Um háskólamenntun í tónlist – námsþróun í alþjóðlegri samvinnu Þóra Einarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 07:00 Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni langar mig að ræða stöðu mála í menntun á háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um fjárskort og aðstöðuleysi en hér er ætlunin að fjalla í nokkrum greinum um þá uppbyggingu og framþróun náms sem á sér stað innan LHÍ. Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi. Í niðurstöðum nýlega útgefinnar langtímarannsóknar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg (Universität für Musik und darstellende Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-meistaranámið gagnist nemendum vel að námi loknu. Í niðurstöðum er jafnframt bent á að þær áherslur sem sé að finna í NAIP-meistaranáminu séu æskilegar í öllu tónlistarnámi á háskólastigi. Kennarar LHÍ hafa unnið með mörgum helstu sérfræðingum Evrópu á sviði tónlistarmenntunar á háskólastigi (e. Higher Music Education) að þessari námsþróun og hefur sú þekking og reynsla haft áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.Lofsamleg umsögn Nýverið hlaut nýtt verkefni um áframhaldandi þróun NAIP-meistaranámsins 270.090 evrur í styrk frá ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir króna. Styrkveitingunni fylgir lofsamleg umsögn óháðra sérfræðinga sem veittu umsókninni 91 stig af 100 mögulegum. Listaháskóli Íslands stýrir verkefninu. Þátttakendur auk tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru: Guildhall School of Music & Drama London, Stockholms konstnärliga högskola, Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, Koninklijk Conservatorium Den Haag, Prins Claus Conservatory of Music & Academia Minerva Groningen og Yong Siew Toh Conservatory of Music Singapore. Einnig taka Íslenska óperan og evrópsk samtök tónlistarskóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar úr atvinnulífinu. Markmið verkefnisins er að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglega vinnu milli tónlistar og sviðslista. Áhersla verður lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni. Mikilvægt er að háskólastofnanir tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ vinnur í samstarfi við fjölda listastofnana, tónlistarhátíða, skóla og annarra stofnana. Til dæmis má nefna Tectonics, Iceland Airways, Myrka Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Listvinafélag Hallgrímskirkju en nemendur á öllum námsstigum skólans hafa komið fram á tónleikum í samstarfi við þessar stofnanir. Einnig hafa meistaranemar í NAIP og í listkennslu unnið með fjölda skólabarna sem og með fjölbreyttum hópum s.s. fólki með fötlun, fólki án atvinnu og fólki með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leitast við að tengjast samfélaginu, starfa í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, skóla og aðrar stofnanir, miðla og hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan hátt. Styrkveiting ERASMUS+ er mikilvæg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði tónlistar og sviðslista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni langar mig að ræða stöðu mála í menntun á háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um fjárskort og aðstöðuleysi en hér er ætlunin að fjalla í nokkrum greinum um þá uppbyggingu og framþróun náms sem á sér stað innan LHÍ. Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi. Í niðurstöðum nýlega útgefinnar langtímarannsóknar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg (Universität für Musik und darstellende Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-meistaranámið gagnist nemendum vel að námi loknu. Í niðurstöðum er jafnframt bent á að þær áherslur sem sé að finna í NAIP-meistaranáminu séu æskilegar í öllu tónlistarnámi á háskólastigi. Kennarar LHÍ hafa unnið með mörgum helstu sérfræðingum Evrópu á sviði tónlistarmenntunar á háskólastigi (e. Higher Music Education) að þessari námsþróun og hefur sú þekking og reynsla haft áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.Lofsamleg umsögn Nýverið hlaut nýtt verkefni um áframhaldandi þróun NAIP-meistaranámsins 270.090 evrur í styrk frá ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir króna. Styrkveitingunni fylgir lofsamleg umsögn óháðra sérfræðinga sem veittu umsókninni 91 stig af 100 mögulegum. Listaháskóli Íslands stýrir verkefninu. Þátttakendur auk tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru: Guildhall School of Music & Drama London, Stockholms konstnärliga högskola, Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, Koninklijk Conservatorium Den Haag, Prins Claus Conservatory of Music & Academia Minerva Groningen og Yong Siew Toh Conservatory of Music Singapore. Einnig taka Íslenska óperan og evrópsk samtök tónlistarskóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar úr atvinnulífinu. Markmið verkefnisins er að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglega vinnu milli tónlistar og sviðslista. Áhersla verður lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni. Mikilvægt er að háskólastofnanir tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ vinnur í samstarfi við fjölda listastofnana, tónlistarhátíða, skóla og annarra stofnana. Til dæmis má nefna Tectonics, Iceland Airways, Myrka Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Listvinafélag Hallgrímskirkju en nemendur á öllum námsstigum skólans hafa komið fram á tónleikum í samstarfi við þessar stofnanir. Einnig hafa meistaranemar í NAIP og í listkennslu unnið með fjölda skólabarna sem og með fjölbreyttum hópum s.s. fólki með fötlun, fólki án atvinnu og fólki með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leitast við að tengjast samfélaginu, starfa í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, skóla og aðrar stofnanir, miðla og hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan hátt. Styrkveiting ERASMUS+ er mikilvæg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði tónlistar og sviðslista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun