Enski boltinn

Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba er dýrasti leikmaður sögunnar.
Paul Pogba er dýrasti leikmaður sögunnar. vísir/getty
Félögin 20 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eyddu í fyrsta sinn ríflega milljarði punda í nýja leikmenn í einum leikmannaglugga en sumarglugganum þetta árið var lokað í gærkvöldi.

Heildareyðsla félaganna nam 1,165 milljarði punda en þau komust yfir milljarðinn á miðvikudaginn, degi áður en lokadagur félagaskipta rann upp. Í gær eyddu félögin samtals 155 milljónum punda.

Met var sett í fyrra þegar eyðslan nam 870 milljónum punda en eftir að félögin högnuðust verulega á nýjum 5,1 milljarða punda sjónvarpssamning fór eyðslan í fyrsta sinn yfir einn milljarð.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu að meðaltali 60 milljónum punda en 155 milljónunum sem eytt var í gær var einnig met á lokadegi félagaskipta. Gamla metið var frá lokadegi sumargluggans 2013 þegar félögin eyddu samtals 140 milljónum punda.

Félögin fjögur sem keppa fyrir hönd Englands í Meistaradeildinni í vetur; Arsenal, Tottenham, Manchester City og Englandsmeistarar Leicester, eyddu samtals 385 milljónum punda eða um þriðjungi heildareyðslunnar.

Félagaskiptametið var svo auðvitað slegið þegar Manchester United borgaði 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba frá Juventus.

Hér má sjá nánari fréttaskýringu BBC um þennan sögulega félagaskiptaglugga.


Tengdar fréttir

Spurs stal Sissoko af Everton

Tottenham Hotspur hafði betur í baráttu við Everton um franska landsliðsmanninn Moussa Sissoko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×