Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. maí 2016 07:00 Íraskir hermenn búa sig undir áhlaup á Fallúdsja, höfuðstað Anbar-héraðs í Írak. vísir/epa Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira