Minningargrein á afmælisdaginn: „Þetta er sönn ást“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2016 00:52 Logi Geirsson í svörtum og hvítum búningi FH en Geir Hallsteinsson en FH-ingarnir gerast ekki meiri en faðir hans, Geir Hallsteinsson. Vísir/Vilhelm Geir Hallsteinsson, einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið, fagnaði sjötugsafmæli sínu nýliðinn sunnudag. Logi Geirsson, einn sona hans, ákvað að skrifa minningargrein um föður sinn í stað afmæliskveðju ef svo má að orði komast. Ástæðan er einföld að mati Loga. Fólk ætti að fá að heyra þá fallegu hluti sem oft eru látnir falla allt of seint, þ.e. þegar þeir sem hrósið eiga skilið eru farnir yfir móðuna miklu. Færsla Loga á Facebook í dag hefur vakið verðskuldaða athygli þar sem Logi segir fallega frá föður sínum og fjölskyldu, hvaða áhrif hann hafði á líf Loga og um einstaklega fallegt samband foreldranna. Birtir hann fallega tveggja ára gamla mynd af foreldrum sínum þar sem fram kemur hve mikil stoð og stytta Geir hefur verið í fjölskyldunni, ekki síst undanfarin ár eftir að móðir Loga fékk heilasjúkdóm. Foreldrar Loga fyrir tveimur árum.Mynd/Logi Geirsson „ Þarna var hún hætt að rata og fleira furðulegt dundi yfir hana. Í dag er hún bundin 24/7 í hjólastól og komin á Hrafnistu. Pabbi er mættur þangað alla daga, sækir hana og fer með hana á rúntinn og oft á tíðum margar klukkustundir,“ skrifar Logi. „Hann gengur með hana heim á heimilið þeirra á Sævang og lætur hana sitja í garðinum að fylgjast með öllum barnabörnunum vaxa úr grasi. Að eignast stóra fjölskyldu var draumurinn hennar. Pabbi málar mömmu, setur á hana naglalakk, fæðir hana og klæðir og ver með henni öllum stundum sem hann getur þrátt fyrir að hún geti ekkert tjáð sig. Þetta er sönn ÁST. En ástin er svona eins og vindurinn, þú sérð hann ekki en þú veist að hann er þarna.“ Geir Hallsteinsson var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1968 en hann var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta. Hann hefur komið að þjálfun margra af okkar bestu handknattleiksmanna í svörtum og hvítum búningi FH en faðir Geirs, Hallsteinn Hinriksson, var stofnandi félagsins. „Það er eitt að vera magnaður íþróttamaður og var gerð heimildarmynd um hann sem heitir “ Að láta boltann tala “ en það var sagt að hann væri svo fær með boltann að eina sem hann átti eftir að gera væri að láta hann tala. Pabbi kenndi mér helling í handboltanum en hann hefur samt aldrei kastað til mín bolta,“ segir Logi. Óhætt er að taka undir með Loga að faðir hans er eftirminnilegur karakter og nefnir Logi setninguna „Það er stutt í kúkinn“ sem er úr smiðju Geirs og margur hafnfirskur handboltakappinn og reyndar víðar heyrt. Þá fékk Logi góð skilaboð áður en hann hélt sjálfur utan í atvinnumennsku. „Það sem fer upp kemur aftur niður Logi. Vertu góður við fólkið á leiðinni upp á toppinn því þú hittir það aftur á leiðinni niður”. Logi segir hafa tekið mark á orðum föður síns sem hvatti hann til að gleðja og styrkja langveika og önnur góð málefni. Hvetja aðra frekar til afreka en að öfundast, og samgleðjast. Logi í leik með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.Vísir/Getty Vinstri skyttan og silfurverðlaunahafinn á Ólympíuleiknunum í Peking útskýrir svo nánar af hverju hann skrifi þessa kveðju í formi minningargreinar. „Það er enginn eilífur. Það er alltof oft sem við gleymum okkur í amstri dagsins í dag og gleymum líðandi stundar. Bestu hlutirnir í lífinu eru ekki hlutir,“ segir Logi. Sjálfur hafi hann gengið upp að frábærri manneskju í brúðkaupi um helgina, manni sem reglulega er hrósað fyrir hve góður hann er, og látið hann vita hvað fólki finnst. Sjálfur segir Logi ekki hafa alist upp við það að fá faðmlög eða orðin „ég elska þig“. „Fyrir ca 2-3 árum síðan ákvað ég að byrja að faðma föður minn og kyssa hann á kinnina. Hann herptist allur saman fyrst en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag hitti ég hann varla nema faðma hann að mér.“ Logi minnir Íslendinga á að verja tíma með ástvinum og fjölskyldu, og ekki taka vinnuna fram yfir það sem skiptir í raun og veru máli. „Ef við deyjum á morgun myndi fyrirtækið sem við vinnum hjá ráða einhvern annan í okkar stað. Enginn er ómissandi á vinnustaðnum. En missirinn fyrir ástvini okkar yrði óbætanlegur og myndi fylgja þeim alla ævi. Staðreyndin er að við erum alltof oft að forgangsraða vitlaust.“Færslu Loga í heild má sjá hér að neðan. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Geir Hallsteinsson, einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið, fagnaði sjötugsafmæli sínu nýliðinn sunnudag. Logi Geirsson, einn sona hans, ákvað að skrifa minningargrein um föður sinn í stað afmæliskveðju ef svo má að orði komast. Ástæðan er einföld að mati Loga. Fólk ætti að fá að heyra þá fallegu hluti sem oft eru látnir falla allt of seint, þ.e. þegar þeir sem hrósið eiga skilið eru farnir yfir móðuna miklu. Færsla Loga á Facebook í dag hefur vakið verðskuldaða athygli þar sem Logi segir fallega frá föður sínum og fjölskyldu, hvaða áhrif hann hafði á líf Loga og um einstaklega fallegt samband foreldranna. Birtir hann fallega tveggja ára gamla mynd af foreldrum sínum þar sem fram kemur hve mikil stoð og stytta Geir hefur verið í fjölskyldunni, ekki síst undanfarin ár eftir að móðir Loga fékk heilasjúkdóm. Foreldrar Loga fyrir tveimur árum.Mynd/Logi Geirsson „ Þarna var hún hætt að rata og fleira furðulegt dundi yfir hana. Í dag er hún bundin 24/7 í hjólastól og komin á Hrafnistu. Pabbi er mættur þangað alla daga, sækir hana og fer með hana á rúntinn og oft á tíðum margar klukkustundir,“ skrifar Logi. „Hann gengur með hana heim á heimilið þeirra á Sævang og lætur hana sitja í garðinum að fylgjast með öllum barnabörnunum vaxa úr grasi. Að eignast stóra fjölskyldu var draumurinn hennar. Pabbi málar mömmu, setur á hana naglalakk, fæðir hana og klæðir og ver með henni öllum stundum sem hann getur þrátt fyrir að hún geti ekkert tjáð sig. Þetta er sönn ÁST. En ástin er svona eins og vindurinn, þú sérð hann ekki en þú veist að hann er þarna.“ Geir Hallsteinsson var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1968 en hann var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta. Hann hefur komið að þjálfun margra af okkar bestu handknattleiksmanna í svörtum og hvítum búningi FH en faðir Geirs, Hallsteinn Hinriksson, var stofnandi félagsins. „Það er eitt að vera magnaður íþróttamaður og var gerð heimildarmynd um hann sem heitir “ Að láta boltann tala “ en það var sagt að hann væri svo fær með boltann að eina sem hann átti eftir að gera væri að láta hann tala. Pabbi kenndi mér helling í handboltanum en hann hefur samt aldrei kastað til mín bolta,“ segir Logi. Óhætt er að taka undir með Loga að faðir hans er eftirminnilegur karakter og nefnir Logi setninguna „Það er stutt í kúkinn“ sem er úr smiðju Geirs og margur hafnfirskur handboltakappinn og reyndar víðar heyrt. Þá fékk Logi góð skilaboð áður en hann hélt sjálfur utan í atvinnumennsku. „Það sem fer upp kemur aftur niður Logi. Vertu góður við fólkið á leiðinni upp á toppinn því þú hittir það aftur á leiðinni niður”. Logi segir hafa tekið mark á orðum föður síns sem hvatti hann til að gleðja og styrkja langveika og önnur góð málefni. Hvetja aðra frekar til afreka en að öfundast, og samgleðjast. Logi í leik með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.Vísir/Getty Vinstri skyttan og silfurverðlaunahafinn á Ólympíuleiknunum í Peking útskýrir svo nánar af hverju hann skrifi þessa kveðju í formi minningargreinar. „Það er enginn eilífur. Það er alltof oft sem við gleymum okkur í amstri dagsins í dag og gleymum líðandi stundar. Bestu hlutirnir í lífinu eru ekki hlutir,“ segir Logi. Sjálfur hafi hann gengið upp að frábærri manneskju í brúðkaupi um helgina, manni sem reglulega er hrósað fyrir hve góður hann er, og látið hann vita hvað fólki finnst. Sjálfur segir Logi ekki hafa alist upp við það að fá faðmlög eða orðin „ég elska þig“. „Fyrir ca 2-3 árum síðan ákvað ég að byrja að faðma föður minn og kyssa hann á kinnina. Hann herptist allur saman fyrst en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag hitti ég hann varla nema faðma hann að mér.“ Logi minnir Íslendinga á að verja tíma með ástvinum og fjölskyldu, og ekki taka vinnuna fram yfir það sem skiptir í raun og veru máli. „Ef við deyjum á morgun myndi fyrirtækið sem við vinnum hjá ráða einhvern annan í okkar stað. Enginn er ómissandi á vinnustaðnum. En missirinn fyrir ástvini okkar yrði óbætanlegur og myndi fylgja þeim alla ævi. Staðreyndin er að við erum alltof oft að forgangsraða vitlaust.“Færslu Loga í heild má sjá hér að neðan.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira