Ungfrú EM er enn í fullu fjöri þó strákarnir séu komnir heim Guðrún Ansnes skrifar 5. júlí 2016 10:33 Örnu Ýr var gert að klæða sig upp fyrir leik Íslands gegn Frökkum á sunnudag. Sem hún og gerði. Alla daga fer ég er í garðinn Europa Park og er í bíl í skrúðgöngu á leiðinni þangað. Sit þar með borðann minn og veifa til krakkanna,“ segir ungfrú EM, Arna Ýr Jónsdóttir, sem enn er í lukkunnar velstandi rétt hjá þýsku borginni Freiburg, sem einmitt er við landamæri Þýskalands og Frakklands, þar sem Evrópumeistaramótið í knattspyrnu fer fram. Íslenska karlalandsliðið sneri aftur heim í gær eftir frækna framgöngu á mótinu og má því segja að Arna Ýr standi vaktina fyrir Íslands hönd, verandi ungfrú EM. Þrátt fyrir að Ísland hafi lokið þátttöku sinni á mótinu er Arna Ýr í blússandi stuði og nóg fyrir hana að gera.Arna Ýr hefur meira en nóg að gera við að árita fána og spjöld í skemmtigarðinum Europa Park.right„Ég kom hingað með það fyrir augum að vera í tvær vikur. Ég hef verið meðhöndluð eins og prinsessa allan tímann. Eftir að hafa verið í skrúðgöngunni fæ ég svo hádegismat, og fer aftur þaðan á minn bás þar sem risastórum skiltum með myndum af mér hefur verið komið fyrir. Þar sit ég og árita á spjöld með myndum af mér og fólk getur sömuleiðis fengið myndir af sér með mér. Á kvöldin, þegar leikir fara fram, er ég á aðalhótelinu á sviði að gefa áritanir og sé svo auk þess um happdrætti og fleira skemmtilegt,“ útskýrir Arna Ýr, alsæl með hlutverkið.Arna Ýr er ansi sleip í fimleikunum og getur því miðlað reynslunni áfram.Þú ert þá væntanlega komin í frægra manna tölu í Freiburg, svona miðað við áganginn? „Já, það má eiginlega segja það. Það koma allir æðislega vel fram við mig og ég fæ að upplifa allt það besta,“ segir hún glöð í bragði. Þó svo að Arna Ýr kunni býsna vel við þá prinsessulegu meðhöndlun sem hún fær, þá er hún afar ánægð með að fá tækifæri til að vera með svokallað „workshop“ sem ætluð eru börnum. „Ég fæ þá að kenna þeim ýmislegt, svo sem að mála, catwalking-námskeið og fimleika,“ bendir hún stolt á, en sjálf er Arna Ýr fimleikakennari og mikil íþróttakona. Þá er hún iðin við að grípa í pensilinn og er mikil listakona.Okkar konu leiðist ekki í Europa Park, þó ekki væri.En skyldi titillinn ungfrú EM skila henni einhverjum frekari tækifærum að lokinni EM dvölinni? „Já, ég hef fengið rosalega mikið af smærri verkefnum og myndatökum. Verkefni tengd Íslandi hreinlega hlaðast inn og mikið af ljósmyndurum sem bjóða mér verkefni. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt. Þá fannst mér einmitt mjög gaman að fá tækifæri til að senda kveðju til landsliðsins okkar fyrir leikinn á móti Frökkum. Eigendur Europa Park lögðu mikla áherslu á að ég myndi láta liðið vita að það ætti endilega að gera sér ferð í garðinn, þar sem allt yrði auðvitað í boði hússins. Maður finnur mikið fyrir því að allir elska Ísland núna.“Örnu Ýr þykir frábært að fá að mála með krökkunum, enda mikil listakona sjálf.En hvernig er stemningin núna þegar Ísland er dottið út? „Hún er enn þá rosalega góð. Allir tala svo rosalega fallega um Ísland. Ég var beðin um að fara í viðtal bæði fyrir og eftir leikinn og það eina sem rætt var um, var hversu frábært liðið er og hversu flottir íslensku stuðningsmennirnir voru,“ segir hún og ekki er annað að heyra en hún sé ansi stolt af samlöndum sínum. „Bróðir minn og kærasti eru að koma út til mín og við verðum hér saman þar til móti lýkur,“ segir hún að lokum, afar ánægð með lífið. Tengdar fréttir Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Alla daga fer ég er í garðinn Europa Park og er í bíl í skrúðgöngu á leiðinni þangað. Sit þar með borðann minn og veifa til krakkanna,“ segir ungfrú EM, Arna Ýr Jónsdóttir, sem enn er í lukkunnar velstandi rétt hjá þýsku borginni Freiburg, sem einmitt er við landamæri Þýskalands og Frakklands, þar sem Evrópumeistaramótið í knattspyrnu fer fram. Íslenska karlalandsliðið sneri aftur heim í gær eftir frækna framgöngu á mótinu og má því segja að Arna Ýr standi vaktina fyrir Íslands hönd, verandi ungfrú EM. Þrátt fyrir að Ísland hafi lokið þátttöku sinni á mótinu er Arna Ýr í blússandi stuði og nóg fyrir hana að gera.Arna Ýr hefur meira en nóg að gera við að árita fána og spjöld í skemmtigarðinum Europa Park.right„Ég kom hingað með það fyrir augum að vera í tvær vikur. Ég hef verið meðhöndluð eins og prinsessa allan tímann. Eftir að hafa verið í skrúðgöngunni fæ ég svo hádegismat, og fer aftur þaðan á minn bás þar sem risastórum skiltum með myndum af mér hefur verið komið fyrir. Þar sit ég og árita á spjöld með myndum af mér og fólk getur sömuleiðis fengið myndir af sér með mér. Á kvöldin, þegar leikir fara fram, er ég á aðalhótelinu á sviði að gefa áritanir og sé svo auk þess um happdrætti og fleira skemmtilegt,“ útskýrir Arna Ýr, alsæl með hlutverkið.Arna Ýr er ansi sleip í fimleikunum og getur því miðlað reynslunni áfram.Þú ert þá væntanlega komin í frægra manna tölu í Freiburg, svona miðað við áganginn? „Já, það má eiginlega segja það. Það koma allir æðislega vel fram við mig og ég fæ að upplifa allt það besta,“ segir hún glöð í bragði. Þó svo að Arna Ýr kunni býsna vel við þá prinsessulegu meðhöndlun sem hún fær, þá er hún afar ánægð með að fá tækifæri til að vera með svokallað „workshop“ sem ætluð eru börnum. „Ég fæ þá að kenna þeim ýmislegt, svo sem að mála, catwalking-námskeið og fimleika,“ bendir hún stolt á, en sjálf er Arna Ýr fimleikakennari og mikil íþróttakona. Þá er hún iðin við að grípa í pensilinn og er mikil listakona.Okkar konu leiðist ekki í Europa Park, þó ekki væri.En skyldi titillinn ungfrú EM skila henni einhverjum frekari tækifærum að lokinni EM dvölinni? „Já, ég hef fengið rosalega mikið af smærri verkefnum og myndatökum. Verkefni tengd Íslandi hreinlega hlaðast inn og mikið af ljósmyndurum sem bjóða mér verkefni. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt. Þá fannst mér einmitt mjög gaman að fá tækifæri til að senda kveðju til landsliðsins okkar fyrir leikinn á móti Frökkum. Eigendur Europa Park lögðu mikla áherslu á að ég myndi láta liðið vita að það ætti endilega að gera sér ferð í garðinn, þar sem allt yrði auðvitað í boði hússins. Maður finnur mikið fyrir því að allir elska Ísland núna.“Örnu Ýr þykir frábært að fá að mála með krökkunum, enda mikil listakona sjálf.En hvernig er stemningin núna þegar Ísland er dottið út? „Hún er enn þá rosalega góð. Allir tala svo rosalega fallega um Ísland. Ég var beðin um að fara í viðtal bæði fyrir og eftir leikinn og það eina sem rætt var um, var hversu frábært liðið er og hversu flottir íslensku stuðningsmennirnir voru,“ segir hún og ekki er annað að heyra en hún sé ansi stolt af samlöndum sínum. „Bróðir minn og kærasti eru að koma út til mín og við verðum hér saman þar til móti lýkur,“ segir hún að lokum, afar ánægð með lífið.
Tengdar fréttir Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29