Innlent

Fimmtíu skjálftar hafa mælst í Kötlu í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigketill í Kötlu.
Sigketill í Kötlu. vísir/haraldur Guðjónsson
Um 50 skjálftar hafa mælst í Kötlu í dag en skjálftavirkni jókst um hádegið. ÞEtta kemur fram í athugasemd jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar en þar segir að þetta sé mesta daglega tíðni á skjálftum þar í ár og í raun síðan 2011.

Stærstu skjálftarnir hafa verið um 2,3 að stærð og allir skjálftarnir eru mjög grunnir. Skjálftavirknin er aðallega um 1,5 kílómetra norður af katli 16. Hefur rennsli í Múlakvísl farið minnkandi síðan á þriðjudag og rafleiðnin sögð 190 uS sem er frekar hátt gildi miðað við árstíma. Flogið var yfir svæðið á þriðjudag og þá sáust engar verulegar breytingar á yfirborði/kötlum. GPS mælingar hafa engar breytingar sýnt.


Tengdar fréttir

Katla lætur vita af sér

Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×