Benedikt segir Bjarna stýra dagskránni í bili Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari flokksins, skælbrosandi á fundi í Valhöll. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og handhafi stjórnarmyndunarumboðs, mun leggjast undir feld um helgina og fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum áður en hann ákveður framhaldið. Bjarni fundaði með þingflokki sínum í Valhöll í gær og fór yfir stöðuna. Í samtali við fréttastofu á leið sinni inn á fundinn sagði Bjarni að ekkert væri útilokað þegar kæmi að stjórnarmyndun. Þá sagði hann ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekkert líklegri kost en aðra. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á það, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að hann hafi ekki fundað með Bjarna í gær. Þó hafi þeir talað tvisvar saman í síma. Lítið hafi gerst í stjórnarmyndunarviðræðum og Bjarni hyggist taka sér helgina til þess að hugsa um framhaldið.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Ernir„Bjarni stjórnar dagskránni í bili. Eigum við ekki að sjá bara hvað hann segir? Hann hefur ekki boðað mig á fund,“ segir Benedikt. „Það hefur eitthvað lítið verið talað saman í dag, ef nokkuð. Það hefur ekkert verið skipulagt meira en það sem við sögðum í gær [á fimmtudag] og Bjarni sagði eftir fundina með formönnum flokkanna,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sú hugmynd hefði verið rædd á fundi Benedikts og Óttars með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn þeirra flokka auk Sjálfstæðisflokks. Í samtali við fréttastofu í gær sögðu Óttarr og Benedikt báðir að það hefði ekki borið á góma. Bjarni sagði hins vegar í gær að þótt töluvert bæri á milli í pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri hann ekki búinn að loka fyrir þann möguleika.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23 Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25 Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og handhafi stjórnarmyndunarumboðs, mun leggjast undir feld um helgina og fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum áður en hann ákveður framhaldið. Bjarni fundaði með þingflokki sínum í Valhöll í gær og fór yfir stöðuna. Í samtali við fréttastofu á leið sinni inn á fundinn sagði Bjarni að ekkert væri útilokað þegar kæmi að stjórnarmyndun. Þá sagði hann ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekkert líklegri kost en aðra. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á það, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að hann hafi ekki fundað með Bjarna í gær. Þó hafi þeir talað tvisvar saman í síma. Lítið hafi gerst í stjórnarmyndunarviðræðum og Bjarni hyggist taka sér helgina til þess að hugsa um framhaldið.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Ernir„Bjarni stjórnar dagskránni í bili. Eigum við ekki að sjá bara hvað hann segir? Hann hefur ekki boðað mig á fund,“ segir Benedikt. „Það hefur eitthvað lítið verið talað saman í dag, ef nokkuð. Það hefur ekkert verið skipulagt meira en það sem við sögðum í gær [á fimmtudag] og Bjarni sagði eftir fundina með formönnum flokkanna,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sú hugmynd hefði verið rædd á fundi Benedikts og Óttars með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn þeirra flokka auk Sjálfstæðisflokks. Í samtali við fréttastofu í gær sögðu Óttarr og Benedikt báðir að það hefði ekki borið á góma. Bjarni sagði hins vegar í gær að þótt töluvert bæri á milli í pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri hann ekki búinn að loka fyrir þann möguleika.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23 Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25 Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent