Erlent

Erdogan krefst þess að bandarísk stjórnvöld handtaki Fethullah Gulen

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Tyrkir í Bandaríkjunum mættu við heimili Fethullah Gulen í dag til þess að mótmæla valdaránstilrauninni.
Tyrkir í Bandaríkjunum mættu við heimili Fethullah Gulen í dag til þess að mótmæla valdaránstilrauninni. Vísir/Getty
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands krefst þess að bandarísk stjórnvöld handtaki klerkinn Fethullah Gulen sem grunaður er um að hafa stýrt aðgerðum í valdaránstilrauninni í gær. Þetta sagði forsetinn þegar hann ávarpaði almenning í kvöld. Erdogan óskar þess að bandarísk stjórnvöld sendi Gulen til Tyrklands svo rétta megi yfir honum þar.

Gulen, sem býr í útlegð í Pennsylvaníufylki Bandaríkjanna, hefur neitað aðild að tilrauninni og segist fordæma hana.

Hópur tyrkja í Bandaríkjunum safnaðist saman fyrir utan heimili Gulens í Pennsylvaníu í dag til þess að mótmæla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×