Fögur er hlíðin Sara McMahon skrifar 9. október 2016 10:00 Kristín Björk Viggósdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í Singapúr. Kristín Björg Viggósdóttir er búsett í borgríkinu Singapúr í Suðaustur-Asíu þar sem hún starfar sem dance movement þerapisti í forskóla fyrir yngri börn. Kristín og fjölskylda hennar fluttu til borgarinnar fyrir rúmum fjórum árum vegna vinnu eiginmanns hennar. Geturðu líst hefðbundnum degi? „Flesta virka daga vakna ég klukkan sex og fer með eldri dóttur mína í strætó í skólann um sjöleytið. Ég vinn 2 og hálfan dag í viku svo ég fer beint í vinnuna með lest ef ég er að fara í vinnuna. Þar er ég mjög upptekin allan daginn og sé um hópastarf fyrir börn þar sem ég nota tónlist, dans og leik til að efla þroska þeirra og styðja þau á svo margan hátt. Í hverfinu sem ég vinn í búa fáir af vestrænum uppruna og því finnst mér ég fá góða innsýn inn í menningu heimamanna. Það sem mér þykir oft merkilegt að sjá er til dæmis líkkistu úti á torgi þegar einhver buddatrúar hefur látist eða að sjá sjá fólk færa liðnum fjölskyldumeðlimum gjafir eins og hrísgrjón og gervipeninga. Það kemur fyrir að fjölskyldur barnanna í skólanum mínum segi okkur frá því að það sé draugur í skólastofunni eða að barnið þeirra hafi verið andsetið. Þetta er oftast nær fólk af mismunandi trúarbrögðum og það er borin fullkomin virðing fyrir hjátrú sem þessari. Ég kem svo heim milli sex og sjö á kvöldin, borða og eyði tíma með fjölskyldunni. Á frídögum nýt ég þess að vera með stelpunum mínum og sækja þá eldri í skólann. Við förum oft á kaffihús og borðum hádegismat í verslunarmiðstöð í nágrenninu en yfir daginn er oft óbærilega heitt og rakt og ekki hægt að vera úti lengi í senn. Seinni partinn förum við oft í sund sem er í blokkinni okkar en flestar blokkir eru með sundlaugar sem kemur sér vel í hitanum. Einn morgun í viku kenni ég jóga niður á strönd sem er 5 mínútur í burtu frá okkur.“Tók tíma að aðlagast nýju landi og menningu? „Ég hef ekki búið á Íslandi síðan 2005; bjó rúm 3 ár í Bretlandi, 4 ár í Hollandi og nú 4 ár í Singapúr. Þannig að ég er orðin svolítið reynd á þessu sviði en hins vegar tekur mig alltaf að minnsta kosti ár að aðlagast og sérstaklega þegar staðurinn er ólíkur frá því sem maður á að venjast. Það sem mér þótti og þykir enn erfiðast er veðurfarið. Singapúr er við miðbaug sem þýðir að það eru um 30 stiga hiti og 70% raki alla daga ársins. Þetta gerir það að verkum að ég er minna úti en ef ég byggi í aðeins kaldara loftslagi. Í fyrstu fannst mér spennandi að prófa matinn hér en svo varð ég líka svolítið þreytt á honum en nú hef ég fundið ákveðið jafnvægi milli vestræns og asísks matar.“Hverjir eru helstu kostir landsins? „Hér er býr fólk af mismunandi uppruna og trúarbrögðum í fullkominni sátt og samlyndi - nokkuð sem er fáheyrt í öðrum löndum. Hér ríkir fullkomið trúfrelsi. 33% eru Buddatrúar, 11% Taoismar, 14% múslimar, 5% Hindutrúar, 19% Kristinir og 19-20% eru trúlausir eða af öðrum trúarbrögðum. Singapúr á mjög áhugaverða sögu sem svo margt er hægt að læra af. Þetta er smá eyja með rúma 5 milljónir íbúa og hefur farið í gegnum stórkostlegar breytingar síðan þeir hlutu sjálfstæði fyrir 51 ári síðan. Íbúar landsins eru flestir af Malasískum, kínverskum og indverskum uppruna og það eru fjögur opinber tungumál; malasíska, mandarin, tamil og enska.“Hvernig hefur landið mótað þig? „Ég er miklu víðsýnni og sannfærð um að fólk frá ólíkum uppruna getur búið saman ef vel er stjórnað. Matarmenning hér er skemmtileg og fjölbreytt og fólk borðar mikið á matartorgum og veitingstöðum, eitthvað sem ég hef tileinkað mér.“Hvernig er viðmót heimamanna til útlendinga? „Alla jafna er það gott og mér finnast flestir mjög vinalegir og áhugasamir um hvað ég sé að gera í Singapúr og spyrja mikið um Ísland. Hins vegar hefur verið vaxandi óánægja með þá aukningu í innflytjendum sem hefur átt sér stað á síðust 10 árum eða svo. Þess vegna hafa verið setnar ákveðnar skorður á innflytjendur og ekki er eins auðvelt að fá landvistarleyfi eða atvinnuleyfi eins var fyrir 5 árum síðan. Innflytjendaleyfi er aðeins gefið til þeirra sem hafa vinnu og fjölskyldna þeirra (maka og barna). Það er ekki hægt að flytja hingað fyrst og leyta sér að vinnu og missi maður skyndilega vinnu hefur maður bara 30 daga til að finna sér aðra vinnu annars verður maður að koma sér út úr landinu.“Hvers saknarðu mest frá Íslandi? „Útiveru, villtrar náttúru, fersks lofts og árstíða. Svo sakna ég auðvitað fjölskyldunnar en það er snúið að hringja til Íslands á réttum tíma vegna tímamismunar.“Hefurðu hug á flytja til Íslands? „Já það er alltaf stefnan að flytja aftur heim. Það er ómetanleg reynsla fyrir okkur og börnin okkar að búa í útlöndum og við erum aldeilis reynslunni ríkari og víðsýnni. Hins vegar sé ég skýrar kosti og galla míns eigins lands þegar ég bý í öðru landi. Það sem fólk kvartar oft um á Íslandi; heilbrigðiskerfið, spilling, veðrátta osfrv. er ekki fullkomið í öðrum löndum heldur. Vandamálin eru kannski bara aðeins öðru vísi.“Mynd/UnicefLærist að vera óstundvís Héðinn Halldórsson er sérfræðingur í upplýsingamálum hjá UNICEF í Beirút, höfuðborg Líbanon. Þar hefur hann verið búsettur í um átta mánuði en áður bjó hann í Jemen og Jórdaníu og í raun verið fjarri Íslandi meira og minna í 13 ár.Gætirðu lýst hefðbundnum degi hjá þér? „Ég vakna yfirleitt klukkan 6 og fer í rækt áður en ég fer í vinnu. Landsskrifstofa UNICEF í Líbanon er sú stærsta í heimi, með 180 manna starfslið. Yfirleitt er ég tvo daga vikunnar í flóttamannabúðum Sýrlendinga að taka á móti fréttateymum, ljósmyndurum og landsnefndum UNICEF og þrjá daga vikunnar er ég á kontórnum að svara fyrirspurnum blaðamanna, klippa efni, skrifa ræður, og vinna kynningarefni. Vinnudögunum lýkur yfirleitt klukkan 7 að kvöldi, og þá fer ég oft út að borða með kollegum eða elda heima með vinum. Helgarnar eru oftast notaðar í afslöppun eða ferðalög, en stundum teygir vinnan sig líka inn í helgarnar þar sem við þurfum að vera til taks hvenær sem er.“Tók tíma að aðlagast nýju landi og menningu? „Það tók alls engan tíma að aðlagast, ég þekkti landið og héraðið vel þegar ég flutti, og lífið í Beirút er mjög svipað því sem gengur og gerist í evrópskri borg, hér gerirðu nákvæmlega sömu hluti og þú mundir gera í Reykjavík eða London.“ Hverjir eru helstu kostir staðarins? „Veðrið, maturinn sem breytist eftir árstíðum og hugarfar Líbananna, þeir eru góðir í að taka einn dag í einu.“Eru einhver menningareinkenni frá landinu sem heillaði þig það mikið að þú hefur gert að þínu eigin? „Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því enn sem komið er, en matarmenningin og kaffimenningin hefur áhrif á mann, auk þess sem manni hefur lærst að vera ekki stundvís, það virkar ekkert ógurlega vel hér.“Hefur dvölin mótað þig á einhvern hátt? „Að hlusta á sögur fólk á flótta, sem er jú bara fólk eins og ég og þú, hefur alltaf sterk áhrif á mann. Það ættu allir að gera bara til að komast upp úr eigin nafla stundarkorn, en þar fyrir utan vinn ég líka með hæfum hópi fólks frá öllum heiminum, og af því lærir maður alltaf mikið.“Hvernig er viðmót heimamanna gagnvart útlendingum? „Afskaplega jákvætt, Líbanir eru virkilega gestrisið og gott fólk.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? „Ég sakna heita vatnsins, fjölskyldu og vina, og í rakanum og hitanum í júlí og ágúst saknaði ég kuldans. Og skyrs!“Hefurðu hug á að flytja aftur til Íslands? „Nei, ekki í bráð. Sérhæfingin í minni vinnu er töluverð, auk þess sem mér finnst gott að vinna í alþjóðlegu umhverfi og fyrir SÞ, þannig að Ísland býður upp á fáa atvinnumöguleika.“Ennþá meinilla við kakkalakkana Helga Friðriksdóttir býr í Perth í Vestur Ástralíu. Þar er hún heimavinnandi húsmóðir sem býr til og selur skartgripi á mörkuðum og á vefsíðunni Etsy.com. Hún flutti til Ástralíu árið 2005 til að fara í mastersnám í alþjóðasamskiptum. „Ætlunin var að fara aftur heim að námi loknu en eftir aðeins þriggja vikna dvöl hitti ég einn ástralskan, varð ástfangin og upprunalega planið breyttist í kjölfarið. Við fluttum saman til Íslands árið 2007 og bjuggum þar í tvö og hálft ár ásamt elsta syni okkar. Í febrúar 2010 fluttum við svo aftur til Ástralíu og höfum verið hér síðan.“Gætiru lýst hefðbundnum degi hjá þér? „Maðurinn minn, sem er verkfræðingur, vinnur í raforkuveri í tæplega 1200 kílómetra fjarlægð frá Perth. Hann fer til vinnu eldsnemma á mánudagsmorgni og kemur aftur heim á fimmtudagskvöldi. Þetta vinnufyrirkomulag kallast FIFO (fly in fly out) og hefur verið nokkuð algengt hérna í Vestur-Ástralíu síðastliðin tuttugu ár. Ég er því nokkurs konar sjómannskona í miðri viku. Hefðbundinn dagur hjá mér felst í því að fylgja tveimur eldri synum mínum, 5 og 10 ára, til og frá skóla, sjá um litla 6 mánaða strákinn minn og búa til hálsmen þegar tími gefst. Um helgar förum við fjölskyldan venjulega á einhvern af fjölmörgu flottu leikvöllunum hérna í Perth og á sumrin förum við að minnsta kosti einu sinni í viku á ströndina.“Tók tíma að aðlagast nýju landi og menningu? „Fyrst þegar ég kom hingað var ég mjög hrædd við skordýr. Ég þurfti undantekningarlaust að fá hjálp við að fjarlægja könglulær og önnur skordýr úr húsinu. Nú er ég orðin mun vanari öllu þessu smáa lífi í kringum mig og ég ræðst í verkið sjálf eða ég leyfi einfaldlega skordýrunum að vera í friði. Hins vegar er mér ennþá meinilla við kakkalakkana og mér finnst afar ólíklegt að ég muni einhvern tímann öðlast þann kjark að geta náð þeim sjálf með klósettpappír og sturtað ofaní klósett. Þeir eru svo örir í hreyfingum og það vekur óhug hjá mér. Það tók mig líka svolítinn tíma að aðlagast húskuldanum hérna á veturna. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því áður en ég flutti hingað hversu kalt verður í Ástralíu á veturna og þá sérstaklega inni í húsunum sem eru oftar en ekki illa hituð upp. Menningin hér er frekar svipuð íslenskri menningu og það tók mig því ekki langan tíma að aðlagast henni. Það er þó eitt og annað sem er aðeins frábrugðið og má þá kannski nefna ólíka drykkjarhætti Ástralanna. Hér er fólk oft að drekka áfengi alla daga en er þá kannski aðeins að fá sér einn eða tvo bjóra á kvöldin eða eitt vínglas.“Hvað þótti þér mest framandi? „Mér fannst strax mjög framandi að sjá áströlsku frumbyggjana, og þá sérstaklega þá sem spila á didgeridoo (blásturshljóðfæri frumbyggjanna) niðrí miðborginni fyrir pening. Einnig fannst mér matarmenningin framandi hérna og það var ekki fyrr en ég flutti hingað að ég komst í snertingu við hina ýmsu alþjóðlegu matargerð.“Hverjir eru helstu kostir staðarins? „Það er fyrst og fremst góða veðrið og strandirnar sem heilla mig við Perth. Fyrir fjölskyldufólk er það kostur að það er ógrynni stórkostlegra leikvalla hérna í kring og lækna-og tannlæknaþjónusta fyrir börn er ókeypis. Þrátt fyrir að Perth sé einangraðasta höfuðborg (höfuðborg Vestur-Ástralíufylkis) í heimi þá skapar nálgægðin við Asíu ýmis spennandi ferðatækifæri. Það tekur til dæmis aðeins rúma 3 klukkutíma og 40 mínútur að fljúga til Balí frá Perth.“Eru einhver menningareinkenni frá landinu sem heilluðu þig það mikið að þú hefur gert að þínu eigin? „Mér finnast menningareinkennin hérna yfirleitt ekki mjög sterk. Ég hugsa að það sé vegna þess að ástralska þjóðin er frekar ung á alþjóðlegan mælikvarða. Mér dettur helst í hug að nefna hið afslappaða hugarfar Ástrala. Sjálfir kalla heimamenn þetta viðhorf ,easy going? eða ,laid back?. Í þeirra hugum á ekkert að vera að stressa sig of mikið á hlutunum og ekki taka neinu of alvarlega. Ég tók sérstaklega eftir þessu þegar ég var að halda mitt fyrsta barnaafmæli. Í sjálfu afmælinu stóð ég föst inni í eldhúsi að rembast við að hafa allar kökurnar og íslensku brauðterturnar tilbúnar á sama tíma til að geta sagt á íslenskan máta:,be my guest? (gjörið svo vel). Ég fékk síðan algjört sjokk þegar ég uppgötvaði að tengdamamma mín var búin að vera að labba um með allar kræsingarnar á milli gesta frá upphafi afmælisins og allt var að klárast. Ég hafði verið of önnum kafin til að taka eftir því sem var að gerast í kringum mig. Mér var síðan sagt eftir afmælið að hér er vaninn að hafa snakk í skálum, nokkrar smákökur, upphitaðar kjötbökur og popp fyrir krakkana og að þeir borði bara þegar þeim hentar. Fullorðna fólkið fær ekkert. Afmæliskakan er síðan borin fram í lok afmælisins og það táknar að afmælið er búið. Formlegheit og umstang þekkjast ekki. Það tók mig ekki langan tíma að gera þetta að mínu.“Hefur dvölin mótað þig á einhvern hátt? „Ég hugsa að dvölin sé búin að herða mig svolítið. Þegar ég bjó á Íslandi var oft voðalega freistandi fyrir mig að kalla strax á mömmu og pabba ef eitthvað bjátaði á. Ég hef meira þurft að stóla á sjálfa mig hérna í Ástralíu. Fjölskylda mannins míns býr fjarri Perth og þegar hann er við vinnu úti á landi þá er ég alveg ein hérna. Ef eitthvað kemur upp á þá verð ég einfaldlega að leysa vandamálið sjálf. Það að búa hérna hefur einnig kennt mér að meta Ísland meira. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að sjá Ísland með augum aðkomumannsins. Þegar ég kom með manninn minn í fyrsta skipti til Íslands þá sá ég svo margt í nýju ljósi.“Hvernig er viðmót heimamanna gagnvart útlendingum? „Vegna þess að Ástralir eru frekar ný þjóð þá eru margir sem eiga jafnvel ömmur eða afa sem fæddust í öðru landi og komu hingað sem innflytjendur. Það þykir þess vegna ekkert tiltökumál að maður sé frá öðru landi. Áströlum finnst hins vegar mjög mikilvægt að innflytjendur taki strax upp ástralska siði og svo lengi sem maður ógnar ekki hinu afslappaða andrúmslofti sem ríkir hérna þá er maður vel liðinn. Einhverjir heimamenn eru stundum að kvarta yfir múslimum og eru þá að hvetja þá til að vera duglegri við að aðlagast ástralskri menningu. Búrkur virðast t.d. ekki vera mjög vinsælar hérna. Þó undarlegt megi virðast þá eru það hins vegar fyrstu mennirnir sem komu hingað: áströlsku frumbyggjarnir, sem eru mest útskúfaðir úr samfélaginu. Mestu fordómarnir eru gagnvart þeim, en ekki innflytjendum.“Hvers saknaru mest við Ísland? „Auk þess að sakna fjölskyldunnar og vina minna, þá er það maturinn, nammið og náttúran sem ég sakna mest við Ísland. Stundum sakna ég íslenska vetrarins og þegar ég er komin með alveg nóg af hitanum hérna á sumrin þá er ekkert sem hljómar betur en að horfa upp í íslenskan himinn, opna munninn og láta ísköld snjókornin falla ofan á tunguna.“Hefuru hug á að flytja aftur til Íslands? „Ég mun pottþétt flytja aftur til Íslands. Alveg eins og útlönd hafa alltaf kallað á mig þá mun Ísland líka alltaf kalla á mig tilbaka. Ég get engan veginn ímyndað mér að búa erlendis til æviloka. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svei mér þá, ég held ég sé við það að feta í fótspor ljóðskáldanna sem ortu svo fallega til Íslands þegar þau sátu á kontor í Kaupmannahöfn og söknuðu landsins síns svo mikið.“Dröfn Ösp Snorradóttir Rosaz býr í LA og starfar sem hönnuður og framleiðandi leikmyndadeildar. Kjóllinn sem hún klæðist er hennar hönnun. Mynd/AðsendLA tekur manni opnum örmum Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas er sannkallaður þúsund þjala smiður. Hún starfar sem framleiðandi leikmyndadeildar, heldur úti hlaðvarpi, hannar skart, er eigandi Good Weather kjólafyrirtækisins og leiðsegir Íslendingum um Los Angeles, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum. Hún flutti til borgarinnar fyrir tæpum átta árum síðan. Gætirðu lýst hefðbundnum degi hjá þér? „Ef ég era ð vinna, vakna ég fyrir allar aldir eða um fimm leytið. Vinnudagurinn í leikmyndadeildinni er yfirleitt langur, um 12 til 14 tímar á dag. Þegar ég á frí reyni ég yfirleitt að slaka á og hugsa um hvað ég ætti að fá mér skemmtilegt í svanginn, enda um auðugan garð að gresja hérna. Frítíminn fer einnig í að taka upp podcast-ið Englaryk með vinkonu minni Hönnu Eiríks.“Tók tíma að aðlagast nýju landiog menningu? „Já og nei - þetta ameríska “small talk” tók svolítið á sem og það að þurfa að hringja fram í tímann og panta hitting en ekki bara detta í hús til eins og heima. En sá siður er líka að breyast heima finnst mér.“Hverjir eru helstu kostir staðarins? „Gríðarlegur fjölbreytileiki fólks, menningar og matar enda fólk alls staðar að úr heiminum sem býr hérna. Svo er veðrið alltaf gott og það er frábært að getað farið á tónleika með öllu því tónlistarfólki sem mann dreymir um að sjá þar sem allir koma fram í LA á tónleikaferðalögum sínum.“Eru einhver menningareinkenni frá landinu sem heillaði þig það mikið að þú hefur gert að þínu eigin? „Ég og vinir mínir hérna bjóðum reglulega upp á "heima happy hour" þar sem við vinirnir eldum eitthvað geggjað snarl, bjóðum upp á fín vín og kokteila og mætum snemma til að gera okkur glaðan dag og spara smá pening í leiðinni. Það er ágætt að geta ráðið því hvort það sé spiluð tónlist eða hvort maður vilji bara spjalla.“Hefur dvölin mótað þig á einhvern hátt? „Já, hún hefur óneitanlega gert það. Ég var alltaf mikil áhugakona um mat og að ferðast en eftir að hafa flutt hingað þá er ég orðin massífur “foodie” og elti uppi góðan mat hvar sem hann er að finna. Svo er meiriháttar að hafa aðgang að tugi flugfélaga sem fljúga hvert sem er fyrir ferðaljónið í mér.“Hvernig er viðmót heimamanna gagnvart útlendingum? „Mjög opið. Þeir taka manni opnum örmum, það er að segja ef maður er sjálfur opinn.“Hvers saknarðu mest við Ísland? „Fólksins míns, fjölskyldu og vina og náttúrunnar.“Hefurðu hug á að flytja aftur til Íslands? „Bæði og - ég er ekkert að deyja yfir tilhugsuninni að skafa af bílnum mínum í myrkri svona í febrúarkuldanum en mig langar samt líka að eiga lítið gistiheimili úti á landi á Íslandi.“ Ferðalög Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Kristín Björg Viggósdóttir er búsett í borgríkinu Singapúr í Suðaustur-Asíu þar sem hún starfar sem dance movement þerapisti í forskóla fyrir yngri börn. Kristín og fjölskylda hennar fluttu til borgarinnar fyrir rúmum fjórum árum vegna vinnu eiginmanns hennar. Geturðu líst hefðbundnum degi? „Flesta virka daga vakna ég klukkan sex og fer með eldri dóttur mína í strætó í skólann um sjöleytið. Ég vinn 2 og hálfan dag í viku svo ég fer beint í vinnuna með lest ef ég er að fara í vinnuna. Þar er ég mjög upptekin allan daginn og sé um hópastarf fyrir börn þar sem ég nota tónlist, dans og leik til að efla þroska þeirra og styðja þau á svo margan hátt. Í hverfinu sem ég vinn í búa fáir af vestrænum uppruna og því finnst mér ég fá góða innsýn inn í menningu heimamanna. Það sem mér þykir oft merkilegt að sjá er til dæmis líkkistu úti á torgi þegar einhver buddatrúar hefur látist eða að sjá sjá fólk færa liðnum fjölskyldumeðlimum gjafir eins og hrísgrjón og gervipeninga. Það kemur fyrir að fjölskyldur barnanna í skólanum mínum segi okkur frá því að það sé draugur í skólastofunni eða að barnið þeirra hafi verið andsetið. Þetta er oftast nær fólk af mismunandi trúarbrögðum og það er borin fullkomin virðing fyrir hjátrú sem þessari. Ég kem svo heim milli sex og sjö á kvöldin, borða og eyði tíma með fjölskyldunni. Á frídögum nýt ég þess að vera með stelpunum mínum og sækja þá eldri í skólann. Við förum oft á kaffihús og borðum hádegismat í verslunarmiðstöð í nágrenninu en yfir daginn er oft óbærilega heitt og rakt og ekki hægt að vera úti lengi í senn. Seinni partinn förum við oft í sund sem er í blokkinni okkar en flestar blokkir eru með sundlaugar sem kemur sér vel í hitanum. Einn morgun í viku kenni ég jóga niður á strönd sem er 5 mínútur í burtu frá okkur.“Tók tíma að aðlagast nýju landi og menningu? „Ég hef ekki búið á Íslandi síðan 2005; bjó rúm 3 ár í Bretlandi, 4 ár í Hollandi og nú 4 ár í Singapúr. Þannig að ég er orðin svolítið reynd á þessu sviði en hins vegar tekur mig alltaf að minnsta kosti ár að aðlagast og sérstaklega þegar staðurinn er ólíkur frá því sem maður á að venjast. Það sem mér þótti og þykir enn erfiðast er veðurfarið. Singapúr er við miðbaug sem þýðir að það eru um 30 stiga hiti og 70% raki alla daga ársins. Þetta gerir það að verkum að ég er minna úti en ef ég byggi í aðeins kaldara loftslagi. Í fyrstu fannst mér spennandi að prófa matinn hér en svo varð ég líka svolítið þreytt á honum en nú hef ég fundið ákveðið jafnvægi milli vestræns og asísks matar.“Hverjir eru helstu kostir landsins? „Hér er býr fólk af mismunandi uppruna og trúarbrögðum í fullkominni sátt og samlyndi - nokkuð sem er fáheyrt í öðrum löndum. Hér ríkir fullkomið trúfrelsi. 33% eru Buddatrúar, 11% Taoismar, 14% múslimar, 5% Hindutrúar, 19% Kristinir og 19-20% eru trúlausir eða af öðrum trúarbrögðum. Singapúr á mjög áhugaverða sögu sem svo margt er hægt að læra af. Þetta er smá eyja með rúma 5 milljónir íbúa og hefur farið í gegnum stórkostlegar breytingar síðan þeir hlutu sjálfstæði fyrir 51 ári síðan. Íbúar landsins eru flestir af Malasískum, kínverskum og indverskum uppruna og það eru fjögur opinber tungumál; malasíska, mandarin, tamil og enska.“Hvernig hefur landið mótað þig? „Ég er miklu víðsýnni og sannfærð um að fólk frá ólíkum uppruna getur búið saman ef vel er stjórnað. Matarmenning hér er skemmtileg og fjölbreytt og fólk borðar mikið á matartorgum og veitingstöðum, eitthvað sem ég hef tileinkað mér.“Hvernig er viðmót heimamanna til útlendinga? „Alla jafna er það gott og mér finnast flestir mjög vinalegir og áhugasamir um hvað ég sé að gera í Singapúr og spyrja mikið um Ísland. Hins vegar hefur verið vaxandi óánægja með þá aukningu í innflytjendum sem hefur átt sér stað á síðust 10 árum eða svo. Þess vegna hafa verið setnar ákveðnar skorður á innflytjendur og ekki er eins auðvelt að fá landvistarleyfi eða atvinnuleyfi eins var fyrir 5 árum síðan. Innflytjendaleyfi er aðeins gefið til þeirra sem hafa vinnu og fjölskyldna þeirra (maka og barna). Það er ekki hægt að flytja hingað fyrst og leyta sér að vinnu og missi maður skyndilega vinnu hefur maður bara 30 daga til að finna sér aðra vinnu annars verður maður að koma sér út úr landinu.“Hvers saknarðu mest frá Íslandi? „Útiveru, villtrar náttúru, fersks lofts og árstíða. Svo sakna ég auðvitað fjölskyldunnar en það er snúið að hringja til Íslands á réttum tíma vegna tímamismunar.“Hefurðu hug á flytja til Íslands? „Já það er alltaf stefnan að flytja aftur heim. Það er ómetanleg reynsla fyrir okkur og börnin okkar að búa í útlöndum og við erum aldeilis reynslunni ríkari og víðsýnni. Hins vegar sé ég skýrar kosti og galla míns eigins lands þegar ég bý í öðru landi. Það sem fólk kvartar oft um á Íslandi; heilbrigðiskerfið, spilling, veðrátta osfrv. er ekki fullkomið í öðrum löndum heldur. Vandamálin eru kannski bara aðeins öðru vísi.“Mynd/UnicefLærist að vera óstundvís Héðinn Halldórsson er sérfræðingur í upplýsingamálum hjá UNICEF í Beirút, höfuðborg Líbanon. Þar hefur hann verið búsettur í um átta mánuði en áður bjó hann í Jemen og Jórdaníu og í raun verið fjarri Íslandi meira og minna í 13 ár.Gætirðu lýst hefðbundnum degi hjá þér? „Ég vakna yfirleitt klukkan 6 og fer í rækt áður en ég fer í vinnu. Landsskrifstofa UNICEF í Líbanon er sú stærsta í heimi, með 180 manna starfslið. Yfirleitt er ég tvo daga vikunnar í flóttamannabúðum Sýrlendinga að taka á móti fréttateymum, ljósmyndurum og landsnefndum UNICEF og þrjá daga vikunnar er ég á kontórnum að svara fyrirspurnum blaðamanna, klippa efni, skrifa ræður, og vinna kynningarefni. Vinnudögunum lýkur yfirleitt klukkan 7 að kvöldi, og þá fer ég oft út að borða með kollegum eða elda heima með vinum. Helgarnar eru oftast notaðar í afslöppun eða ferðalög, en stundum teygir vinnan sig líka inn í helgarnar þar sem við þurfum að vera til taks hvenær sem er.“Tók tíma að aðlagast nýju landi og menningu? „Það tók alls engan tíma að aðlagast, ég þekkti landið og héraðið vel þegar ég flutti, og lífið í Beirút er mjög svipað því sem gengur og gerist í evrópskri borg, hér gerirðu nákvæmlega sömu hluti og þú mundir gera í Reykjavík eða London.“ Hverjir eru helstu kostir staðarins? „Veðrið, maturinn sem breytist eftir árstíðum og hugarfar Líbananna, þeir eru góðir í að taka einn dag í einu.“Eru einhver menningareinkenni frá landinu sem heillaði þig það mikið að þú hefur gert að þínu eigin? „Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því enn sem komið er, en matarmenningin og kaffimenningin hefur áhrif á mann, auk þess sem manni hefur lærst að vera ekki stundvís, það virkar ekkert ógurlega vel hér.“Hefur dvölin mótað þig á einhvern hátt? „Að hlusta á sögur fólk á flótta, sem er jú bara fólk eins og ég og þú, hefur alltaf sterk áhrif á mann. Það ættu allir að gera bara til að komast upp úr eigin nafla stundarkorn, en þar fyrir utan vinn ég líka með hæfum hópi fólks frá öllum heiminum, og af því lærir maður alltaf mikið.“Hvernig er viðmót heimamanna gagnvart útlendingum? „Afskaplega jákvætt, Líbanir eru virkilega gestrisið og gott fólk.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? „Ég sakna heita vatnsins, fjölskyldu og vina, og í rakanum og hitanum í júlí og ágúst saknaði ég kuldans. Og skyrs!“Hefurðu hug á að flytja aftur til Íslands? „Nei, ekki í bráð. Sérhæfingin í minni vinnu er töluverð, auk þess sem mér finnst gott að vinna í alþjóðlegu umhverfi og fyrir SÞ, þannig að Ísland býður upp á fáa atvinnumöguleika.“Ennþá meinilla við kakkalakkana Helga Friðriksdóttir býr í Perth í Vestur Ástralíu. Þar er hún heimavinnandi húsmóðir sem býr til og selur skartgripi á mörkuðum og á vefsíðunni Etsy.com. Hún flutti til Ástralíu árið 2005 til að fara í mastersnám í alþjóðasamskiptum. „Ætlunin var að fara aftur heim að námi loknu en eftir aðeins þriggja vikna dvöl hitti ég einn ástralskan, varð ástfangin og upprunalega planið breyttist í kjölfarið. Við fluttum saman til Íslands árið 2007 og bjuggum þar í tvö og hálft ár ásamt elsta syni okkar. Í febrúar 2010 fluttum við svo aftur til Ástralíu og höfum verið hér síðan.“Gætiru lýst hefðbundnum degi hjá þér? „Maðurinn minn, sem er verkfræðingur, vinnur í raforkuveri í tæplega 1200 kílómetra fjarlægð frá Perth. Hann fer til vinnu eldsnemma á mánudagsmorgni og kemur aftur heim á fimmtudagskvöldi. Þetta vinnufyrirkomulag kallast FIFO (fly in fly out) og hefur verið nokkuð algengt hérna í Vestur-Ástralíu síðastliðin tuttugu ár. Ég er því nokkurs konar sjómannskona í miðri viku. Hefðbundinn dagur hjá mér felst í því að fylgja tveimur eldri synum mínum, 5 og 10 ára, til og frá skóla, sjá um litla 6 mánaða strákinn minn og búa til hálsmen þegar tími gefst. Um helgar förum við fjölskyldan venjulega á einhvern af fjölmörgu flottu leikvöllunum hérna í Perth og á sumrin förum við að minnsta kosti einu sinni í viku á ströndina.“Tók tíma að aðlagast nýju landi og menningu? „Fyrst þegar ég kom hingað var ég mjög hrædd við skordýr. Ég þurfti undantekningarlaust að fá hjálp við að fjarlægja könglulær og önnur skordýr úr húsinu. Nú er ég orðin mun vanari öllu þessu smáa lífi í kringum mig og ég ræðst í verkið sjálf eða ég leyfi einfaldlega skordýrunum að vera í friði. Hins vegar er mér ennþá meinilla við kakkalakkana og mér finnst afar ólíklegt að ég muni einhvern tímann öðlast þann kjark að geta náð þeim sjálf með klósettpappír og sturtað ofaní klósett. Þeir eru svo örir í hreyfingum og það vekur óhug hjá mér. Það tók mig líka svolítinn tíma að aðlagast húskuldanum hérna á veturna. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því áður en ég flutti hingað hversu kalt verður í Ástralíu á veturna og þá sérstaklega inni í húsunum sem eru oftar en ekki illa hituð upp. Menningin hér er frekar svipuð íslenskri menningu og það tók mig því ekki langan tíma að aðlagast henni. Það er þó eitt og annað sem er aðeins frábrugðið og má þá kannski nefna ólíka drykkjarhætti Ástralanna. Hér er fólk oft að drekka áfengi alla daga en er þá kannski aðeins að fá sér einn eða tvo bjóra á kvöldin eða eitt vínglas.“Hvað þótti þér mest framandi? „Mér fannst strax mjög framandi að sjá áströlsku frumbyggjana, og þá sérstaklega þá sem spila á didgeridoo (blásturshljóðfæri frumbyggjanna) niðrí miðborginni fyrir pening. Einnig fannst mér matarmenningin framandi hérna og það var ekki fyrr en ég flutti hingað að ég komst í snertingu við hina ýmsu alþjóðlegu matargerð.“Hverjir eru helstu kostir staðarins? „Það er fyrst og fremst góða veðrið og strandirnar sem heilla mig við Perth. Fyrir fjölskyldufólk er það kostur að það er ógrynni stórkostlegra leikvalla hérna í kring og lækna-og tannlæknaþjónusta fyrir börn er ókeypis. Þrátt fyrir að Perth sé einangraðasta höfuðborg (höfuðborg Vestur-Ástralíufylkis) í heimi þá skapar nálgægðin við Asíu ýmis spennandi ferðatækifæri. Það tekur til dæmis aðeins rúma 3 klukkutíma og 40 mínútur að fljúga til Balí frá Perth.“Eru einhver menningareinkenni frá landinu sem heilluðu þig það mikið að þú hefur gert að þínu eigin? „Mér finnast menningareinkennin hérna yfirleitt ekki mjög sterk. Ég hugsa að það sé vegna þess að ástralska þjóðin er frekar ung á alþjóðlegan mælikvarða. Mér dettur helst í hug að nefna hið afslappaða hugarfar Ástrala. Sjálfir kalla heimamenn þetta viðhorf ,easy going? eða ,laid back?. Í þeirra hugum á ekkert að vera að stressa sig of mikið á hlutunum og ekki taka neinu of alvarlega. Ég tók sérstaklega eftir þessu þegar ég var að halda mitt fyrsta barnaafmæli. Í sjálfu afmælinu stóð ég föst inni í eldhúsi að rembast við að hafa allar kökurnar og íslensku brauðterturnar tilbúnar á sama tíma til að geta sagt á íslenskan máta:,be my guest? (gjörið svo vel). Ég fékk síðan algjört sjokk þegar ég uppgötvaði að tengdamamma mín var búin að vera að labba um með allar kræsingarnar á milli gesta frá upphafi afmælisins og allt var að klárast. Ég hafði verið of önnum kafin til að taka eftir því sem var að gerast í kringum mig. Mér var síðan sagt eftir afmælið að hér er vaninn að hafa snakk í skálum, nokkrar smákökur, upphitaðar kjötbökur og popp fyrir krakkana og að þeir borði bara þegar þeim hentar. Fullorðna fólkið fær ekkert. Afmæliskakan er síðan borin fram í lok afmælisins og það táknar að afmælið er búið. Formlegheit og umstang þekkjast ekki. Það tók mig ekki langan tíma að gera þetta að mínu.“Hefur dvölin mótað þig á einhvern hátt? „Ég hugsa að dvölin sé búin að herða mig svolítið. Þegar ég bjó á Íslandi var oft voðalega freistandi fyrir mig að kalla strax á mömmu og pabba ef eitthvað bjátaði á. Ég hef meira þurft að stóla á sjálfa mig hérna í Ástralíu. Fjölskylda mannins míns býr fjarri Perth og þegar hann er við vinnu úti á landi þá er ég alveg ein hérna. Ef eitthvað kemur upp á þá verð ég einfaldlega að leysa vandamálið sjálf. Það að búa hérna hefur einnig kennt mér að meta Ísland meira. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að sjá Ísland með augum aðkomumannsins. Þegar ég kom með manninn minn í fyrsta skipti til Íslands þá sá ég svo margt í nýju ljósi.“Hvernig er viðmót heimamanna gagnvart útlendingum? „Vegna þess að Ástralir eru frekar ný þjóð þá eru margir sem eiga jafnvel ömmur eða afa sem fæddust í öðru landi og komu hingað sem innflytjendur. Það þykir þess vegna ekkert tiltökumál að maður sé frá öðru landi. Áströlum finnst hins vegar mjög mikilvægt að innflytjendur taki strax upp ástralska siði og svo lengi sem maður ógnar ekki hinu afslappaða andrúmslofti sem ríkir hérna þá er maður vel liðinn. Einhverjir heimamenn eru stundum að kvarta yfir múslimum og eru þá að hvetja þá til að vera duglegri við að aðlagast ástralskri menningu. Búrkur virðast t.d. ekki vera mjög vinsælar hérna. Þó undarlegt megi virðast þá eru það hins vegar fyrstu mennirnir sem komu hingað: áströlsku frumbyggjarnir, sem eru mest útskúfaðir úr samfélaginu. Mestu fordómarnir eru gagnvart þeim, en ekki innflytjendum.“Hvers saknaru mest við Ísland? „Auk þess að sakna fjölskyldunnar og vina minna, þá er það maturinn, nammið og náttúran sem ég sakna mest við Ísland. Stundum sakna ég íslenska vetrarins og þegar ég er komin með alveg nóg af hitanum hérna á sumrin þá er ekkert sem hljómar betur en að horfa upp í íslenskan himinn, opna munninn og láta ísköld snjókornin falla ofan á tunguna.“Hefuru hug á að flytja aftur til Íslands? „Ég mun pottþétt flytja aftur til Íslands. Alveg eins og útlönd hafa alltaf kallað á mig þá mun Ísland líka alltaf kalla á mig tilbaka. Ég get engan veginn ímyndað mér að búa erlendis til æviloka. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svei mér þá, ég held ég sé við það að feta í fótspor ljóðskáldanna sem ortu svo fallega til Íslands þegar þau sátu á kontor í Kaupmannahöfn og söknuðu landsins síns svo mikið.“Dröfn Ösp Snorradóttir Rosaz býr í LA og starfar sem hönnuður og framleiðandi leikmyndadeildar. Kjóllinn sem hún klæðist er hennar hönnun. Mynd/AðsendLA tekur manni opnum örmum Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas er sannkallaður þúsund þjala smiður. Hún starfar sem framleiðandi leikmyndadeildar, heldur úti hlaðvarpi, hannar skart, er eigandi Good Weather kjólafyrirtækisins og leiðsegir Íslendingum um Los Angeles, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum. Hún flutti til borgarinnar fyrir tæpum átta árum síðan. Gætirðu lýst hefðbundnum degi hjá þér? „Ef ég era ð vinna, vakna ég fyrir allar aldir eða um fimm leytið. Vinnudagurinn í leikmyndadeildinni er yfirleitt langur, um 12 til 14 tímar á dag. Þegar ég á frí reyni ég yfirleitt að slaka á og hugsa um hvað ég ætti að fá mér skemmtilegt í svanginn, enda um auðugan garð að gresja hérna. Frítíminn fer einnig í að taka upp podcast-ið Englaryk með vinkonu minni Hönnu Eiríks.“Tók tíma að aðlagast nýju landiog menningu? „Já og nei - þetta ameríska “small talk” tók svolítið á sem og það að þurfa að hringja fram í tímann og panta hitting en ekki bara detta í hús til eins og heima. En sá siður er líka að breyast heima finnst mér.“Hverjir eru helstu kostir staðarins? „Gríðarlegur fjölbreytileiki fólks, menningar og matar enda fólk alls staðar að úr heiminum sem býr hérna. Svo er veðrið alltaf gott og það er frábært að getað farið á tónleika með öllu því tónlistarfólki sem mann dreymir um að sjá þar sem allir koma fram í LA á tónleikaferðalögum sínum.“Eru einhver menningareinkenni frá landinu sem heillaði þig það mikið að þú hefur gert að þínu eigin? „Ég og vinir mínir hérna bjóðum reglulega upp á "heima happy hour" þar sem við vinirnir eldum eitthvað geggjað snarl, bjóðum upp á fín vín og kokteila og mætum snemma til að gera okkur glaðan dag og spara smá pening í leiðinni. Það er ágætt að geta ráðið því hvort það sé spiluð tónlist eða hvort maður vilji bara spjalla.“Hefur dvölin mótað þig á einhvern hátt? „Já, hún hefur óneitanlega gert það. Ég var alltaf mikil áhugakona um mat og að ferðast en eftir að hafa flutt hingað þá er ég orðin massífur “foodie” og elti uppi góðan mat hvar sem hann er að finna. Svo er meiriháttar að hafa aðgang að tugi flugfélaga sem fljúga hvert sem er fyrir ferðaljónið í mér.“Hvernig er viðmót heimamanna gagnvart útlendingum? „Mjög opið. Þeir taka manni opnum örmum, það er að segja ef maður er sjálfur opinn.“Hvers saknarðu mest við Ísland? „Fólksins míns, fjölskyldu og vina og náttúrunnar.“Hefurðu hug á að flytja aftur til Íslands? „Bæði og - ég er ekkert að deyja yfir tilhugsuninni að skafa af bílnum mínum í myrkri svona í febrúarkuldanum en mig langar samt líka að eiga lítið gistiheimili úti á landi á Íslandi.“
Ferðalög Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira