Árásin í Berlín: Pólski vörubílstjórinn skotinn nokkru fyrir árásina Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2016 13:26 Lögregla rannsakar nú hvort að Anis Amri kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Vísir/AFP Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var skotinn í höfuðið nokkrum klukkustundum áður en Túnisinn Anis Amri ók vörubílnum inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín þann 19. desember. Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í skýrslu réttarlækna. Urban var í hópi tólf manna sem fórust í árásinni, en auk þeirra særðust tugir til viðbótar. Eftir árásina fannst Urban stunginn og skotinn í vörubílnum og bárust fréttir af því að hann hefði komið í veg fyrir að Amri hafi banað fleirum. Þýska blaðið Bild segir nú frá því að læknar útiloki að hinn 37 ára Urban hafi verið með meðvitund þegar árásin var gerð. Krufning hafi leitt í ljós að hann hafi verið skotinn milli 16:30 og 17:30 að staðartíma og að hann hafi misst mikið blóð. Frændi Urban hafði áður greint frá því að hann hafi misst samband við Urban um klukkan 16, en árásin var gerð skömmu eftir klukkan 20. Bild segir mögulegt að Urban hafi verið á lífi í farþegasætinu þegar árásin var gerð en að útilokað hafi verið fyrir hann að grípa í stýrið og hafa þannig áhrif á akstursleið vörubílsins. Hinn 24 ára Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu þann 23. desember. Á myndbandi sem áróðursdeild ISIS birti mátti sjá hann sverja hollustu við samtökin. Lögregla rannsakar nú hvort að hann kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Á upptöku úr öryggismyndavél á Lyon-Part-Dieu lestarstöðinni má sjá Amri skömmu áður en hann steig um borð í lest á leið til Chambery á leið sinni til Mílano. Þar virtist hann vera einn á ferð. Tengdar fréttir Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00 Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00 Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var skotinn í höfuðið nokkrum klukkustundum áður en Túnisinn Anis Amri ók vörubílnum inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín þann 19. desember. Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í skýrslu réttarlækna. Urban var í hópi tólf manna sem fórust í árásinni, en auk þeirra særðust tugir til viðbótar. Eftir árásina fannst Urban stunginn og skotinn í vörubílnum og bárust fréttir af því að hann hefði komið í veg fyrir að Amri hafi banað fleirum. Þýska blaðið Bild segir nú frá því að læknar útiloki að hinn 37 ára Urban hafi verið með meðvitund þegar árásin var gerð. Krufning hafi leitt í ljós að hann hafi verið skotinn milli 16:30 og 17:30 að staðartíma og að hann hafi misst mikið blóð. Frændi Urban hafði áður greint frá því að hann hafi misst samband við Urban um klukkan 16, en árásin var gerð skömmu eftir klukkan 20. Bild segir mögulegt að Urban hafi verið á lífi í farþegasætinu þegar árásin var gerð en að útilokað hafi verið fyrir hann að grípa í stýrið og hafa þannig áhrif á akstursleið vörubílsins. Hinn 24 ára Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu þann 23. desember. Á myndbandi sem áróðursdeild ISIS birti mátti sjá hann sverja hollustu við samtökin. Lögregla rannsakar nú hvort að hann kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Á upptöku úr öryggismyndavél á Lyon-Part-Dieu lestarstöðinni má sjá Amri skömmu áður en hann steig um borð í lest á leið til Chambery á leið sinni til Mílano. Þar virtist hann vera einn á ferð.
Tengdar fréttir Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00 Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00 Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00
Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00
Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51
Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31