Skoðun

Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak?

Mortreza Songoldezeh skrifar
Kæru lesendur.

Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku.

Raisan flúði Írak þegar hættuleg samtök reyndu að myrða hann og ræna börnunum hans. Hann lifði fallegu og góðu lífi með konu sinni og börnum. Hann á 6 börn. Elsta barnið er komið á unglingsaldur en yngsta dóttirin er 4 ára. Mynd af henni brosandi er bakmyndin á síma Raisan.

Raisan sinnti herþjónustu í Írak, þar sem hann var upplýsingafulltrúi.

Fjölskylda hans bjó í Waset en hann þurfti að mæta til vinnu í annari íraskri borg, Fallujah. Eftir að mörg hættuleg samtök höfðu reynt að myrða hann flúði hann frá Írak til Tyrklands. Hann segist hafa sent konu sína og börn til tengdaforeldra sinna vegna þess að þessi samtök hafi hótað því að reyna börnunum.

Raisan óskar sér þess að búa í öruggu landi með fjölskyldu sinni. Eftir að hann flúði frá Írak fór hann í gegnum mismunandi Evrópulönd og var tekinn af norsku lögreglunni. Eftir nokkra daga í Noregi náði hann að flýja til Íslands því norsk stjórnvöld skiptu Írak í ólík svæði. Þau litu svo á að Raisan tilheyrði öruggu svæði í Írak. Þau tóku ekki efnislega afstöðu til aðstæðna Raisan og vildu senda hann aftur til Íraks.

Raisan trúir því ekki að það séu nein örugg svæði í Írak. Hann bendir því til stuðnings á sjálfsmorðsárásirnar sem eiga sér stað daglega víðsvegar í Írak. Baghdad er til að mynda álitið af Noregi öruggt svæði en 3. júlí sl. voru 200 saklausir borgarar myrtir þar í hryðjuverkum.

Hann spyr hvernig það sé hægt að meta borg sem örugga þar sem fólk er í hættu vegna sjálfsmorðsárása, hvernig sé hægt að ala upp börn í þannig umhverfi? Hann segir: ,,Ég var alltaf að hugsa um þetta þegar ég horfði á börnin mín og konu, í hvert einasta skipti sem ég fór út úr húsi. Fjölskylda mín og ég lifðum í algjörum ótta."

Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni er Útlendingastofnun heimilt að endursenda Raisan til Noregs. Raisan trúir því að norsk útlendingayfirvöld munu örugglega vísa honum úr landi og senda hann til Íraks þar sem hans bíður dauði. Hann er á fimmta degi hungurverkfalls núna á þriðjudaginn 5. júlí. Hann biður íslensk yfirvöld um að stöðva brottflutning hans til Noregs og að taka mál hans til efnislegrar skoðunar á Íslandi.




Skoðun

Sjá meira


×