Rose og Noah höfðu betur í heimkomunni | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 11:00 Butler, Gibson og Butler stöðva Rose í leiknum í nótt. Vísir/Getty Joakim Noah, Derrick Rose og félagar í New York Knicks höfðu betur 117-104 gegn Chicago Bulls í fyrsta leik sínum á gamla heimavellinum í NBA-deildinni í nótt. Báðir leikmenn höfðu leikið allan sinn feril með Bulls þar til í sumar. Rose var skipt en Noah hafði áður samið við Knicks eftir að samningur hans í Chicago rann út. Fengu þeir báðir höfðinglegar móttökur fyrir leik en Rose gældi við þrefalda tvennu í leiknum með 15 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst. Heimamaðurinn Dwyane Wade var stigahæstur hjá Bulls með 35 stig og bætti Jimmy Butler við 26 stigum en aðrir byrjunarliðsleikmenn Bulls náðu sér ekki á strik. Í Los Angeles vann hið unga lið Lakers annan leik sinn í röð gegn meistaraefnunum í Golden State Warriors 117-97. Steph Curry og félagar í Warriors náðu sér aldrei á strik í leiknum og leiddu Lakers nánast allan leikinn. Kevin Durant leiddi Warriors í stigaskorun með 27 stig en skvettubræðurnir (e. Splash brothers) tveir, Klay Thompson og Curry, voru aðeins með 23 stig samans. Julius Randle, kraftframherji Lakers, var með tvöfalda tvennu í leiknum með 20 stig og 14 fráköst en leikstjórnandinn D'Angelo Russell bætti við 17 stigum. Þá eru Dallas Mavericks og New Orleans Pelicans enn án sigurs eftir leiki næturnar en San Antonio Spurs komst aftur á sigurbraut.Úrslit kvöldsins: Washington Wizards 95-92 Atlanta Hawks Toronto Rapotrs 87-96 Miami Heat Brooklyn Nets 95-99 Charlotte Hornets Chicago Bulls 104-117 New York Knicks Memphis Grizzlies 88-99 Los Angeles Clippers New Orleans Pelicans 111-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 95-105 Portland Utah Jazz 86-100 San Antonio Spurs Los Angeles Lakers 117-97 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Helstu tilþrif Rose og Noah í gær: Lakers vann óvæntan sigur á Warriors: NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Joakim Noah, Derrick Rose og félagar í New York Knicks höfðu betur 117-104 gegn Chicago Bulls í fyrsta leik sínum á gamla heimavellinum í NBA-deildinni í nótt. Báðir leikmenn höfðu leikið allan sinn feril með Bulls þar til í sumar. Rose var skipt en Noah hafði áður samið við Knicks eftir að samningur hans í Chicago rann út. Fengu þeir báðir höfðinglegar móttökur fyrir leik en Rose gældi við þrefalda tvennu í leiknum með 15 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst. Heimamaðurinn Dwyane Wade var stigahæstur hjá Bulls með 35 stig og bætti Jimmy Butler við 26 stigum en aðrir byrjunarliðsleikmenn Bulls náðu sér ekki á strik. Í Los Angeles vann hið unga lið Lakers annan leik sinn í röð gegn meistaraefnunum í Golden State Warriors 117-97. Steph Curry og félagar í Warriors náðu sér aldrei á strik í leiknum og leiddu Lakers nánast allan leikinn. Kevin Durant leiddi Warriors í stigaskorun með 27 stig en skvettubræðurnir (e. Splash brothers) tveir, Klay Thompson og Curry, voru aðeins með 23 stig samans. Julius Randle, kraftframherji Lakers, var með tvöfalda tvennu í leiknum með 20 stig og 14 fráköst en leikstjórnandinn D'Angelo Russell bætti við 17 stigum. Þá eru Dallas Mavericks og New Orleans Pelicans enn án sigurs eftir leiki næturnar en San Antonio Spurs komst aftur á sigurbraut.Úrslit kvöldsins: Washington Wizards 95-92 Atlanta Hawks Toronto Rapotrs 87-96 Miami Heat Brooklyn Nets 95-99 Charlotte Hornets Chicago Bulls 104-117 New York Knicks Memphis Grizzlies 88-99 Los Angeles Clippers New Orleans Pelicans 111-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 95-105 Portland Utah Jazz 86-100 San Antonio Spurs Los Angeles Lakers 117-97 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Helstu tilþrif Rose og Noah í gær: Lakers vann óvæntan sigur á Warriors:
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira