Átökin í Mosúl hafa harðnað Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Írakskir hermenn komnir til Gogjali, eins úthverfis Mosúlborgar. Nordicphotos/AFP Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35
Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50
UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50