
Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak?
Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku.
Raisan flúði Írak þegar hættuleg samtök reyndu að myrða hann og ræna börnunum hans. Hann lifði fallegu og góðu lífi með konu sinni og börnum. Hann á 6 börn. Elsta barnið er komið á unglingsaldur en yngsta dóttirin er 4 ára. Mynd af henni brosandi er bakmyndin á síma Raisan.
Raisan sinnti herþjónustu í Írak, þar sem hann var upplýsingafulltrúi.
Fjölskylda hans bjó í Waset en hann þurfti að mæta til vinnu í annari íraskri borg, Fallujah. Eftir að mörg hættuleg samtök höfðu reynt að myrða hann flúði hann frá Írak til Tyrklands. Hann segist hafa sent konu sína og börn til tengdaforeldra sinna vegna þess að þessi samtök hafi hótað því að reyna börnunum.
Raisan óskar sér þess að búa í öruggu landi með fjölskyldu sinni. Eftir að hann flúði frá Írak fór hann í gegnum mismunandi Evrópulönd og var tekinn af norsku lögreglunni. Eftir nokkra daga í Noregi náði hann að flýja til Íslands því norsk stjórnvöld skiptu Írak í ólík svæði. Þau litu svo á að Raisan tilheyrði öruggu svæði í Írak. Þau tóku ekki efnislega afstöðu til aðstæðna Raisan og vildu senda hann aftur til Íraks.
Raisan trúir því ekki að það séu nein örugg svæði í Írak. Hann bendir því til stuðnings á sjálfsmorðsárásirnar sem eiga sér stað daglega víðsvegar í Írak. Baghdad er til að mynda álitið af Noregi öruggt svæði en 3. júlí sl. voru 200 saklausir borgarar myrtir þar í hryðjuverkum.
Hann spyr hvernig það sé hægt að meta borg sem örugga þar sem fólk er í hættu vegna sjálfsmorðsárása, hvernig sé hægt að ala upp börn í þannig umhverfi? Hann segir: ,,Ég var alltaf að hugsa um þetta þegar ég horfði á börnin mín og konu, í hvert einasta skipti sem ég fór út úr húsi. Fjölskylda mín og ég lifðum í algjörum ótta."
Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni er Útlendingastofnun heimilt að endursenda Raisan til Noregs. Raisan trúir því að norsk útlendingayfirvöld munu örugglega vísa honum úr landi og senda hann til Íraks þar sem hans bíður dauði. Hann er á fimmta degi hungurverkfalls núna á þriðjudaginn 5. júlí. Hann biður íslensk yfirvöld um að stöðva brottflutning hans til Noregs og að taka mál hans til efnislegrar skoðunar á Íslandi.
Skoðun

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar