Áhugavert samtal við umhverfið Júlía Marinósdóttir skrifar 5. nóvember 2016 11:00 Frá sýningunni Bygging sem vera og borgin sem svið, sem Egill Sæbjörnsson sýnir í Hafnarborg. Myndlist Bygging sem vera og borgin sem svið Egill Sæbjörnsson sýnir í Hafnarborg Sýningarstjóri: Ágústa Kristófersdóttir Það er ekki oft að við veitum byggingum í okkar eigin borg eftirtekt. Í Hafnarfirði mætast andstæðurnar í nútíð og fortíð. Eldri byggingar með náttúruna í bakgarðinum standa innan um byggingar reistar í nútímalegum stíl. Egill Sæbjörnsson setur bæinn í forgrunn í innsetningu sem dregur upp tengsl okkar við umhverfið. Í tengslum við viðburðinn Bakarí í vor bauð hann fólki að búa til hluti úr deigi. Síðan var það bakað og er það til sýnis í einum hluta salarins nú en í hinum hlutanum hafa nokkrir þeirra verið stækkaðir upp. Allir hlutirnir tengjast byggingum á einn eða annan hátt. Hurðir, svalir, ljósastaurar eða jafnvel innbú. Öll erum við hluti af borg eða bæ og því var útfærslan með aðkomu fólks, okkur borgaranna sjálfa vel hugsuð. Listamaðurinn færir áhersluna af honum sjálfum og yfir á umfjöllunarefnið. Þannig nær boðskapurinn að eiga erindi og samtal við almenning. Hlutirnir á sýningunni eru eins og úr ævintýri. Lífræn form gáfu tilfinningu um náttúrlegt flæði þorps. Þó ber það með sér sterilíserað yfirbragð í hvíta salnum. Það kemur heim og saman við nýlegar sterilíseraðar byggingar sem eru eins og verur án andlits. Módernískur arkitektúr hvarf frá fyrrum hugmyndum um byggingar, þær urðu einfaldari og við gerð þeirra varð þung áhersla á greiningu á notagildi. Spurningin er, erum við ánægðari í þess konar umhverfi? Hægt er að hugsa sér að byggingar eru eins og verur og borgin er svið þar sem fólk lifir í ævintýri. Fólk á í stöðugum samskiptum við byggingarnar, þar býr það og starfar. Það er ekki hægt að segja að við séum stödd í góðu og skemmtilegu ævintýri þegar það er ekkert nema einfalt yfirborð og skipulögð steypa. Agli tekst að skapa grundvöll fyrir umræðu um samband okkar sem borgarbúa við byggingarnar okkar. Eitthvað sem flestir ef ekki allir taka sem sjálfsögðum hlut. Á sýningunni eru viðtöl við aðila sem koma að uppbyggingu og skipulagi Hafnarfjarðarbæjar ásamt viðtali við listamanninn. Það er gagnlegt stuðningsefni við sýninguna en án þess hefði sýningin ekki náð að standa ein og sér. Það vantaði upp á dýnamík sem hefði knúið fram persónulegt samtal. Í tengslum við sýninguna benti Egill á að Hafnarfjörður sé í eins konar krísu þar sem helst má líkja bænum við ungling. Bærinn er ekki búinn að fatta hver hann er og hermir eftir öðrum. Það má þá segja að hann þarf aðeins að koma auga á fegurð sína sem hefur verið þarna alla tíð í stað þess að reyna að samlagast hópnum. Verðmæti sem ekki eru metin til fjár eru fólgin í náttúrulegra umhverfi. Umhverfi sem gerir líf borgarbúanna innihaldsríkara.Niðurstaða: Áhugaverð sýning sem nær að vekja upp spurningar um samband okkar við umhverfið á uppbyggilegan hátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember. Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Myndlist Bygging sem vera og borgin sem svið Egill Sæbjörnsson sýnir í Hafnarborg Sýningarstjóri: Ágústa Kristófersdóttir Það er ekki oft að við veitum byggingum í okkar eigin borg eftirtekt. Í Hafnarfirði mætast andstæðurnar í nútíð og fortíð. Eldri byggingar með náttúruna í bakgarðinum standa innan um byggingar reistar í nútímalegum stíl. Egill Sæbjörnsson setur bæinn í forgrunn í innsetningu sem dregur upp tengsl okkar við umhverfið. Í tengslum við viðburðinn Bakarí í vor bauð hann fólki að búa til hluti úr deigi. Síðan var það bakað og er það til sýnis í einum hluta salarins nú en í hinum hlutanum hafa nokkrir þeirra verið stækkaðir upp. Allir hlutirnir tengjast byggingum á einn eða annan hátt. Hurðir, svalir, ljósastaurar eða jafnvel innbú. Öll erum við hluti af borg eða bæ og því var útfærslan með aðkomu fólks, okkur borgaranna sjálfa vel hugsuð. Listamaðurinn færir áhersluna af honum sjálfum og yfir á umfjöllunarefnið. Þannig nær boðskapurinn að eiga erindi og samtal við almenning. Hlutirnir á sýningunni eru eins og úr ævintýri. Lífræn form gáfu tilfinningu um náttúrlegt flæði þorps. Þó ber það með sér sterilíserað yfirbragð í hvíta salnum. Það kemur heim og saman við nýlegar sterilíseraðar byggingar sem eru eins og verur án andlits. Módernískur arkitektúr hvarf frá fyrrum hugmyndum um byggingar, þær urðu einfaldari og við gerð þeirra varð þung áhersla á greiningu á notagildi. Spurningin er, erum við ánægðari í þess konar umhverfi? Hægt er að hugsa sér að byggingar eru eins og verur og borgin er svið þar sem fólk lifir í ævintýri. Fólk á í stöðugum samskiptum við byggingarnar, þar býr það og starfar. Það er ekki hægt að segja að við séum stödd í góðu og skemmtilegu ævintýri þegar það er ekkert nema einfalt yfirborð og skipulögð steypa. Agli tekst að skapa grundvöll fyrir umræðu um samband okkar sem borgarbúa við byggingarnar okkar. Eitthvað sem flestir ef ekki allir taka sem sjálfsögðum hlut. Á sýningunni eru viðtöl við aðila sem koma að uppbyggingu og skipulagi Hafnarfjarðarbæjar ásamt viðtali við listamanninn. Það er gagnlegt stuðningsefni við sýninguna en án þess hefði sýningin ekki náð að standa ein og sér. Það vantaði upp á dýnamík sem hefði knúið fram persónulegt samtal. Í tengslum við sýninguna benti Egill á að Hafnarfjörður sé í eins konar krísu þar sem helst má líkja bænum við ungling. Bærinn er ekki búinn að fatta hver hann er og hermir eftir öðrum. Það má þá segja að hann þarf aðeins að koma auga á fegurð sína sem hefur verið þarna alla tíð í stað þess að reyna að samlagast hópnum. Verðmæti sem ekki eru metin til fjár eru fólgin í náttúrulegra umhverfi. Umhverfi sem gerir líf borgarbúanna innihaldsríkara.Niðurstaða: Áhugaverð sýning sem nær að vekja upp spurningar um samband okkar við umhverfið á uppbyggilegan hátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember.
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira