Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðum Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 14:49 Jón Bjarki Bentsson er sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV. Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV.
Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira