Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóla. Hann nauðgaði meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð háskólans. vísir Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. Dómurinn sem Turner fékk í sumar vakti mikla reiði þar sem mörgum fannst hann í engu samræmi við alvarleika glæpsins sem hann framdi. Turner nauðgaði konunni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra en konan var rænulaus á meðan Turner braut á henni. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn var fjórtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu taldi sex mánaða fangelsi hins vegar hæfilega refsingu þar sem hann mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af Turner.Breyta lögum í Kaliforníu vegna málsins Síðastliðinn mánudag samþykkti ríkisþing Kaliforníu lagabreytingar sem kenndar eru við Stanford-nauðgunina en þeim er ætlað að koma í veg fyrir glufu í lögunum sem gerði dómaranum í málinu kleift að dæma Turner í fangelsi í svo stuttan tíma. Í núverandi lögum er nefnilega kveðið á um að dæma skuli einstaklinga í fangelsi beiti þeir afli til að nauðga annarri manneskju en ekkert er fjallað um hvernig taka skuli á málum ef þolandinn er meðvitundarlaus og ófær um að verja sig. Í lagabreytingum er hins vegar kveðið á um að ekki sé hægt að dæma einstaklinga í styttra fangelsi en þrjú ár brjóti þeir kynferðislega gegn manneskju sem er rænulaus.Hló að Svíunum tveimur sem komu að honum Í liðinni viku greindi Guardian frá því að gögn úr réttarhöldunum í málinu sýna að Turner hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á skólasystur sinni, en þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bak við ruslagáminn. Þeir voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en Jonsson sagði meðal annars fyrir dómi að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““ Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. Dómurinn sem Turner fékk í sumar vakti mikla reiði þar sem mörgum fannst hann í engu samræmi við alvarleika glæpsins sem hann framdi. Turner nauðgaði konunni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra en konan var rænulaus á meðan Turner braut á henni. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn var fjórtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu taldi sex mánaða fangelsi hins vegar hæfilega refsingu þar sem hann mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af Turner.Breyta lögum í Kaliforníu vegna málsins Síðastliðinn mánudag samþykkti ríkisþing Kaliforníu lagabreytingar sem kenndar eru við Stanford-nauðgunina en þeim er ætlað að koma í veg fyrir glufu í lögunum sem gerði dómaranum í málinu kleift að dæma Turner í fangelsi í svo stuttan tíma. Í núverandi lögum er nefnilega kveðið á um að dæma skuli einstaklinga í fangelsi beiti þeir afli til að nauðga annarri manneskju en ekkert er fjallað um hvernig taka skuli á málum ef þolandinn er meðvitundarlaus og ófær um að verja sig. Í lagabreytingum er hins vegar kveðið á um að ekki sé hægt að dæma einstaklinga í styttra fangelsi en þrjú ár brjóti þeir kynferðislega gegn manneskju sem er rænulaus.Hló að Svíunum tveimur sem komu að honum Í liðinni viku greindi Guardian frá því að gögn úr réttarhöldunum í málinu sýna að Turner hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á skólasystur sinni, en þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bak við ruslagáminn. Þeir voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en Jonsson sagði meðal annars fyrir dómi að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““ Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42