Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. maí 2016 07:00 Íraskir hermenn búa sig undir áhlaup á Fallúdsja, höfuðstað Anbar-héraðs í Írak. vísir/epa Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira