurjónsson Eftir þrjá byrjunarliðsleiki í röð var Atli settur á bekkinn gegn KR og var aftur á bekknum í stórleiknum gegn Stjörnunni. Síðhærði gleðigjafinn svaraði fyrir sig inn á vellinum og átti frábæra innkomu fyrir Oliver Sigurjónsson í byrjun seinni hálfleiks. Atli klikkaði ekki á sendingu, lagði upp dauðafæri og skoraði fallegt mark í flottum sigri. Arnar Grétarsson hefur nú um eitthvað að hugsa fyrir næsta leik gegn FH.... Bjarna Guðjónsson Sama hversu mikið KR-ingar reyna að berja það frá sér var auðvitað komin krísa í Frostaskjóli eftir arfadapra byrjun á sumrinu bæði í deild og bikar. En KR gerði vel gegn Val og Bjarni átti stóran þátt í því. Þjálfarinn gerði réttu breytingar, stillti liðinu rétt upp og spilaði rétta taktík. Í fyrra var hann skólaður til af Óla Jóh í þrígang en núna skilaði Bjarni mikilvægum sigri í hús og hellti vatni á heita sætið sitt til að kæla það aðeins.... Ívar Örn Jónsson Bakvörðurinn skoraði hálfgert flautumark gegn Skagamönnum og tryggði Víkingum mikilvægan sigur með fallegu skoti í uppbótartíma. Það sást á fagninu hvað þetta skipti Ívar og Víkingana miklu máli en þeir voru ekki búnir að tengja saman tvo sigra í deildinni síðan Milos Milojevic tók einn við liðinu í fyrra. Ívar átti góðan seinni hálfleik og kórónaði fína byrjun sína á sumrinu með þessu glæsilega marki.Þróttarar töpuðu í Dalnum og misstu mann af velli.vísir/anton brinkErfið umferð fyrir ...... Fylkismenn Allar umferðir eru reyndar búnar að vera erfiðar fyrir Fylkismenn sem eru eina liðið sem á eftir að vinna leik í Pepsi-deildinni. Árbæingar komast ekki nær því en gegn Fjölni þar sem þeir fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Fylkismenn geta huggað sig við það að þeir eru að spila betur í síðustu tveimur leikjum en í byrjun móts en sú hugsun telur svo lítið þegar menn eru að svekkja sig á svona hlutum.... Hall Hallsson Enginn elskar Þrótt meira en Hallur Hallsson og því var leiðinlegt fyrir hann að vera rekinn af velli í þessari vitleysu sem kom upp gegn ÍBV. Hvort hann slái Maigaard í magann eða punginn skiptir engu máli. Menn eiga ekki að bjóða dómurunum upp á að geta rekið sig út af fyrir svona vitleysisgang.... Anton Ara Einarsson Markvörðurinn ungi hefur staðið sig vel frá því hann kom í Valsmarkið vegna meiðsla Ingvars Þórs Kale. Alvogen-völlurinn virtist þó vera aðeins of stórt svið fyrir hann að þessu sinni. Anton Ari átti að sjálfsögðu að verja aukaspyrnuna frá Óskari Erni og svo var hann í heildina óöruggur í leiknum. Hann lærir þó af þessu drengurinn.Víkingar unnu dramatískan sigur á ÍA.vísir/anton brinkTölfræðin og sagan: *Derby Carrillo, markvörður ÍBV, varð fyrsti markvörðurinn sem nær að halda þrisvar sinnum hreinu í Pepsi-deildinni í sumar. *Eyjamenn eru búnir að halda marki sínu oftar hreinu í síðustu tveimur útileikjum sínum í Pepsi-deildinni (2) en í öllum ellefu útileikjum sínum í fyrra (1). *Þróttarar léku næstum því jafnlengi manni færi eftir þetta rauða spjald Halls Hallssonar (52 mínútur) og samanlagt eftir hin fjögur rauðu spjöld Halls frá 2012-2015 (56 mínútur). *Skagamenn hafa enn ekki náð í stig á útivelli þrátt fyrir að hafa spilað fjóra af fyrstu sex leikjum sínum utan Akranes. *Víkingurinn Óttar Magnús Karlsson hefur skorað 4 mörk á síðustu 203 mínútum sínum í deild og bikar eða mark á 50,8 mínútna fresti. *Fyrsti heimasigur Víkinga á ÍA í efstu deild í tæp 36 ár eða síðan að Víkingur vann ÍA 3-0 á Valbjarnarvellinum 28. júlí 1980. *KR hefur aldrei tapað tveimur deildarleikjum í röð undir stjórn Bjarna Guðjónssonar. *KR vann í fyrsta sinn lið undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í tæp þrettán ár eða frá því 8. júlí 2003. *Haukur Páll Sigurðsson hefur skorað fleiri mörk í Pepsi-deildinni í fyrstu sex umferðunum í sumar (3) en samanlagt á tveimur tímabilum þar á undan (2). *FH-ingar hafa fengið á sig jöfnunarmark á síðustu fjórum mínútunum í tveimur leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Fyrsta sinn í fimm ár (maí 2011) sem FH-ingar gera jafntefli í tveimur leikjum í röð. *Hrvoje Tokic hefur skorað í fimm leikjum í röð í Pepsi-deildinni í sumar eða í fleiri leikjum í röð en öll lið deildarinnar nema Valur og Stjarnan. *Breiðablik í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í fyrsta sinn síðan eftir fyrstu umferðina sumarið 2013. *Stjarnan fékk á sig þrisvar sinnum fleiri mörk í seinni hálfleik á móti Blikum (3) en liðið var búið að fá á sig í fyrstu fimm leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar (1). *Blikar skoruðu fleiri mörk í seinni hálfleiknum á móti Stjörnunni (3) en samanlagt í seinni hálfleik í fyrstu fimm leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar (2).Finnur Orri Margeirsson með boltann í leik KR og Vals.vísir/anton brinkSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Samsung-vellinum: „Það er ekki mikil ást á milli þessara liða en þau hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár. Silfurskeiðin sat út á torgi fyrir leik og gerði sér glaðan dag og söng svo hressandi söngva um Blikana þegar þeir mættu til leiks. "Ellert, ekki skalla mig," og "Gulli er ekki í landsliðinu" mátti heyra Skeiðina syngja. Alvöru banter.“Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: „Fyrir þá sem vilja stemmarann beint í æð hér úr Víkinni er 3 Doors Down að skemmta lýðnum með laginu Kryptonite.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki - 8 Atli Sigurjónsson, Breiðabliki - 8 Garðar Jóhannsson, Fylki - 8 Indriði Sigurðsson, KR - 8 Finnur Orri Margeirsson, KR - 8 Nikolaj Hansen, Val - 2 Guðjón Pétur Lýðsson, Val - 3 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni - 3 Mario Tadejevic, Fjölnir - 3Umræðan á #pepsi365Gekk ekki Ólafur Karl of langt með Breiðabliks treyjuna? Ég yrði brjálaður sem þjálfari/stjórnarmaður. Vanvirðing við félagið sitt #pepsi365 — Davíð Már (@DavidMarKrist) May 31, 2016Blikar eiga alla senterana inni í markaskorun. #TopOfTheLeauge#pepsi365 — Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) May 30, 2016Þóroddur hjaltalín er án efa versti dómari sem eg hef séð #pepsi365#fotboltinet — Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 30, 2016Þróttarar ekkert lítið vandræðalegir. Hallaði nákvæmlega ekkert á þá og fyrirliðinn slær mann í punginn. Alltaf rautt spjald. #Pepsi365 — Óttar K. Bjarnason (@ottar09) May 30, 201660 útlendingar í efstu deild. Enginn erlendur dómari. Þarf KSÍ að kaupa erlenda dómara fyrir sumarið ? #pepsi365 — Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) May 30, 2016Ekki sammála Ejup með eitthvað kraftaverk! Eru bara hrikalega vel undirbúnir og tilbúnir í slaginn! #pepsi365 — Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 30, 2016Erum við að fara að sjá hrikalega jafnt mót þar sem 5-7 lið geta unnið titilinn? Eru gæðin í Pepsi meiri en áður? #pepsi365 — Gísli Gunnar Odd. (@Giljardo) May 30, 2016Meiriháttar sigur á teppinu á Garðabæ. #blix#pepsi365 — G Gunnleifsson (@GulliGull1) May 30, 2016Liðið sem á leikmann umferðarinnar hefur ekki unnið deildarleik í kjōlfarið #pepsi365#fact? #pepsimarkabōlvunin — Ásgeir A. Ásgeirsson (@AsgeirAron) May 30, 2016Er ekki verið að lesa aðeins of mikið útúr þessum "rándýru" ummælum? Allavega tók ég þessu ekki sem budgetinu hjá Val #fotboltinet#pepsi365 — Helga (@helga_thorey) May 30, 2016Mark 6. umferðar - Ívar Örn Jónsson, Víkingi Leikmaður 6. umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki Atvik 6. umferðar - Rautt á Hall Hallsson Markasyrpa 6. umferðar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Sigurjóns: Top of the league and having a laugh Atli Sigurjónsson spilaði stórvel fyrir Breiðablik í kvöld og skoraði í 3-1 sigurleik í Garðabænum. 30. maí 2016 22:29 Óli Kalli fór í Blikatreyjuna | Myndband Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen gantaðist með stuðningsmönnum Blika í kvöld. 30. maí 2016 22:47 Hermann nánast orðlaus: Þetta var miklu verra en blaut tuska Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla. 30. maí 2016 21:46 Ejub: Meira en kraftaverk ef við höldum Víkingi í efstu deild Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum hæstánægður með stigið sem hans menn náðu í gegn FH í kvöld. 30. maí 2016 21:59 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Sjötta umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Breiðablik tyllti sér á toppinn í Pepsi-deildinni með flottum 3-1 sigri á Stjörnunni en þar tapaði Garðabæjarliðið sínum fyrsta leik í sumar. FH tapaði óvænt stigum gegn nýliðum Ólsara sem halda áfram að heilla fótboltaáhugamenn. Víkingar úr Reykjavík unnu annan leikinn í röð en Þróttur, ÍA og Fylkir virðast hvað líklegust til að slást um fallið á þessu stigi mótsins.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Stjarnan - Breiðablik 1-3Fylkir - Fjölnir 2-2FH - Víkingur Ó. 1-1KR - Valur 2-1Víkingur - ÍA 3-2Þróttur - ÍBV 0-1KR-ingar fagna marki Óskars Arnar Haukssonar.vísir/anton brinkGóð umferð fyrir ...... Atla Sigurjónsson Eftir þrjá byrjunarliðsleiki í röð var Atli settur á bekkinn gegn KR og var aftur á bekknum í stórleiknum gegn Stjörnunni. Síðhærði gleðigjafinn svaraði fyrir sig inn á vellinum og átti frábæra innkomu fyrir Oliver Sigurjónsson í byrjun seinni hálfleiks. Atli klikkaði ekki á sendingu, lagði upp dauðafæri og skoraði fallegt mark í flottum sigri. Arnar Grétarsson hefur nú um eitthvað að hugsa fyrir næsta leik gegn FH.... Bjarna Guðjónsson Sama hversu mikið KR-ingar reyna að berja það frá sér var auðvitað komin krísa í Frostaskjóli eftir arfadapra byrjun á sumrinu bæði í deild og bikar. En KR gerði vel gegn Val og Bjarni átti stóran þátt í því. Þjálfarinn gerði réttu breytingar, stillti liðinu rétt upp og spilaði rétta taktík. Í fyrra var hann skólaður til af Óla Jóh í þrígang en núna skilaði Bjarni mikilvægum sigri í hús og hellti vatni á heita sætið sitt til að kæla það aðeins.... Ívar Örn Jónsson Bakvörðurinn skoraði hálfgert flautumark gegn Skagamönnum og tryggði Víkingum mikilvægan sigur með fallegu skoti í uppbótartíma. Það sást á fagninu hvað þetta skipti Ívar og Víkingana miklu máli en þeir voru ekki búnir að tengja saman tvo sigra í deildinni síðan Milos Milojevic tók einn við liðinu í fyrra. Ívar átti góðan seinni hálfleik og kórónaði fína byrjun sína á sumrinu með þessu glæsilega marki.Þróttarar töpuðu í Dalnum og misstu mann af velli.vísir/anton brinkErfið umferð fyrir ...... Fylkismenn Allar umferðir eru reyndar búnar að vera erfiðar fyrir Fylkismenn sem eru eina liðið sem á eftir að vinna leik í Pepsi-deildinni. Árbæingar komast ekki nær því en gegn Fjölni þar sem þeir fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Fylkismenn geta huggað sig við það að þeir eru að spila betur í síðustu tveimur leikjum en í byrjun móts en sú hugsun telur svo lítið þegar menn eru að svekkja sig á svona hlutum.... Hall Hallsson Enginn elskar Þrótt meira en Hallur Hallsson og því var leiðinlegt fyrir hann að vera rekinn af velli í þessari vitleysu sem kom upp gegn ÍBV. Hvort hann slái Maigaard í magann eða punginn skiptir engu máli. Menn eiga ekki að bjóða dómurunum upp á að geta rekið sig út af fyrir svona vitleysisgang.... Anton Ara Einarsson Markvörðurinn ungi hefur staðið sig vel frá því hann kom í Valsmarkið vegna meiðsla Ingvars Þórs Kale. Alvogen-völlurinn virtist þó vera aðeins of stórt svið fyrir hann að þessu sinni. Anton Ari átti að sjálfsögðu að verja aukaspyrnuna frá Óskari Erni og svo var hann í heildina óöruggur í leiknum. Hann lærir þó af þessu drengurinn.Víkingar unnu dramatískan sigur á ÍA.vísir/anton brinkTölfræðin og sagan: *Derby Carrillo, markvörður ÍBV, varð fyrsti markvörðurinn sem nær að halda þrisvar sinnum hreinu í Pepsi-deildinni í sumar. *Eyjamenn eru búnir að halda marki sínu oftar hreinu í síðustu tveimur útileikjum sínum í Pepsi-deildinni (2) en í öllum ellefu útileikjum sínum í fyrra (1). *Þróttarar léku næstum því jafnlengi manni færi eftir þetta rauða spjald Halls Hallssonar (52 mínútur) og samanlagt eftir hin fjögur rauðu spjöld Halls frá 2012-2015 (56 mínútur). *Skagamenn hafa enn ekki náð í stig á útivelli þrátt fyrir að hafa spilað fjóra af fyrstu sex leikjum sínum utan Akranes. *Víkingurinn Óttar Magnús Karlsson hefur skorað 4 mörk á síðustu 203 mínútum sínum í deild og bikar eða mark á 50,8 mínútna fresti. *Fyrsti heimasigur Víkinga á ÍA í efstu deild í tæp 36 ár eða síðan að Víkingur vann ÍA 3-0 á Valbjarnarvellinum 28. júlí 1980. *KR hefur aldrei tapað tveimur deildarleikjum í röð undir stjórn Bjarna Guðjónssonar. *KR vann í fyrsta sinn lið undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í tæp þrettán ár eða frá því 8. júlí 2003. *Haukur Páll Sigurðsson hefur skorað fleiri mörk í Pepsi-deildinni í fyrstu sex umferðunum í sumar (3) en samanlagt á tveimur tímabilum þar á undan (2). *FH-ingar hafa fengið á sig jöfnunarmark á síðustu fjórum mínútunum í tveimur leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Fyrsta sinn í fimm ár (maí 2011) sem FH-ingar gera jafntefli í tveimur leikjum í röð. *Hrvoje Tokic hefur skorað í fimm leikjum í röð í Pepsi-deildinni í sumar eða í fleiri leikjum í röð en öll lið deildarinnar nema Valur og Stjarnan. *Breiðablik í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í fyrsta sinn síðan eftir fyrstu umferðina sumarið 2013. *Stjarnan fékk á sig þrisvar sinnum fleiri mörk í seinni hálfleik á móti Blikum (3) en liðið var búið að fá á sig í fyrstu fimm leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar (1). *Blikar skoruðu fleiri mörk í seinni hálfleiknum á móti Stjörnunni (3) en samanlagt í seinni hálfleik í fyrstu fimm leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar (2).Finnur Orri Margeirsson með boltann í leik KR og Vals.vísir/anton brinkSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Samsung-vellinum: „Það er ekki mikil ást á milli þessara liða en þau hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár. Silfurskeiðin sat út á torgi fyrir leik og gerði sér glaðan dag og söng svo hressandi söngva um Blikana þegar þeir mættu til leiks. "Ellert, ekki skalla mig," og "Gulli er ekki í landsliðinu" mátti heyra Skeiðina syngja. Alvöru banter.“Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: „Fyrir þá sem vilja stemmarann beint í æð hér úr Víkinni er 3 Doors Down að skemmta lýðnum með laginu Kryptonite.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki - 8 Atli Sigurjónsson, Breiðabliki - 8 Garðar Jóhannsson, Fylki - 8 Indriði Sigurðsson, KR - 8 Finnur Orri Margeirsson, KR - 8 Nikolaj Hansen, Val - 2 Guðjón Pétur Lýðsson, Val - 3 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni - 3 Mario Tadejevic, Fjölnir - 3Umræðan á #pepsi365Gekk ekki Ólafur Karl of langt með Breiðabliks treyjuna? Ég yrði brjálaður sem þjálfari/stjórnarmaður. Vanvirðing við félagið sitt #pepsi365 — Davíð Már (@DavidMarKrist) May 31, 2016Blikar eiga alla senterana inni í markaskorun. #TopOfTheLeauge#pepsi365 — Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) May 30, 2016Þóroddur hjaltalín er án efa versti dómari sem eg hef séð #pepsi365#fotboltinet — Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 30, 2016Þróttarar ekkert lítið vandræðalegir. Hallaði nákvæmlega ekkert á þá og fyrirliðinn slær mann í punginn. Alltaf rautt spjald. #Pepsi365 — Óttar K. Bjarnason (@ottar09) May 30, 201660 útlendingar í efstu deild. Enginn erlendur dómari. Þarf KSÍ að kaupa erlenda dómara fyrir sumarið ? #pepsi365 — Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) May 30, 2016Ekki sammála Ejup með eitthvað kraftaverk! Eru bara hrikalega vel undirbúnir og tilbúnir í slaginn! #pepsi365 — Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 30, 2016Erum við að fara að sjá hrikalega jafnt mót þar sem 5-7 lið geta unnið titilinn? Eru gæðin í Pepsi meiri en áður? #pepsi365 — Gísli Gunnar Odd. (@Giljardo) May 30, 2016Meiriháttar sigur á teppinu á Garðabæ. #blix#pepsi365 — G Gunnleifsson (@GulliGull1) May 30, 2016Liðið sem á leikmann umferðarinnar hefur ekki unnið deildarleik í kjōlfarið #pepsi365#fact? #pepsimarkabōlvunin — Ásgeir A. Ásgeirsson (@AsgeirAron) May 30, 2016Er ekki verið að lesa aðeins of mikið útúr þessum "rándýru" ummælum? Allavega tók ég þessu ekki sem budgetinu hjá Val #fotboltinet#pepsi365 — Helga (@helga_thorey) May 30, 2016Mark 6. umferðar - Ívar Örn Jónsson, Víkingi Leikmaður 6. umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki Atvik 6. umferðar - Rautt á Hall Hallsson Markasyrpa 6. umferðar
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Sigurjóns: Top of the league and having a laugh Atli Sigurjónsson spilaði stórvel fyrir Breiðablik í kvöld og skoraði í 3-1 sigurleik í Garðabænum. 30. maí 2016 22:29 Óli Kalli fór í Blikatreyjuna | Myndband Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen gantaðist með stuðningsmönnum Blika í kvöld. 30. maí 2016 22:47 Hermann nánast orðlaus: Þetta var miklu verra en blaut tuska Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla. 30. maí 2016 21:46 Ejub: Meira en kraftaverk ef við höldum Víkingi í efstu deild Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum hæstánægður með stigið sem hans menn náðu í gegn FH í kvöld. 30. maí 2016 21:59 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Atli Sigurjóns: Top of the league and having a laugh Atli Sigurjónsson spilaði stórvel fyrir Breiðablik í kvöld og skoraði í 3-1 sigurleik í Garðabænum. 30. maí 2016 22:29
Óli Kalli fór í Blikatreyjuna | Myndband Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen gantaðist með stuðningsmönnum Blika í kvöld. 30. maí 2016 22:47
Hermann nánast orðlaus: Þetta var miklu verra en blaut tuska Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla. 30. maí 2016 21:46
Ejub: Meira en kraftaverk ef við höldum Víkingi í efstu deild Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum hæstánægður með stigið sem hans menn náðu í gegn FH í kvöld. 30. maí 2016 21:59