Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2016 21:08 Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. Íslenski lyfjagagnagrunnurinn sem er rekinn á ábyrgð landlæknis er ekki traust heimild um lyfjaávísanir að mati Ingunnar Björnsdóttur dósents í lyfjafræði við Háskólann í Osló. Þannig voru beinlínis rangar og villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunninum um lækna sem skrifuðu upp á amfetamín á síðasta ári. Því þurfti að byggja á upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands þegar aflað var upplýsinga um notkun amfetamíns á Íslandi. Villurnar í lyfjagagnagrunninum eru fleiri. Ingunn nefnir sem dæmi að samanburðareining yfir skilgreinda dagskammta hafi verið röng í 30 prósentum tilvika í lyfjagagnagrunninum. Fréttastofan greindi í gær frá ávísunum íslenskra lækna upp á amfetamín. Alls voru þetta 72 einstaklingar sem fengu amfetamíni ávísað með lyfseðli frá íslenskum læknum á tímabilinu 1. mars 2015 - 1. mars 2016. Þetta er hlutfallslega mun meira en á hinum Norðurlöndunum.Óttar Guðmundsson geðlæknir.„Amfetamín er ágætt þunglyndislyf“ Óttar Guðmundsson geðlæknir er einn þeirra lækna sem hefur þurft að meðhöndla sjúklinga með amfetamíni í ákveðnum tilvikum. „Amfetamín er ágætt þunglyndislyf, það verður að viðurkenna það, þótt það sé ekki mikið notað sem slíkt. En ef menn eru komnir í algjört þrot með þunglyndislyfjameðferð þá er oft gripið til amfetamíns. Sérstaklega ef einstaklingurinn er algjörlega frumkvæðislaus, kemst ekki úr rúminu og hefur tapað öllum lífsþorsta og lífslöngun og lífsgæðin orðin ansi léleg. Sömuleiðis er amfetamín notað á gjörgæsludeildum þegar einstaklingar hafa legið lengi og komast ekki á fætur og hafa glatað allri lífsvon og lífsvilja. Það er ekki algengt að lyfið sé notað hjá nýjum einstaklingum en þó í þessum tilfellum,“ segir Óttar. Hann segir að margir þeirra sem fái efnið séu eldri karlmenn sem hafi glímt við fíkn á árum áður og þurfi nauðsynlega á efninu að halda. „Margir þeirra sem eru á amfetamíni í dag hafa verið á amfetamíni mjög lengi og þeir fá þessa lyfseðla fyrst og fremst af mannúðarástæðum, til að koma í veg fyrir að þessir eldri menn séu að þvælast úti á svarta markaðnum og að eyða ellilaununum í fíkniefnasala. Það er betra að við sjáum til þess að þeir geta náð í þetta efni í apótekinu úr því þeir þurfa á því að halda.“ Það er ekki bara amfetamínið sem Íslendingar nota meira af en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Átta þúsund Íslendingar fá metýlfenídat lyf sem notuð eru við ADHD. Hér er um að ræða rítalín, concerta og skyld lyf. Metýlfenídat lyf eru mjög vinsæl hjá sprautufíklum og á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að umræða um þessi lyf var í hámarki hér á landi hefur notkun þeirra bara aukist eins og kemur fram í þessari tilkynningu á heimasíðu landlæknis frá 14. október síðastliðnum. „Við vitum í raun og veru ekki hversu margar greiningar (ADHD-greiningar innsk.blm) eru á hverja þúsund íbúa hjá öðrum þjóðum. Við vitum það ekki heldur fyrir Ísland. Við vitum hins vegar hversu margir fá ávísað lyfjunum en hvort hinar þjóðirnar eru að beita öðrum úrræðum en lyfjaávísunum er það sem við höfum áhuga á að vita og við höldum að sé öðruvísi þar heldur en hér,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu. Tengdar fréttir Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. Íslenski lyfjagagnagrunnurinn sem er rekinn á ábyrgð landlæknis er ekki traust heimild um lyfjaávísanir að mati Ingunnar Björnsdóttur dósents í lyfjafræði við Háskólann í Osló. Þannig voru beinlínis rangar og villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunninum um lækna sem skrifuðu upp á amfetamín á síðasta ári. Því þurfti að byggja á upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands þegar aflað var upplýsinga um notkun amfetamíns á Íslandi. Villurnar í lyfjagagnagrunninum eru fleiri. Ingunn nefnir sem dæmi að samanburðareining yfir skilgreinda dagskammta hafi verið röng í 30 prósentum tilvika í lyfjagagnagrunninum. Fréttastofan greindi í gær frá ávísunum íslenskra lækna upp á amfetamín. Alls voru þetta 72 einstaklingar sem fengu amfetamíni ávísað með lyfseðli frá íslenskum læknum á tímabilinu 1. mars 2015 - 1. mars 2016. Þetta er hlutfallslega mun meira en á hinum Norðurlöndunum.Óttar Guðmundsson geðlæknir.„Amfetamín er ágætt þunglyndislyf“ Óttar Guðmundsson geðlæknir er einn þeirra lækna sem hefur þurft að meðhöndla sjúklinga með amfetamíni í ákveðnum tilvikum. „Amfetamín er ágætt þunglyndislyf, það verður að viðurkenna það, þótt það sé ekki mikið notað sem slíkt. En ef menn eru komnir í algjört þrot með þunglyndislyfjameðferð þá er oft gripið til amfetamíns. Sérstaklega ef einstaklingurinn er algjörlega frumkvæðislaus, kemst ekki úr rúminu og hefur tapað öllum lífsþorsta og lífslöngun og lífsgæðin orðin ansi léleg. Sömuleiðis er amfetamín notað á gjörgæsludeildum þegar einstaklingar hafa legið lengi og komast ekki á fætur og hafa glatað allri lífsvon og lífsvilja. Það er ekki algengt að lyfið sé notað hjá nýjum einstaklingum en þó í þessum tilfellum,“ segir Óttar. Hann segir að margir þeirra sem fái efnið séu eldri karlmenn sem hafi glímt við fíkn á árum áður og þurfi nauðsynlega á efninu að halda. „Margir þeirra sem eru á amfetamíni í dag hafa verið á amfetamíni mjög lengi og þeir fá þessa lyfseðla fyrst og fremst af mannúðarástæðum, til að koma í veg fyrir að þessir eldri menn séu að þvælast úti á svarta markaðnum og að eyða ellilaununum í fíkniefnasala. Það er betra að við sjáum til þess að þeir geta náð í þetta efni í apótekinu úr því þeir þurfa á því að halda.“ Það er ekki bara amfetamínið sem Íslendingar nota meira af en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Átta þúsund Íslendingar fá metýlfenídat lyf sem notuð eru við ADHD. Hér er um að ræða rítalín, concerta og skyld lyf. Metýlfenídat lyf eru mjög vinsæl hjá sprautufíklum og á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að umræða um þessi lyf var í hámarki hér á landi hefur notkun þeirra bara aukist eins og kemur fram í þessari tilkynningu á heimasíðu landlæknis frá 14. október síðastliðnum. „Við vitum í raun og veru ekki hversu margar greiningar (ADHD-greiningar innsk.blm) eru á hverja þúsund íbúa hjá öðrum þjóðum. Við vitum það ekki heldur fyrir Ísland. Við vitum hins vegar hversu margir fá ávísað lyfjunum en hvort hinar þjóðirnar eru að beita öðrum úrræðum en lyfjaávísunum er það sem við höfum áhuga á að vita og við höldum að sé öðruvísi þar heldur en hér,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu.
Tengdar fréttir Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00