Bera bragð villtrar náttúru Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 09:15 Grafnar gæsabringur á stökkum faltbökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi. Vísir/Eyþór Árnason „Ég geri dálítið að því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Það sem heillar mig mest við það er að vera með í öllu ferlinu þar til veiðin er komin á disk,“ segir Steinar Sveinsson, yfirkokkur á Mat og drykk á Grandagarði. Sá staður er þekktur fyrir að nýta íslenskt hráefni sem mest.Steinar nostrar við snitturnar. Steinar greip fugl úr eigin afla og gróf bringurnar sem hér birtast á mynd ofan á stökkum flatkökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi.Þurrkaðir, íslenskir villisveppir eru alveg frábærir að mati Steinars. Vísir/Anton Brink„Gæsabringur eru flott hráefni, en þær eru misjafnlega seigar eftir aldri fuglanna. Besta trikkið í bókinni er að skera þær í þunnar sneiðar. Það er líka betra að grafa þær en steikja ef maður er ekki klár á aldrinum,“ segir hann. „Þessar bringur gróf ég á hefðbundinn hátt í salti og sykri við stofuhita í nokkra klukkutíma. Síðan skolaði ég þær og velti þeim upp úr hjúp, þannig kemur kryddbragðið. Þá er gott að setja þær í augnablik inn í kæli og svo eru þær tilbúnar til niðurskurðar.“Hvannarfræ eru bæði holl og gefa sérstakan keim. Þau er hægt að kaupa í heilsubúðum.Mynd/GunHann vekur athygli á að sýrðu villisveppirnir sem eru ofan á gæsasnittunum þurfi að liggja í leginum í kæliskáp í sólarhring og hvannarkapersið þurfi einn til tvo sólarhringa við stofuhita til að ná rétta bragðinu.Steinar er yfirkokkur á Mat og drykk.Vísir/EyþórSteinar kveðst hafa farið í veiðiferð um daginn en séð lítið af fugli. „Þá tíndi ég bara lerkisveppi og bláber í staðinn,“ lýsir hann. „Þurrkaðir íslenskir villisveppir eru alveg frábærir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016. Lífið Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Ég geri dálítið að því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Það sem heillar mig mest við það er að vera með í öllu ferlinu þar til veiðin er komin á disk,“ segir Steinar Sveinsson, yfirkokkur á Mat og drykk á Grandagarði. Sá staður er þekktur fyrir að nýta íslenskt hráefni sem mest.Steinar nostrar við snitturnar. Steinar greip fugl úr eigin afla og gróf bringurnar sem hér birtast á mynd ofan á stökkum flatkökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi.Þurrkaðir, íslenskir villisveppir eru alveg frábærir að mati Steinars. Vísir/Anton Brink„Gæsabringur eru flott hráefni, en þær eru misjafnlega seigar eftir aldri fuglanna. Besta trikkið í bókinni er að skera þær í þunnar sneiðar. Það er líka betra að grafa þær en steikja ef maður er ekki klár á aldrinum,“ segir hann. „Þessar bringur gróf ég á hefðbundinn hátt í salti og sykri við stofuhita í nokkra klukkutíma. Síðan skolaði ég þær og velti þeim upp úr hjúp, þannig kemur kryddbragðið. Þá er gott að setja þær í augnablik inn í kæli og svo eru þær tilbúnar til niðurskurðar.“Hvannarfræ eru bæði holl og gefa sérstakan keim. Þau er hægt að kaupa í heilsubúðum.Mynd/GunHann vekur athygli á að sýrðu villisveppirnir sem eru ofan á gæsasnittunum þurfi að liggja í leginum í kæliskáp í sólarhring og hvannarkapersið þurfi einn til tvo sólarhringa við stofuhita til að ná rétta bragðinu.Steinar er yfirkokkur á Mat og drykk.Vísir/EyþórSteinar kveðst hafa farið í veiðiferð um daginn en séð lítið af fugli. „Þá tíndi ég bara lerkisveppi og bláber í staðinn,“ lýsir hann. „Þurrkaðir íslenskir villisveppir eru alveg frábærir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.
Lífið Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira