„Þeir sem biðu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 10:15 Magnað sjónarspil var á himnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“ Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“
Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31
Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25
Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00