Uppboð aflaheimilda á Íslandi – Byrjum á byrjuninni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. september 2016 07:00 Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, á málamyndaverði sem ákveðið er af Verðlagsstofu skiptaverðs. Afleiðing þess er að útgerðir sem landa inn í eigin vinnslu greiða lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjöld en hinar. Þessi munur hefur í för með sér gríðarlegan aðstöðumun hjá fiskvinnslum sem þurfa að kaupa sinn fisk á markaði á hærra verði en þær vinnslur sem eru í tengslum við útgerð. Tvöfalda verðlagningin opnar sömuleiðis greiða leið til þess að losa hagnað af vinnslunni í gegnum eigin sölufyrirtæki á erlendri grund; svokallaða „hækkun í hafi“ með skattaskjól sem ekki ólíklegan endapunkt. Það er með engu móti hægt að réttlæta núverandi skipan út frá samkeppnissjónarmiðum eða hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Mismununin hefur verið réttlætt með því að með fyrirkomulaginu sé hægt að gera langtímasamninga og tryggja afhendingaröryggi. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun enda ekki gerðir fimm ára samningar um verð og afhendingu á frosnum karfaflökum, ekki frekar en á nautakjöti eða appelsínum. Með því að allur fiskur sé verðlagður á opnum frjálsum fiskmarkaði er verið að tryggja útgerðinni hæsta verð hverju sinni og ekki verið að taka eitt eða neitt frá neinum. Aðstöðumunur stærri fyrirtækja með eigin vinnslu hefur verið einn mesti hvatinn að hraðri og óæskilegri samþjöppun í sjávarútvegi á síðustu árum. Sanngjarnari verðlagning Áður en farið verður í uppboð á aflaheimildum, í ætt við það sem Færeyingar eru að gera tilraunir með, þá verður að vera búið að girða fyrir þennan mikla aðstöðumun og það verður aðeins gert með því að allur fiskur sé verðlagður á markaði. Ef ekki, þá er einsýnt að heimildirnar lenda aðeins hjá stærri útgerðunum sem reka fiskvinnslu samhliða. Eins þarf að tryggja miklu betur en nú er gert að sjómenn verði ekki látnir taka þátt í kostnaði útgerða við uppboð en lenskan hefur verið sú að ýmsum kostnaði hefur verið velt í meira mæli yfir á þá. Sanngjarnari verðlagning á fiski mun án efa leiða til bættrar stöðu hafna og launa sjómanna og þar af leiðandi auka skatttekjur ríkisins. Við breytinguna myndu tekjur hins opinbera aukast mun meira en sem næmi tvöföldun núverandi veiðigjalds og mun meira af arðinum dreifðist með heilbrigðari hætti um æðakerfi efnahagslífsins. Mjög auðvelt er að tryggja að almenningur fái stærri skerf af sjávarauðlindinni og að hún renni ekki einungis til örfárra eða jafnvel úr landi. Ef það á að gerast þá þarf að byrja á réttum enda sem er að allur fiskur sé verðlagður á markaði og það áður en farið er í flóknar útfærslur á uppboðum á veiðiheimildum. Dögun leggur því gríðarlega áherslu á að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði en það tryggir hag sjómanna, einnig að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar en ekki er nokkur lifandi leið að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með handfærum. Frelsið mun aðeins gera lífið skemmtilegra hringinn í kringum landið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, á málamyndaverði sem ákveðið er af Verðlagsstofu skiptaverðs. Afleiðing þess er að útgerðir sem landa inn í eigin vinnslu greiða lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjöld en hinar. Þessi munur hefur í för með sér gríðarlegan aðstöðumun hjá fiskvinnslum sem þurfa að kaupa sinn fisk á markaði á hærra verði en þær vinnslur sem eru í tengslum við útgerð. Tvöfalda verðlagningin opnar sömuleiðis greiða leið til þess að losa hagnað af vinnslunni í gegnum eigin sölufyrirtæki á erlendri grund; svokallaða „hækkun í hafi“ með skattaskjól sem ekki ólíklegan endapunkt. Það er með engu móti hægt að réttlæta núverandi skipan út frá samkeppnissjónarmiðum eða hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Mismununin hefur verið réttlætt með því að með fyrirkomulaginu sé hægt að gera langtímasamninga og tryggja afhendingaröryggi. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun enda ekki gerðir fimm ára samningar um verð og afhendingu á frosnum karfaflökum, ekki frekar en á nautakjöti eða appelsínum. Með því að allur fiskur sé verðlagður á opnum frjálsum fiskmarkaði er verið að tryggja útgerðinni hæsta verð hverju sinni og ekki verið að taka eitt eða neitt frá neinum. Aðstöðumunur stærri fyrirtækja með eigin vinnslu hefur verið einn mesti hvatinn að hraðri og óæskilegri samþjöppun í sjávarútvegi á síðustu árum. Sanngjarnari verðlagning Áður en farið verður í uppboð á aflaheimildum, í ætt við það sem Færeyingar eru að gera tilraunir með, þá verður að vera búið að girða fyrir þennan mikla aðstöðumun og það verður aðeins gert með því að allur fiskur sé verðlagður á markaði. Ef ekki, þá er einsýnt að heimildirnar lenda aðeins hjá stærri útgerðunum sem reka fiskvinnslu samhliða. Eins þarf að tryggja miklu betur en nú er gert að sjómenn verði ekki látnir taka þátt í kostnaði útgerða við uppboð en lenskan hefur verið sú að ýmsum kostnaði hefur verið velt í meira mæli yfir á þá. Sanngjarnari verðlagning á fiski mun án efa leiða til bættrar stöðu hafna og launa sjómanna og þar af leiðandi auka skatttekjur ríkisins. Við breytinguna myndu tekjur hins opinbera aukast mun meira en sem næmi tvöföldun núverandi veiðigjalds og mun meira af arðinum dreifðist með heilbrigðari hætti um æðakerfi efnahagslífsins. Mjög auðvelt er að tryggja að almenningur fái stærri skerf af sjávarauðlindinni og að hún renni ekki einungis til örfárra eða jafnvel úr landi. Ef það á að gerast þá þarf að byrja á réttum enda sem er að allur fiskur sé verðlagður á markaði og það áður en farið er í flóknar útfærslur á uppboðum á veiðiheimildum. Dögun leggur því gríðarlega áherslu á að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði en það tryggir hag sjómanna, einnig að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar en ekki er nokkur lifandi leið að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með handfærum. Frelsið mun aðeins gera lífið skemmtilegra hringinn í kringum landið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun