Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 14:15 Dæmi eru um að börn sitji ein í matmálstímum. vísir/pjetur Börn í Árbæjarskóla sem ekki eru í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg þurfa að borða hádegismat sinn annars staðar en í mötuneyti skólans. Dæmi eru að börn þurfi að sitja ein í matmálstímanum sökum þessa. Skýringar sem foreldrar hafa fengið eru þær að matur sé af skornum skammti og að ekki gangi upp að krakkar séu að borða af annars diski, óháð áskrift.Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um atvik sem kom upp í gær, á öskudaginn, í Fellaskóla. Þar var ellefu ára nemenda synjað um að taka þátt í pítsuveislu í skólanum þar sem hún var ekki í mataráskrift. Skólastjóri vísaði í reglur skólans. Foreldrafélag Árbæjarskóla fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag í september í fyrra. Málið var tekið upp við skólastjórn, sem þó sagði það einungis eiga við unglingastig. Samkvæmt upplýsingum frá foreldri í skólanum ber sögum ekki saman, því nokkrir foreldrar barna í sjötta og sjöunda bekk hafi kvartað undan því að börn þeirra fái ekki að borða með skólasystkinum sínum.Vinahópar slitnir í sundur Þeir nemendur sem eru í svonefndri mataráskrift eiga rétt á að fá sér tvisvar á diskinn og telja foreldrar það því eiga að vera í höndum krakkanna að ákveða hvort þau ákveði að deila matnum með vini – enda sé búið að greiða fyrir matinn. Verið sé að slíta vinahópa í sundur með þessum hætti. Í bréfi skólastjóra til foreldra segir að ástæða þess að ekki sé hægt að blanda nemendum á unglingastigi saman í mat sé sú að skólinn ráði ekki við að þjónusta þá eins vel með þeim hætti. Reynt hafi verið að blanda nemendum saman sem ekki hafi gengið þar sem þeir hafi borðað hver af annars diski, sérstaklega þegar vinsælir réttir hafi verið í boði. Þá sé dæmi um að maturinn hafi klárast og að þeir sem voru í áskrift hafi ekki fengið sinn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu er unnið að því að leysa málið í samráði við skólastjórn. Ekki náðist í Þorstein Sæberg skólastjóra við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Börn í Árbæjarskóla sem ekki eru í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg þurfa að borða hádegismat sinn annars staðar en í mötuneyti skólans. Dæmi eru að börn þurfi að sitja ein í matmálstímanum sökum þessa. Skýringar sem foreldrar hafa fengið eru þær að matur sé af skornum skammti og að ekki gangi upp að krakkar séu að borða af annars diski, óháð áskrift.Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um atvik sem kom upp í gær, á öskudaginn, í Fellaskóla. Þar var ellefu ára nemenda synjað um að taka þátt í pítsuveislu í skólanum þar sem hún var ekki í mataráskrift. Skólastjóri vísaði í reglur skólans. Foreldrafélag Árbæjarskóla fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag í september í fyrra. Málið var tekið upp við skólastjórn, sem þó sagði það einungis eiga við unglingastig. Samkvæmt upplýsingum frá foreldri í skólanum ber sögum ekki saman, því nokkrir foreldrar barna í sjötta og sjöunda bekk hafi kvartað undan því að börn þeirra fái ekki að borða með skólasystkinum sínum.Vinahópar slitnir í sundur Þeir nemendur sem eru í svonefndri mataráskrift eiga rétt á að fá sér tvisvar á diskinn og telja foreldrar það því eiga að vera í höndum krakkanna að ákveða hvort þau ákveði að deila matnum með vini – enda sé búið að greiða fyrir matinn. Verið sé að slíta vinahópa í sundur með þessum hætti. Í bréfi skólastjóra til foreldra segir að ástæða þess að ekki sé hægt að blanda nemendum á unglingastigi saman í mat sé sú að skólinn ráði ekki við að þjónusta þá eins vel með þeim hætti. Reynt hafi verið að blanda nemendum saman sem ekki hafi gengið þar sem þeir hafi borðað hver af annars diski, sérstaklega þegar vinsælir réttir hafi verið í boði. Þá sé dæmi um að maturinn hafi klárast og að þeir sem voru í áskrift hafi ekki fengið sinn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu er unnið að því að leysa málið í samráði við skólastjórn. Ekki náðist í Þorstein Sæberg skólastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01