Fundu lík Emilie í stöðuvatni um fimm mánuðum eftir að hún hvarf Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2016 10:51 Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Mynd/Missing People Denmark Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira