Erlent

Tyrkir slökkva á sjónvarpsútsendingum Kúrda

Atli ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Tyrknesk yfirvöld hafa slökkt á útsendingum tíu sjónvarpsstöðva Kúrda. Þetta er gert í skjóli neyðarlaga sem sett voru í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í sumar.

AFP greinir frá því að stöðvar á borð við Zarok TV – vinsælasta barnastöð Kúrda – hafi verið fjarlægðar af dreifingarkerfi TURKSAT.

Heimildarmaður innan tyrkneska stjórnkerfisins segir að á fjórum stöðvum sé einungis töluð kúrdíska, á þremur bæði kúrdíska og tyrkneska og síðustu þremur tyrkneska, en stöðvarnar eru taldar hallar undir málstað Kúrda. Þá er einnig búið að slökkva á útsendingum tveggja útvarpsstöðva.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segist búast við að þriggja mánaða neyðarástandi sem samþykkt var í sumar verði framlengt þegar það rennur út í október.

Um 32 þúsund manns eru nú í haldi tyrkneskrar lögreglu vegna gruns um að tengjast valdaránstilrauninni sem Tyrklandsstjórn sakar klerkinn Fetullah Gülen bera ábyrgð á.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×