Enski boltinn

Blaðamaður Daily Mail: Gylfi ætti að fá langstærsta bónusinn ef Swansea bjargar sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson átti stórleik með Swansea City í gær þegar liðið vann lífsnauðsynlegan sigur á Sunderland í miklum botnbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö í 3-0 sigri en þessi þrjú stig sem liðið fékk á Liberty-leikvanginum í gær kom liðinu upp úr fallsætinu.

Riath Al-samarrai skrifaði um leikinn fyrir Daily Mail og hann valdi Gylfa besta mann leiksins eins og blaðamaður BBC gerði líka. Blaðamaður Daily Mail setti frammistöðu Gylfa að undanförnu í samhengi.

„Það kemur að þeim tímapunkti næsta sumar, ef Swansea nær einhvern vegin að bjarga sér, að leikmenn liðsins munu fá bónusa fyrir að bjarga liðinu frá falli. Ef liðsfélagar hans hafa einhverja samvisku þá ætti Gylfi að fá langstærsta bónusinn,“ skrifar Riath Al-samarrai hjá Daily Mail.

Blaðamaður Daily Mail segir það þó að það sé enn mun meiri líkur fyrir því að Swansea falli en að liðið bjargi sér.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur nú skorað 5 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 15 leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann hefur því með beinum hætti komið að 10 af 19 mörkum liðsins. Þá eru ekki talin með mörk sem hann átti ekki stoðsendinguna en kom hinsvegar að undirbúningi marksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×